Nóg var að gera hjá Landhelgisgæslunni í morgun þegar þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út tvisvar en gæslan tók einnig þátt í björgunaraðgerðum í Fljótavík.
Laust eftir klukkan hálf tólf óskaði lögreglan á Snæfellsnesi eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja mann sem lenti í mótorhjólaslysi.
Rétt fyrir klukkan eitt eftir hádegi var síðan óskað eftir þyrlu til að fara til móts við sjúkrabíl sem var staddur við Langjökul með veikan einstakling.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út vegna alvarlegs flugslyss á Haukadalsflugvelli á þriðja tímanum en þeirri þyrlu var snúið við stuttu eftir flugtak.