Fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 29. júlí 2019 07:00 Gildi sagnaritunar Íslendinga fyrir menningarheiminn í löndum austan hafs og vestan varð mér æ ljósara í ævistarfi mínu í utanríkisþjónustunni. Nærtækastur er Noregur. Án Snorra væri engin heildarmynd til af nokkurra alda tímabili norskrar sögu. Sagan af víkingaöldinni er ávallt til reiðu ef Íslendingar kunna með þá auðlegð að fara og flytja öðrum þjóðum. Íslandskynningin í Bandaríkjunum og Kanada í tilefni 1000 ára afmælis landafundar Leifs Eiríkssonar var hin mesta sigurför tengd siglingu víkingaskipsins Íslendings um hafnir Nýfundnalands, Nova Scotia og austurstrandar Bandaríkjanna til New York. Var athygli allra fjölmiðla hvarvetna miklu meiri en dæmi eru um slíka viðburði á Íslands vegum. Háskólasamfélög í Evrópu og Ameríku hafa lengi haft í sínu liði sérfræðinga á sviði íslenskra fræða. Við marga úr þeim hópi mikilla Íslandsvina hafði ég í Frakklandi, Bretlandi, Noregi og Bandaríkjunum afar gagnleg og ánægjuleg samskipti og ber að þakka. Eftir þá og forvera þeirra liggur ótrúlegur forði ritverka og þýðinga úr íslenskum fræðum, sem komið hafa samfara kennslustörfum og einnig ná til nemenda frá Asíulöndum Það verður að telja fráleitt, að á öld rappsins hættum við að rækja hlutverk okkar sem Íslendinga við varðveislu tungunnar og þeirra fjársjóða sem hún geymir. Eitthvað slíkt hefur verið fyrir hendi mína lífstíð: dönskuslettur áður, enskan og Hollywood-bylgjan með stríðinu og lengi á eftir eða þá fyrirferð erlendra sjónvarpsstöðva síðan. En íslensk fjölmiðlun dafnar og við eigum öflugt menntakerfi. Við risum upp úr Hruninu með fullgerða Hörpu til eflingar menningu þjóðfélagsins. Við eigum rétt til þátttöku, svo sem sérstaða krefst, í samfélagi Evrópuþjóða. Sá ótvíræði réttur er reistur á menningu þjóðarinnar, sem er hinn norðlægi burðarás í grunni Evrópu. Hann sköpuðu Íslendingar og varðveittu til eignar og útbreiðslu. Dagrenning sögu hins norræna kynstofns er skráð í Reykholti.Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Gildi sagnaritunar Íslendinga fyrir menningarheiminn í löndum austan hafs og vestan varð mér æ ljósara í ævistarfi mínu í utanríkisþjónustunni. Nærtækastur er Noregur. Án Snorra væri engin heildarmynd til af nokkurra alda tímabili norskrar sögu. Sagan af víkingaöldinni er ávallt til reiðu ef Íslendingar kunna með þá auðlegð að fara og flytja öðrum þjóðum. Íslandskynningin í Bandaríkjunum og Kanada í tilefni 1000 ára afmælis landafundar Leifs Eiríkssonar var hin mesta sigurför tengd siglingu víkingaskipsins Íslendings um hafnir Nýfundnalands, Nova Scotia og austurstrandar Bandaríkjanna til New York. Var athygli allra fjölmiðla hvarvetna miklu meiri en dæmi eru um slíka viðburði á Íslands vegum. Háskólasamfélög í Evrópu og Ameríku hafa lengi haft í sínu liði sérfræðinga á sviði íslenskra fræða. Við marga úr þeim hópi mikilla Íslandsvina hafði ég í Frakklandi, Bretlandi, Noregi og Bandaríkjunum afar gagnleg og ánægjuleg samskipti og ber að þakka. Eftir þá og forvera þeirra liggur ótrúlegur forði ritverka og þýðinga úr íslenskum fræðum, sem komið hafa samfara kennslustörfum og einnig ná til nemenda frá Asíulöndum Það verður að telja fráleitt, að á öld rappsins hættum við að rækja hlutverk okkar sem Íslendinga við varðveislu tungunnar og þeirra fjársjóða sem hún geymir. Eitthvað slíkt hefur verið fyrir hendi mína lífstíð: dönskuslettur áður, enskan og Hollywood-bylgjan með stríðinu og lengi á eftir eða þá fyrirferð erlendra sjónvarpsstöðva síðan. En íslensk fjölmiðlun dafnar og við eigum öflugt menntakerfi. Við risum upp úr Hruninu með fullgerða Hörpu til eflingar menningu þjóðfélagsins. Við eigum rétt til þátttöku, svo sem sérstaða krefst, í samfélagi Evrópuþjóða. Sá ótvíræði réttur er reistur á menningu þjóðarinnar, sem er hinn norðlægi burðarás í grunni Evrópu. Hann sköpuðu Íslendingar og varðveittu til eignar og útbreiðslu. Dagrenning sögu hins norræna kynstofns er skráð í Reykholti.Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar