Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 29. júlí 2019 11:59 Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara í myndinni. Vísir/Getty Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell verður tekin upp að hluta hér á landi og mun fjöldi Íslendinga fara með hlutverk í henni. Þetta herma heimildir Vísis en í myndinni mun Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara sem munu væntanlega keppa í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Ásamt því að leika eitt af aðalhlutverkum myndarinnar skrifar Ferrell handrit hennar en hann hefur verið viðstaddur Eurovision undanfarin ár til að kynna sér keppnina betur. Ferrell hefur lengi verið aðdáandi Eurovision en eiginkona hans er sænska leikkonan Viveca Paulin. Á IMDB-síðu myndarinnar kemur fram að Jóhannes Haukur Jóhannesson mun leika mann að nafni Johans en nöfn annarra íslenskra leikara koma ekki fram þar. Samkvæmt heimildum Vísis hafa þó nokkrir verið ráðnir til að leika í myndinni, þeirra á meðal eru Björn Hlynur Haraldsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Hannes Óli Ágústsson. Myndin verður að mestu tekin upp í Pinewood-myndverinu í Lundúnum en eins og áður segir verða einhver atriði tekin upp hér á landi í haust. Will Ferrell og Rachel McAdams hafa áður leikið í sömu mynd en þó ekki á móti hvort öðru. Það var myndin Wedding Crashers sem kom út árið 2005. Leikstjóri þeirrar myndar var David Dobkin sem mun einmitt leikstýra Eurovision-myndinni. Er þessi mynd framleidd fyrir streymisveituna Netflix. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Tengdar fréttir Will Ferrell leikur íslenskan söngvara í Eurovision-myndinni Leikarinn Will Ferrell mun sjálfur leika íslenskan Eurovision-söngvara í væntanlegri mynd bandaríska grínistans um Eurovision-söngvakeppnina. 17. maí 2019 18:59 Rachel McAdams leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Fór til Ísrael til að kynna sér keppnina. 15. maí 2019 07:36 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Eurovision-mynd bandaríska gamanleikarans Will Ferrell verður tekin upp að hluta hér á landi og mun fjöldi Íslendinga fara með hlutverk í henni. Þetta herma heimildir Vísis en í myndinni mun Will Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara sem munu væntanlega keppa í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Ásamt því að leika eitt af aðalhlutverkum myndarinnar skrifar Ferrell handrit hennar en hann hefur verið viðstaddur Eurovision undanfarin ár til að kynna sér keppnina betur. Ferrell hefur lengi verið aðdáandi Eurovision en eiginkona hans er sænska leikkonan Viveca Paulin. Á IMDB-síðu myndarinnar kemur fram að Jóhannes Haukur Jóhannesson mun leika mann að nafni Johans en nöfn annarra íslenskra leikara koma ekki fram þar. Samkvæmt heimildum Vísis hafa þó nokkrir verið ráðnir til að leika í myndinni, þeirra á meðal eru Björn Hlynur Haraldsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Hannes Óli Ágústsson. Myndin verður að mestu tekin upp í Pinewood-myndverinu í Lundúnum en eins og áður segir verða einhver atriði tekin upp hér á landi í haust. Will Ferrell og Rachel McAdams hafa áður leikið í sömu mynd en þó ekki á móti hvort öðru. Það var myndin Wedding Crashers sem kom út árið 2005. Leikstjóri þeirrar myndar var David Dobkin sem mun einmitt leikstýra Eurovision-myndinni. Er þessi mynd framleidd fyrir streymisveituna Netflix.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Tengdar fréttir Will Ferrell leikur íslenskan söngvara í Eurovision-myndinni Leikarinn Will Ferrell mun sjálfur leika íslenskan Eurovision-söngvara í væntanlegri mynd bandaríska grínistans um Eurovision-söngvakeppnina. 17. maí 2019 18:59 Rachel McAdams leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Fór til Ísrael til að kynna sér keppnina. 15. maí 2019 07:36 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Will Ferrell leikur íslenskan söngvara í Eurovision-myndinni Leikarinn Will Ferrell mun sjálfur leika íslenskan Eurovision-söngvara í væntanlegri mynd bandaríska grínistans um Eurovision-söngvakeppnina. 17. maí 2019 18:59
Rachel McAdams leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Fór til Ísrael til að kynna sér keppnina. 15. maí 2019 07:36