Johnson sagði ESB að fella út írsku baktrygginguna Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2019 13:07 Johnson mætti í fyrsta skipti sem forsætisráðherra í þingið í morgun. Vísir/EPA Nýr forsætisráðherra Bretlands gerði fulltrúum Evrópusambandsins ljós fyrir þeirri afstöðu sinni að fellda þyrfti írsku baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi þeirra ef samkomulag á að nást um forsendur útgöngunnar. Fulltrúar sambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðræðu um breytingar á baktryggingunni. Eitt helsta bitbeinið í viðræðum breskra stjórnvalda við Evrópusambandið um forsendur útgöngunnar er hvernig eigi að greiða úr málum á Írlandi og koma í veg fyrir að koma þurfi upp formlegu landamæraeftirliti á mörkum Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi, og Írlands, sem verður áfram í Evrópusambandinu. Baktryggingin svonefnda er fyrirvari um að reglur sambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi þar til samningar nást um varanlega lausn. Harðlínumönnum í Íhaldsflokknum og þingmönnum norður-írska sambandssinnaflokksins sem ver minnihlutastjórn hans falli hugnast ekki sú leið og óttast þeir að Bretar festist þannig varanlega í sambandinu.Nú segir Reuters-fréttastofan að Johnson, sem tók við embætti forsætisráðherra í gær, hafi greint breska þinginu frá því í morgun að hann hafi sagt forystufólki Evrópusambandsins að hann vilji losna við baktrygginguna. Johnson hefur sagst vilja gera nýjan samning við ESB áður en útgöngudagurinn 31. október rennur upp. „Það verður að vera ljóst að leiðin að samningnum verður í gegnum afnám baktryggingarinnar,“ sagði Johnson í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra á þingi. Ólíklegt er að fulltrúa Evrópusambandsins taki vel í þessar hugmyndir Johnson. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, segist hlakka til að ræða málið við Johnson en hefur lýst hugmynd hans um nýjan samning við ESB sem óraunhæfri. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Nýr forsætisráðherra Bretlands gerði fulltrúum Evrópusambandsins ljós fyrir þeirri afstöðu sinni að fellda þyrfti írsku baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi þeirra ef samkomulag á að nást um forsendur útgöngunnar. Fulltrúar sambandsins hafa fram að þessu ekki verið til viðræðu um breytingar á baktryggingunni. Eitt helsta bitbeinið í viðræðum breskra stjórnvalda við Evrópusambandið um forsendur útgöngunnar er hvernig eigi að greiða úr málum á Írlandi og koma í veg fyrir að koma þurfi upp formlegu landamæraeftirliti á mörkum Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi, og Írlands, sem verður áfram í Evrópusambandinu. Baktryggingin svonefnda er fyrirvari um að reglur sambandsins gildi áfram á Norður-Írlandi þar til samningar nást um varanlega lausn. Harðlínumönnum í Íhaldsflokknum og þingmönnum norður-írska sambandssinnaflokksins sem ver minnihlutastjórn hans falli hugnast ekki sú leið og óttast þeir að Bretar festist þannig varanlega í sambandinu.Nú segir Reuters-fréttastofan að Johnson, sem tók við embætti forsætisráðherra í gær, hafi greint breska þinginu frá því í morgun að hann hafi sagt forystufólki Evrópusambandsins að hann vilji losna við baktrygginguna. Johnson hefur sagst vilja gera nýjan samning við ESB áður en útgöngudagurinn 31. október rennur upp. „Það verður að vera ljóst að leiðin að samningnum verður í gegnum afnám baktryggingarinnar,“ sagði Johnson í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra á þingi. Ólíklegt er að fulltrúa Evrópusambandsins taki vel í þessar hugmyndir Johnson. Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, segist hlakka til að ræða málið við Johnson en hefur lýst hugmynd hans um nýjan samning við ESB sem óraunhæfri.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Flestir þeirra sem Boris Johnson valdi í ráðuneyti sitt eru harðlínufólk í Brexit-málum. 25. júlí 2019 10:55