Atvinnumennska nauðsynleg vilji íslensku liðin ná meiri árangri í Evrópukeppnum Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júlí 2019 19:30 Ef íslensku félagsliðin í fótboltanum eiga að ná betri árangri í Evrópukeppnunm í fótbolta er atvinnumennska eina leiðin segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. KR og Breiðablik duttu út fyrir Molde og Vaduz í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og Valur datt út úr Meistaradeildinni gegn Maribor. Við það færðist Valsmenn þó niður í Evrópudeildina. Stjarnan var eina liðið sem komst áfram í gegnum fyrstu umferðina en þeir höfðu betur gegn Tallinn frá Eistlandi. Mikil umræða hefur skapast um hvað þurfi að gera svo íslensku liðin komist lengra í Evrópukeppnunum og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur skoðun á því. „Ég held að það sem við þurfum að gera til þess að bæta knattspyrnuna þá hlýtur það að vera eina leiðin að gera alla okkar leikmenn að atvinnumönnum,“ sagði Rúnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að mikilvægt væri að lengja tímabilið vildu íslensku liðin betri árangur. Rúnar er ekki endilega sammála því. „Þó að við lengjum tímabilið þá held ég að við verðum ekkert betri í fótbolta. Við þurfum að geta æft meira og oftar og leikmennirnir fengið frí þess á milli, í stað þess að mæta í vinnu á morgnanna, æfingu á kvöldin og hugsa svo um börn og fjölskyldu.“ „Það er bara erfitt og þetta vitum við sem höfum búið erlendis og starfað sem atvinnumenn í knattspyrnu. Það er mín skoðun á þessu.“ „Við þurfum þá að fara inn með þetta. Við getum ekki spilað úti í október og nóvember og það mætir enginn á leikina þá. Það er ekkert gaman að vera spila fótbolta og þjálfararnir eru í max göllum og áhorfendur í stúku í svipuðum klæðum.“ „Við erum að spila frá nóvember og fram í maí innan húss og erum að spila fullt af leikjum. Við þurfum þá að nýta þá betur en ein leiðin gæti verið að fjölga leikjum í deildinni. Kannski fækka liðum og hafa meiri samkeppni,“ Er eini þröskuldurinn fyrir íslensku liðin að hér sé ekki atvinnumennska eða eru þeir fleiri? „Ég held að fámenni sé líka stór hluti af þessu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum rétt rúmlega 300 þúsund. Það er mjög erfitt að halda úti toppknattspyrnuliði. Þó að við fáum útlendinga til að styrkja okkur þá er töluvert langt í land til Norðurlandanna til að mynda,“ sagði Rúnar. Evrópudeild UEFA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Ef íslensku félagsliðin í fótboltanum eiga að ná betri árangri í Evrópukeppnunm í fótbolta er atvinnumennska eina leiðin segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR. KR og Breiðablik duttu út fyrir Molde og Vaduz í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og Valur datt út úr Meistaradeildinni gegn Maribor. Við það færðist Valsmenn þó niður í Evrópudeildina. Stjarnan var eina liðið sem komst áfram í gegnum fyrstu umferðina en þeir höfðu betur gegn Tallinn frá Eistlandi. Mikil umræða hefur skapast um hvað þurfi að gera svo íslensku liðin komist lengra í Evrópukeppnunum og Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur skoðun á því. „Ég held að það sem við þurfum að gera til þess að bæta knattspyrnuna þá hlýtur það að vera eina leiðin að gera alla okkar leikmenn að atvinnumönnum,“ sagði Rúnar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að mikilvægt væri að lengja tímabilið vildu íslensku liðin betri árangur. Rúnar er ekki endilega sammála því. „Þó að við lengjum tímabilið þá held ég að við verðum ekkert betri í fótbolta. Við þurfum að geta æft meira og oftar og leikmennirnir fengið frí þess á milli, í stað þess að mæta í vinnu á morgnanna, æfingu á kvöldin og hugsa svo um börn og fjölskyldu.“ „Það er bara erfitt og þetta vitum við sem höfum búið erlendis og starfað sem atvinnumenn í knattspyrnu. Það er mín skoðun á þessu.“ „Við þurfum þá að fara inn með þetta. Við getum ekki spilað úti í október og nóvember og það mætir enginn á leikina þá. Það er ekkert gaman að vera spila fótbolta og þjálfararnir eru í max göllum og áhorfendur í stúku í svipuðum klæðum.“ „Við erum að spila frá nóvember og fram í maí innan húss og erum að spila fullt af leikjum. Við þurfum þá að nýta þá betur en ein leiðin gæti verið að fjölga leikjum í deildinni. Kannski fækka liðum og hafa meiri samkeppni,“ Er eini þröskuldurinn fyrir íslensku liðin að hér sé ekki atvinnumennska eða eru þeir fleiri? „Ég held að fámenni sé líka stór hluti af þessu. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum rétt rúmlega 300 þúsund. Það er mjög erfitt að halda úti toppknattspyrnuliði. Þó að við fáum útlendinga til að styrkja okkur þá er töluvert langt í land til Norðurlandanna til að mynda,“ sagði Rúnar.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira