Ed Sheeran opnar sig og segist haldinn miklum félagskvíða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2019 18:38 Þrátt fyrir að vinna við að skemmta gríðarstórum hópum fólks er Sheeran lítið gefinn fyrir margmenni. Vísir/Getty Breski söngvarinn Ed Sheeran segist fá kvíðaköst á hverjum degi og að honum líði eins og „hann sé ekki mennskur“ þegar fólk starir á hann á almannafæri. Sheeran var í heljarlöngu viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God á dögunum, til þess að ræða nýju plötuna sína No. 6 Collaborations Project. Þar ræddi hann um heima og geima og greindi meðal annars frá því að hann er kvæntur. Í viðtalinu greinir hinn 28 ára gamli Sheeran meðal annars frá því að hann hafi þurft að skera vinahópinn sinn niður í aðeins fjóra vini og eiginkonu hans. Þá hafi hann þurft að sleppa takinu af snjallsímanum, allt til þess að berjast gegn kvíðanum. „Ég fæ kvíðaköst daglega. Þau laumast aftan að manni. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í átta ár og ég missti sónar á raunveruleikanum.“ Sheeran segist reyna að eiga fáa en trausta vini. „Ég á lágmarksfjölda vina svo ég viti að ég get treyst þeim öllum,“ segir Sheeran. Hann viðurkennir að félagskvíðinn sem plagar hann sé nokkuð kaldhæðnislegur, í ljósi þess að Sheeran hefur atvinnu af því að spila tónlist sína fyrir framan gríðarlegan fjölda fólks, hverju sinni. „Ég er ekki gefinn fyrir mikinn mannfjölda, sem er kaldhæðnislegt þar sem ég spila á tónleikum fyrir þúsundir manna. Ég er haldinn innilokunarkennd og mér finnst ekki gott að vera í kring um marga í einu,“ segir söngvarinn rauðbirkni. Þá segir hann myndatökur og undarleg augnaráð frá fólki valda honum óþægindum. „Mér finnst ekkert mál að tala við fólk. En þegar fólk tekur myndir af mér og starir á mig, þá líður mér skringilega. Það lætur mér líða eins og ég sé ekki mennskur. Ef þú vilt koma og spjalla við, jafnvel þí við höfum ekki hist, þá er það ekkert mál.“ Hann segir það slökkva áhuga hans á samskiptum við aðra þegar fólk endar samtöl á að biðja um myndir með honum. „Það kippir manni niður á jörðina. Ég er bara einhver 15 „læk“ á Instagram. Ekkert meira. Ég var einu sinni á Marilyn Manson tónleikum og einhver maður kom, tók í höndina á mér og sagðist kunna að meta tónlistina mína, það var allt og sumt.“ Sheeran segist kunna að meta þannig samskipti. „Það var svo þægilegt. Núna, ef ég fer á veitingastað, þá finnst mér best að borða í einrúmi. Ef ég borða í almennum sal þá er fólk að taka myndir af mér á meðan ég borða. Manni fer að líða eins og dýrir í dýragarði. Ég vil alls ekki kvarta, ég veit að ég er með frábæra vinnu og æðislegt líf. En þetta eru hlutirnir sem ég vil forðast.“ Bretland Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Breski söngvarinn Ed Sheeran segist fá kvíðaköst á hverjum degi og að honum líði eins og „hann sé ekki mennskur“ þegar fólk starir á hann á almannafæri. Sheeran var í heljarlöngu viðtali við útvarpsmanninn Charlamagne Tha God á dögunum, til þess að ræða nýju plötuna sína No. 6 Collaborations Project. Þar ræddi hann um heima og geima og greindi meðal annars frá því að hann er kvæntur. Í viðtalinu greinir hinn 28 ára gamli Sheeran meðal annars frá því að hann hafi þurft að skera vinahópinn sinn niður í aðeins fjóra vini og eiginkonu hans. Þá hafi hann þurft að sleppa takinu af snjallsímanum, allt til þess að berjast gegn kvíðanum. „Ég fæ kvíðaköst daglega. Þau laumast aftan að manni. Ég er búinn að vera að vinna í þessu í átta ár og ég missti sónar á raunveruleikanum.“ Sheeran segist reyna að eiga fáa en trausta vini. „Ég á lágmarksfjölda vina svo ég viti að ég get treyst þeim öllum,“ segir Sheeran. Hann viðurkennir að félagskvíðinn sem plagar hann sé nokkuð kaldhæðnislegur, í ljósi þess að Sheeran hefur atvinnu af því að spila tónlist sína fyrir framan gríðarlegan fjölda fólks, hverju sinni. „Ég er ekki gefinn fyrir mikinn mannfjölda, sem er kaldhæðnislegt þar sem ég spila á tónleikum fyrir þúsundir manna. Ég er haldinn innilokunarkennd og mér finnst ekki gott að vera í kring um marga í einu,“ segir söngvarinn rauðbirkni. Þá segir hann myndatökur og undarleg augnaráð frá fólki valda honum óþægindum. „Mér finnst ekkert mál að tala við fólk. En þegar fólk tekur myndir af mér og starir á mig, þá líður mér skringilega. Það lætur mér líða eins og ég sé ekki mennskur. Ef þú vilt koma og spjalla við, jafnvel þí við höfum ekki hist, þá er það ekkert mál.“ Hann segir það slökkva áhuga hans á samskiptum við aðra þegar fólk endar samtöl á að biðja um myndir með honum. „Það kippir manni niður á jörðina. Ég er bara einhver 15 „læk“ á Instagram. Ekkert meira. Ég var einu sinni á Marilyn Manson tónleikum og einhver maður kom, tók í höndina á mér og sagðist kunna að meta tónlistina mína, það var allt og sumt.“ Sheeran segist kunna að meta þannig samskipti. „Það var svo þægilegt. Núna, ef ég fer á veitingastað, þá finnst mér best að borða í einrúmi. Ef ég borða í almennum sal þá er fólk að taka myndir af mér á meðan ég borða. Manni fer að líða eins og dýrir í dýragarði. Ég vil alls ekki kvarta, ég veit að ég er með frábæra vinnu og æðislegt líf. En þetta eru hlutirnir sem ég vil forðast.“
Bretland Tónlist Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira