Hjónin sem leitað er að ekki talin vel búin Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. júlí 2019 23:55 Aðgerðum er stýrt frá aðgerðarstjórnstöðinni á Selfossi. Vísir/Jói K Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi segir á fimmta tug björgunarsveitamanna á tólf ökutækjum vinna að leit á hjónum á Kjalvegi sem nú stendur yfir. Tilkynning um að hjónin hefðu ekki skilað sér til sona sinna í Gíslaskála barst á tíunda tímanum í kvöld. Fjölskyldan hafði verið saman á göngu en hjónin ákveðið að taka auka krók, en villst. Náðu þau símasambandi við syni sína en vissu ekkert um staðsetningu sína. „Veðrir er þungt, hiti um níu gráður og fólkið ekki talið vel búið, þannig það er nú ekki gott fyrir þau að vera þarna lengi í viðbót.“ Hjónin eru belgísk og ekki talin búin fyrir meira en létta göngu. Frímann segir aðstæður til leitar ekki vera eins og best verður á kosið. „Þetta er erfitt yfirferðar þetta svæði, það er hraun þarna. En það eru ákveðnar hestagötur og við erum að reyna að þræða þær á fjórhjólum. Við höfum trú á því að göngufólk haldi sig á slóðum þannig að við þræðum alla slóða á svæðinu. Við erum með ákveðnar vísbendingar um á hvaða svæði þau eru,“ segir Frímann. Spurður að því með hvaða hætti fólkið getur gert vart við sig segir Frímann björgunarsveitirnar nú framkvæma það sem kallast hljóðleit. „Keyrt er um svæðið með sírenur og blá ljós og þau láta vita ef þau verða vör við ljós eða hljóðmerki. Ef þau verða vör við eitthvað þá stoppa bílarnir og kveikja á ljósi og hljóðum einn af öðrum, þannig að við getum staðsett þau í námunda við hvar þau eru.“ Frímann segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort kalla eigi til þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við leitina, en hann segir að nú verði bætt í þann hóp sem sinnir leitinni. Árneshreppur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Selfossi segir á fimmta tug björgunarsveitamanna á tólf ökutækjum vinna að leit á hjónum á Kjalvegi sem nú stendur yfir. Tilkynning um að hjónin hefðu ekki skilað sér til sona sinna í Gíslaskála barst á tíunda tímanum í kvöld. Fjölskyldan hafði verið saman á göngu en hjónin ákveðið að taka auka krók, en villst. Náðu þau símasambandi við syni sína en vissu ekkert um staðsetningu sína. „Veðrir er þungt, hiti um níu gráður og fólkið ekki talið vel búið, þannig það er nú ekki gott fyrir þau að vera þarna lengi í viðbót.“ Hjónin eru belgísk og ekki talin búin fyrir meira en létta göngu. Frímann segir aðstæður til leitar ekki vera eins og best verður á kosið. „Þetta er erfitt yfirferðar þetta svæði, það er hraun þarna. En það eru ákveðnar hestagötur og við erum að reyna að þræða þær á fjórhjólum. Við höfum trú á því að göngufólk haldi sig á slóðum þannig að við þræðum alla slóða á svæðinu. Við erum með ákveðnar vísbendingar um á hvaða svæði þau eru,“ segir Frímann. Spurður að því með hvaða hætti fólkið getur gert vart við sig segir Frímann björgunarsveitirnar nú framkvæma það sem kallast hljóðleit. „Keyrt er um svæðið með sírenur og blá ljós og þau láta vita ef þau verða vör við ljós eða hljóðmerki. Ef þau verða vör við eitthvað þá stoppa bílarnir og kveikja á ljósi og hljóðum einn af öðrum, þannig að við getum staðsett þau í námunda við hvar þau eru.“ Frímann segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort kalla eigi til þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að aðstoða við leitina, en hann segir að nú verði bætt í þann hóp sem sinnir leitinni.
Árneshreppur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Leita týndra hjóna á Kjalvegi Á tíunda tímanum í kvöld voru allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út vegna tveggja týndra ferðamanna á Kjalvegi. 13. júlí 2019 22:41