Mótmæla harðlega brottvísun Momo Hayashi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2019 14:00 Momo Hayashi hefur búið á Íslandi í fjögur ár en nú hefur henni verið gert að fara úr landi. Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá viðskiptaráðinu. Fréttastofa hefur greint frá því að Momo hafi verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi en hún hefur búið hér í fjögur ár.Vinnuveitandi hennar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði einnig í fréttum Bylgjunnar að leiðbeiningaskyldu stjórnvalda sé rík og brot á skyldunni geti varðað ógildingu.Íslenska viðskiptaráðið í Japan hefur aðsetur í Tókýó. Það gagnrýnir stjórnvöld fyrir að ætla að vísa Momo Hayashi úr landi en hún hefur búið á Íslandi í fjögur ár.„Momo hefur búið á Íslandi í fjögur ár, stundað nám í íslensku við Háskóla Íslands í þrjú ár, starfað fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og sem frumkvöðull nýverið opnað verslun í miðbænum. Henni hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi, ferðaþjónustufyrirtækinu sem hún starfar hjá neitað um atvinnuleyfi henni til handa, vísað á að auglýsa starfið á Evrópska efnahagssvæðinu, og Momo gert að yfirgefa landið innan 30 daga. Ekki er viðurkennt að Momo hafi neina sérþekkingu, sem ekki sé hægt að uppfylla af einhverjum á íslenskum eða evrópskum vinnumarkaði,“ segir í yfirlýsingu Íslenska viðskiptaráðsins í Japan. Þar segir að þetta sé furðuleg afstaða af hálfu stjórnvalda: „Íslendingar sem óska eftir að starfa eða stofna fyrirtæki í Japan eiga þangað greiða leið og ekki bara það, heldur hafa japönsk stjórnvöld og einstaklingar (t.d. Watanabe og Sasakawa) í áratugi, stutt íslenska námsmenn rausnarlega í gegnum sjóði og stofnanir, m.a. í þeim tilgangi að þeir í framhaldinu leggi japönsku atvinnulífi lið. Japan er næst stærsta viðskiptaríki Íslands utan Evrópu, japönskum ferðamönnum sem koma til Íslands fer fjölgandi og tengslin milli landanna styrkjast ár frá ári. Má þar nefna nýlegan tvísköttunarsamning, samning sem heimilar ungu fólki að vinna í tiltekinn tíma í löndunum („Working holiday agreement“) og undirbúningur fyrir mögulegar viðræður um fríverslunarsamning og samning um flugleyfi er hafinn. Rifja má upp að Japan var fyrsta landið innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem studdi Ísland eftir bankahrunið 2008. Íslensk stjórnvöld ættu því að kappkosta að Japanir séu jafn velkomnir til Íslands og Íslendingar til Japans. Ef breyta þarf reglum eða vinnulagi eiga þau að hlutast til um slíkt.“ Félagsmál Innflytjendamál Japan Tengdar fréttir Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30 Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá viðskiptaráðinu. Fréttastofa hefur greint frá því að Momo hafi verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi en hún hefur búið hér í fjögur ár.Vinnuveitandi hennar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði einnig í fréttum Bylgjunnar að leiðbeiningaskyldu stjórnvalda sé rík og brot á skyldunni geti varðað ógildingu.Íslenska viðskiptaráðið í Japan hefur aðsetur í Tókýó. Það gagnrýnir stjórnvöld fyrir að ætla að vísa Momo Hayashi úr landi en hún hefur búið á Íslandi í fjögur ár.„Momo hefur búið á Íslandi í fjögur ár, stundað nám í íslensku við Háskóla Íslands í þrjú ár, starfað fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og sem frumkvöðull nýverið opnað verslun í miðbænum. Henni hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi, ferðaþjónustufyrirtækinu sem hún starfar hjá neitað um atvinnuleyfi henni til handa, vísað á að auglýsa starfið á Evrópska efnahagssvæðinu, og Momo gert að yfirgefa landið innan 30 daga. Ekki er viðurkennt að Momo hafi neina sérþekkingu, sem ekki sé hægt að uppfylla af einhverjum á íslenskum eða evrópskum vinnumarkaði,“ segir í yfirlýsingu Íslenska viðskiptaráðsins í Japan. Þar segir að þetta sé furðuleg afstaða af hálfu stjórnvalda: „Íslendingar sem óska eftir að starfa eða stofna fyrirtæki í Japan eiga þangað greiða leið og ekki bara það, heldur hafa japönsk stjórnvöld og einstaklingar (t.d. Watanabe og Sasakawa) í áratugi, stutt íslenska námsmenn rausnarlega í gegnum sjóði og stofnanir, m.a. í þeim tilgangi að þeir í framhaldinu leggi japönsku atvinnulífi lið. Japan er næst stærsta viðskiptaríki Íslands utan Evrópu, japönskum ferðamönnum sem koma til Íslands fer fjölgandi og tengslin milli landanna styrkjast ár frá ári. Má þar nefna nýlegan tvísköttunarsamning, samning sem heimilar ungu fólki að vinna í tiltekinn tíma í löndunum („Working holiday agreement“) og undirbúningur fyrir mögulegar viðræður um fríverslunarsamning og samning um flugleyfi er hafinn. Rifja má upp að Japan var fyrsta landið innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem studdi Ísland eftir bankahrunið 2008. Íslensk stjórnvöld ættu því að kappkosta að Japanir séu jafn velkomnir til Íslands og Íslendingar til Japans. Ef breyta þarf reglum eða vinnulagi eiga þau að hlutast til um slíkt.“
Félagsmál Innflytjendamál Japan Tengdar fréttir Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30 Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis. 12. júlí 2019 12:30
Japönsk kona fær ekki að búa á Íslandi Japanskri konu sem hefur búið hér undanfarin fjögur ár hefur verið synjað um áframhaldandi dvalarleyfi hér á landi. Vinnumálastofnun hafnaði umsókn hennar um atvinnuleyfi í lok júní og síðastliðinn mánudag var henni synjað um dvalarleyfi frá útlendingastofnun og var gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. 11. júlí 2019 19:15