Collin, sem er 29 ára, kom til Stjörnunnar frá Fjölni 2017. Hann lék með Fjölni í tvö ár en þar áður var hann hjá FSu.
Collin fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra og hefur leikið fjóra landsleiki.
Á síðasta tímabili var Collin með 10,5 stig og 5,4 fráköst að meðaltali í leik.
Stjarnan varð deildar- og bikarmeistari en féll úr leik fyrir ÍR, 3-2, í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.