Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 07:46 Barnier (t.v.) og Juncker (t.h.) heilsast með virktum í Evrópuþinginu. Þeim hugnast ekki hugmyndir nýja breska forsætisráðherrans. Vísir/EPA Tillaga Boris Johnson, nýs forsætisráðherra Bretlands, um að afnema ákvæði um svonefnda baktryggingu um landamæri á Írlandi úr útgöngusamningi við Evrópusambandið er óásættanleg, að mati Michels Barnier, aðalsamningamanns sambandsins. Leiðtogar ESB hafa tekið fálega í hugmyndir Johnson. Í fyrstu ræðu sinni í breska þinginu í gær sagði Johnson að hann ætlaði sér að fella út ákvæðið um baktrygginguna. Í henni felst að viðskiptareglur Evrópusambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi eftir útgönguna þar til samið hefur verið um varanlegt fyrirkomulag svo koma megi í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. „Ekkert ríki sem metur sjálfstæði sitt, og í reynd sjálfsvirðingu sína, gæti fallist á samning þar sem það afsalaði sér efnahagslegu sjálfstæði okkar og fullveldi eins og þessi baktryggingin gerir,“ sagði Johnson við þingheim. Þegar Johnson ræddi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í síma í gær lagði Juncker áherslu á að útgöngusamningurinn sem þegar liggur fyrir væri sá besti sem Bretum standi til boða. Opnaði Juncker þó á möguleikann á frekari viðræðum á næstu vikum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Barnier tók í sama streng þrátt fyrir að hann teldi hugmynd Johnson um að fella út baktrygginguna óviðunandi. Sambandið væri opið fyrir hugmyndum Breta sem hægt væri að samræma núverandi útgöngusamningi. Þeim samningi var hafnað í þrígang í breska þinginu sem leiddi til afsagnar Theresu May sem forsætisráðherra. Johnson hefur heitið því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu 31. október eða jafnvel fyrr. Hann hefur jafnframt sagst tilbúinn að gera það án útgöngusamnings takist honum ekki að herja betra samkomulag út úr evrópskum ráðamönnum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Tillaga Boris Johnson, nýs forsætisráðherra Bretlands, um að afnema ákvæði um svonefnda baktryggingu um landamæri á Írlandi úr útgöngusamningi við Evrópusambandið er óásættanleg, að mati Michels Barnier, aðalsamningamanns sambandsins. Leiðtogar ESB hafa tekið fálega í hugmyndir Johnson. Í fyrstu ræðu sinni í breska þinginu í gær sagði Johnson að hann ætlaði sér að fella út ákvæðið um baktrygginguna. Í henni felst að viðskiptareglur Evrópusambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi eftir útgönguna þar til samið hefur verið um varanlegt fyrirkomulag svo koma megi í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæra- og tollaeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. „Ekkert ríki sem metur sjálfstæði sitt, og í reynd sjálfsvirðingu sína, gæti fallist á samning þar sem það afsalaði sér efnahagslegu sjálfstæði okkar og fullveldi eins og þessi baktryggingin gerir,“ sagði Johnson við þingheim. Þegar Johnson ræddi við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í síma í gær lagði Juncker áherslu á að útgöngusamningurinn sem þegar liggur fyrir væri sá besti sem Bretum standi til boða. Opnaði Juncker þó á möguleikann á frekari viðræðum á næstu vikum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Barnier tók í sama streng þrátt fyrir að hann teldi hugmynd Johnson um að fella út baktrygginguna óviðunandi. Sambandið væri opið fyrir hugmyndum Breta sem hægt væri að samræma núverandi útgöngusamningi. Þeim samningi var hafnað í þrígang í breska þinginu sem leiddi til afsagnar Theresu May sem forsætisráðherra. Johnson hefur heitið því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu 31. október eða jafnvel fyrr. Hann hefur jafnframt sagst tilbúinn að gera það án útgöngusamnings takist honum ekki að herja betra samkomulag út úr evrópskum ráðamönnum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07 Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Forystumenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðtals um nýjan samning við Breta eða um að hrófla við baktryggingunni svonefndu. 25. júlí 2019 13:07
Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55