Segist loka fyrir vatn til sumarhúsaeiganda Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. júlí 2019 06:00 Hið umdeilda sumarhús er til vinstri. Eigandi Þúfukots (til hægri á mynd) fékk nýlega leyfi til að gera gistiskála í íbúðarhúsinu. Fréttablaðið/Valli Einkahlutafélagið Dap sem á jörðina Þúfnakot í Kjós leggst alfarið gegn því að hreppurinn leyfi að sumarhúsalóð á landinu verði breytt í íbúðarhúsalóð eins og kona sem á helmingshlut í frístundahúsi sem þar er óskar eftir. Konan óskaði eftir því í vor að sumarhúsið Nýjakot yrði skilgreint sem íbúðarhús svo hún gæti átt þar lögheimili. Í bréfi til Kjósarhrepps segir lögmaður eiganda Þúfukots, Gunnar Ingi Jóhannsson, að konan í Nýjakoti hafi flutt lögheimili sitt úr Hafnarfirði í Þúfukot eigandans. Það sé óheimilt. „Þjóðskrá hefur verið send beiðni um að afmá skráninguna,“ segir lögmaðurinn. Að sögn lögmannsins myndi breyting á landnotkun fyrir lóðina hafa mikil áhrif á notkun landsvæðis umhverfis hana. Stofnun frístundalóðarinnar á sínum tíma hafi verið ólögmæt því hún hafi farið gegn aðalskipulagi Kjósarhrepps. Húsið í Nýjakoti er frá árinu 2007. „Ef lóðin yrði gerð að íbúðarhúsalóð verður að gera ráð fyrir að slík ákvörðun hefði ákveðin ruðningsáhrif í för með sér og kröfur um að öðrum frístundalóðum yrði breytt í íbúðarhúsalóðir,“ segir í bréfinu.Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Dap ehf.Lögmaðurinn segir ekki fyrir hendi samning um öflun neysluvatns í landi Þúfukots fyrir sumarhúsið. „Öflun neysluvatns er því án leyfis eiganda og verður ekki framlengd að óbreyttu,“ segir lögmaðurinn og bætir við að reyndar verði vatnið aftengt á næstu vikum vegna framkvæmda á jörðinni. „Hið sama gildir um tengingu við hitaveitu. Ekkert kemur fram í umsókn hvernig það verði gert eða hvaðan heitt vatn verði tekið. Hlýtur það að skipta verulegu máli ef fallist yrði á umsóknina,“ bendir lögmaðurinn á og tekur fram að slík tenging yrði ekki gerð nema með samþykki landeiganda. Þá bendir lögmaðurinn á að vegurinn að sumarhúsinu liggi um land Þúfukots án þessi að samningur sé um það. Verði skráð lögheimili í Nýjakoti þurfi að tryggja aðkomuveg samkvæmt vegalögum. „Það verður ekki gert án samþykkis landeiganda.“ Að lokum segir lögmaðurinn eiganda Þúfukots ekki geta fallist á að Nýjakot verði íbúðarhús vegna þess að umgengni lóðarhafans þar sé með eindæmum slæm. „Mikið drasl og óþrifnaður er fyrir á lóðinni sem veldur foktjónshættu og almennu lýti,“ lýsir lögmaðurinn og boðar tilkynningar til bæði heilbrigðisfulltrúa og byggingarfulltrúa vegna þessa. Hreppsnefnd Kjósarhrepps fól á síðasta fundi sínum skipulags- og byggingarfulltrúa hreppsins að kynna konunni sem sækir um breytinguna innihald bréfs lögmanns eiganda Þúfukots. Hvorki náðist í byggingafulltrúan né sveitarstjórann í Kjósahreppi og konan kaus að tjá sig ekki um málið. Kvartað er undan umgegni við sumarhúsið Nýjakot. Fréttablaðið/Valli Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Skipulag Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Einkahlutafélagið Dap sem á jörðina Þúfnakot í Kjós leggst alfarið gegn því að hreppurinn leyfi að sumarhúsalóð á landinu verði breytt í íbúðarhúsalóð eins og kona sem á helmingshlut í frístundahúsi sem þar er óskar eftir. Konan óskaði eftir því í vor að sumarhúsið Nýjakot yrði skilgreint sem íbúðarhús svo hún gæti átt þar lögheimili. Í bréfi til Kjósarhrepps segir lögmaður eiganda Þúfukots, Gunnar Ingi Jóhannsson, að konan í Nýjakoti hafi flutt lögheimili sitt úr Hafnarfirði í Þúfukot eigandans. Það sé óheimilt. „Þjóðskrá hefur verið send beiðni um að afmá skráninguna,“ segir lögmaðurinn. Að sögn lögmannsins myndi breyting á landnotkun fyrir lóðina hafa mikil áhrif á notkun landsvæðis umhverfis hana. Stofnun frístundalóðarinnar á sínum tíma hafi verið ólögmæt því hún hafi farið gegn aðalskipulagi Kjósarhrepps. Húsið í Nýjakoti er frá árinu 2007. „Ef lóðin yrði gerð að íbúðarhúsalóð verður að gera ráð fyrir að slík ákvörðun hefði ákveðin ruðningsáhrif í för með sér og kröfur um að öðrum frístundalóðum yrði breytt í íbúðarhúsalóðir,“ segir í bréfinu.Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Dap ehf.Lögmaðurinn segir ekki fyrir hendi samning um öflun neysluvatns í landi Þúfukots fyrir sumarhúsið. „Öflun neysluvatns er því án leyfis eiganda og verður ekki framlengd að óbreyttu,“ segir lögmaðurinn og bætir við að reyndar verði vatnið aftengt á næstu vikum vegna framkvæmda á jörðinni. „Hið sama gildir um tengingu við hitaveitu. Ekkert kemur fram í umsókn hvernig það verði gert eða hvaðan heitt vatn verði tekið. Hlýtur það að skipta verulegu máli ef fallist yrði á umsóknina,“ bendir lögmaðurinn á og tekur fram að slík tenging yrði ekki gerð nema með samþykki landeiganda. Þá bendir lögmaðurinn á að vegurinn að sumarhúsinu liggi um land Þúfukots án þessi að samningur sé um það. Verði skráð lögheimili í Nýjakoti þurfi að tryggja aðkomuveg samkvæmt vegalögum. „Það verður ekki gert án samþykkis landeiganda.“ Að lokum segir lögmaðurinn eiganda Þúfukots ekki geta fallist á að Nýjakot verði íbúðarhús vegna þess að umgengni lóðarhafans þar sé með eindæmum slæm. „Mikið drasl og óþrifnaður er fyrir á lóðinni sem veldur foktjónshættu og almennu lýti,“ lýsir lögmaðurinn og boðar tilkynningar til bæði heilbrigðisfulltrúa og byggingarfulltrúa vegna þessa. Hreppsnefnd Kjósarhrepps fól á síðasta fundi sínum skipulags- og byggingarfulltrúa hreppsins að kynna konunni sem sækir um breytinguna innihald bréfs lögmanns eiganda Þúfukots. Hvorki náðist í byggingafulltrúan né sveitarstjórann í Kjósahreppi og konan kaus að tjá sig ekki um málið. Kvartað er undan umgegni við sumarhúsið Nýjakot. Fréttablaðið/Valli
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Skipulag Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira