Johnson segir einhug innan nýju ríkisstjórnarinnar um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2019 10:55 Johnson (f.m.) með ráðherraliði sínu á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. AP/Aaron Chown Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og nýkjörins leiðtoga Íhaldsflokksins, kom saman til síns fyrsta fundar í morgun. Þar fullyrti Johnson að ráðherraliðið væri einhuga um að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu 31. október. „Við eigum þýðingarmikið verkefni fyrir höndum. Á vendipunkti í sögu landsins eru við nú staðráðin, öll saman, í að ganga úr Evrópusambandinu 31. október eða jafnvel fyrr, engin spurning,“ sagði Johnson við upphaf fundarins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hét hann því að ná samningum við Evrópusambandið áður en fresturinn rennur út, annars dragi hann Bretland úr sambandinu án útgöngusamnings. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum af útgöngu án samnings. Johnson gerði stórtækar breytingar á ríkisstjórninni og rak nærri því alla þá ráðherra sem sátu í stjórn Theresu May, forvera hans í embætti. Sautján þeirra voru annað hvort reknir eða þeir sögðu af sér vegna andstöðu þeirra við útgöngu án samnings.Priti Patel, nýr innanríkisráðherra Bretlands.Vísir/EPANýja ráðherraliðið er nær eingöngu skipað harðlínufólki hvað varðar Brexit. Auk þess valdi Johnson Dominic Cummings, kosningastjóra opinberrar herferðar fyrir útgöngu Bretlands í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, til að vera aðalráðgjafi sinn í Downing-stræti. Sum þeirra sem Johnson veitti embætti í ríkisstjórninni eru umdeildari en önnur. Þannig skipaði hann Priti Patel innanríkisráðherra sinn. Patel var ráðherra þróunaraðstoðar í ríkisstjórn May en var rekin árið 2017 þegar í ljós kom að hún hafði farið til leynilegra viðræðna í Ísrael án þess að láta utanríkisráðuneytið vita. Hún þykir vera yst á hægri væng Íhaldsflokksins og hefur talað fyrir því að markmið um þróunaraðstoð verði felld niður og að dauðarefsing verði tekin aftur upp á Bretlandi. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sjá meira
Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og nýkjörins leiðtoga Íhaldsflokksins, kom saman til síns fyrsta fundar í morgun. Þar fullyrti Johnson að ráðherraliðið væri einhuga um að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu 31. október. „Við eigum þýðingarmikið verkefni fyrir höndum. Á vendipunkti í sögu landsins eru við nú staðráðin, öll saman, í að ganga úr Evrópusambandinu 31. október eða jafnvel fyrr, engin spurning,“ sagði Johnson við upphaf fundarins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hét hann því að ná samningum við Evrópusambandið áður en fresturinn rennur út, annars dragi hann Bretland úr sambandinu án útgöngusamnings. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum af útgöngu án samnings. Johnson gerði stórtækar breytingar á ríkisstjórninni og rak nærri því alla þá ráðherra sem sátu í stjórn Theresu May, forvera hans í embætti. Sautján þeirra voru annað hvort reknir eða þeir sögðu af sér vegna andstöðu þeirra við útgöngu án samnings.Priti Patel, nýr innanríkisráðherra Bretlands.Vísir/EPANýja ráðherraliðið er nær eingöngu skipað harðlínufólki hvað varðar Brexit. Auk þess valdi Johnson Dominic Cummings, kosningastjóra opinberrar herferðar fyrir útgöngu Bretlands í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, til að vera aðalráðgjafi sinn í Downing-stræti. Sum þeirra sem Johnson veitti embætti í ríkisstjórninni eru umdeildari en önnur. Þannig skipaði hann Priti Patel innanríkisráðherra sinn. Patel var ráðherra þróunaraðstoðar í ríkisstjórn May en var rekin árið 2017 þegar í ljós kom að hún hafði farið til leynilegra viðræðna í Ísrael án þess að láta utanríkisráðuneytið vita. Hún þykir vera yst á hægri væng Íhaldsflokksins og hefur talað fyrir því að markmið um þróunaraðstoð verði felld niður og að dauðarefsing verði tekin aftur upp á Bretlandi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51 Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21 Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41 Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sjá meira
Bretar rifja upp skrautleg augnablik og hinar ýmsu hliðar Boris Johnson Bretum þótti við hæfi að rifja upp skemmtileg augnablik í lífi Boris Johnson sem var fyrir hádegi valinn næsti formaður breska Íhaldsflokksins. 23. júlí 2019 13:51
Heitir því að Bretar gangi úr ESB í lok október í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra Boris Johnson fór um víðan völl í fyrsta ávarpi sínu sem forsætisráðherra til bresku þjóðarinnar. Hann boðaði mikla útgjaldaaukningu ríkissjóðs og lofaði því að Bretar færu úr Evrópusambandinu í haust. 24. júlí 2019 16:21
Boris skipar nýja ríkisstjórn Nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, tók opinberlega við embætti í dag. Boris sem bar sigur úr býtum í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í gær hóf umsvifalaust að skipa samflokksmenn sína í hin ýmsu ráðuneyti bresku ríkisstjórnarinnar. BBC greinir frá. 24. júlí 2019 19:41
Evrópsku blöðin um ris Johnson: „Trúðurinn sem vildi verða konungur“ Fjölmiðlar í Evrópu furða sig á að Boris Johnson sé við það að verða forsætisráðherra Bretlands. 24. júlí 2019 10:22