Ameríkanar endurreisa WOW Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. júlí 2019 06:15 Wow air var tekið til gjaldþrotaskipta í mars á þessu ári. Fréttablaðið/Anton Brink Gengið hefur verið frá sölu allra eigna þrotabús WOW air sem tengjast flugrekstri. Nafn kaupandans hefur ekki fengist upp gefið en um fjársterka bandaríska aðila er að ræða með mikla reynslu í flugrekstri og áratugalanga starfsemi í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar. Umfang viðskiptanna hleypur á hundruðum milljóna króna og var það greitt með eingreiðslu. Herma heimildir blaðsins að um sé að ræða bæði vöru- og myndmerki WOW air, WOW lénin, flugrekstrarbækur, bókunarkerfi, hugbúnað, söluvagna, sölutölvur, einkennisfatnað ásamt stærstum hluta varahlutalagers og verkfæra. Markmiðið með kaupum eignanna er að endurvekja lágfargjaldaflugrekstur til og frá landinu bæði til Evrópu og Bandaríkjanna á grunni WOW air og í samræmi við þá hugmyndafræði sem lá til grundvallar lággjaldaflugi WOW air. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, staðfesti við Fréttablaðið að uppsett kaupverð hafi þegar verið greitt en vildi engar upplýsingar veita um kaupin að öðru leyti. Kaupendurnir eru nú að kynna sig fyrir viðeigandi íslenskum yfirvöldum og mæta á Samgöngustofu á næstunni til að ræða hugmyndir sínar. Páll Ágúst Ólafsson lögmaður hefur haft milligöngu um samskipti kaupendanna við þrotabúið og önnur íslensk stjórnvöld vegna viðskiptanna. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir hann kaupendurna og umrædd viðskipti með öllu ótengd þeim íslensku aðilum sem undirbúið hafa stofnun nýs lággjaldafélags undir nafninu WAB. Greint var frá áformum tveggja fyrrverandi stjórnenda WOW air þar að lútandi í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Aðspurður segir Páll Ágúst heldur enga úr hópi fyrrverandi eigenda eða stjórnenda hins fallna flugfélags hafa haft aðkomu að viðskiptunum. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air. 10. júlí 2019 14:58 Skúli ekki hluti af „We are back“ air Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. 10. júlí 2019 13:59 Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Gengið hefur verið frá sölu allra eigna þrotabús WOW air sem tengjast flugrekstri. Nafn kaupandans hefur ekki fengist upp gefið en um fjársterka bandaríska aðila er að ræða með mikla reynslu í flugrekstri og áratugalanga starfsemi í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar. Umfang viðskiptanna hleypur á hundruðum milljóna króna og var það greitt með eingreiðslu. Herma heimildir blaðsins að um sé að ræða bæði vöru- og myndmerki WOW air, WOW lénin, flugrekstrarbækur, bókunarkerfi, hugbúnað, söluvagna, sölutölvur, einkennisfatnað ásamt stærstum hluta varahlutalagers og verkfæra. Markmiðið með kaupum eignanna er að endurvekja lágfargjaldaflugrekstur til og frá landinu bæði til Evrópu og Bandaríkjanna á grunni WOW air og í samræmi við þá hugmyndafræði sem lá til grundvallar lággjaldaflugi WOW air. Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra þrotabús WOW air, staðfesti við Fréttablaðið að uppsett kaupverð hafi þegar verið greitt en vildi engar upplýsingar veita um kaupin að öðru leyti. Kaupendurnir eru nú að kynna sig fyrir viðeigandi íslenskum yfirvöldum og mæta á Samgöngustofu á næstunni til að ræða hugmyndir sínar. Páll Ágúst Ólafsson lögmaður hefur haft milligöngu um samskipti kaupendanna við þrotabúið og önnur íslensk stjórnvöld vegna viðskiptanna. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segir hann kaupendurna og umrædd viðskipti með öllu ótengd þeim íslensku aðilum sem undirbúið hafa stofnun nýs lággjaldafélags undir nafninu WAB. Greint var frá áformum tveggja fyrrverandi stjórnenda WOW air þar að lútandi í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Aðspurður segir Páll Ágúst heldur enga úr hópi fyrrverandi eigenda eða stjórnenda hins fallna flugfélags hafa haft aðkomu að viðskiptunum.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air. 10. júlí 2019 14:58 Skúli ekki hluti af „We are back“ air Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. 10. júlí 2019 13:59 Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air. 10. júlí 2019 14:58
Skúli ekki hluti af „We are back“ air Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. 10. júlí 2019 13:59
Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15
Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15