Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir skoraði tvö af mörkum Rosengård í stórsigri á Kungsbacka í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Nathalie Björn kom heimakonum í Rosengård yfir strax á níundu mínútu leiksins en gestirnir jöfnuðu stuttu seinna.
Glódís Perla kom Rosengård yfir á ný á 25. mínútu og gerði svo annað mark sitt, þriðja mark Rosengård, stuttu fyrir hálfleik.
Heimakonur völtuðu svo yfir Kungsbacka í seinni hálfleik, gerðu þrjú mörk og unnu 6-1 sigur.
Rosengård er á toppi deildarinnar með 20 stig eftir níu leiki en Kungsbacka situr á botninum án sigurs og aðeins með eitt stig.
Glódís skoraði tvö í stórsigri
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti




„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn



„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn