Hætta á að atvinnuleysi fari í 28 prósent á næstu fimmtán árum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júlí 2019 07:00 Friðrik Boði segir að sjálfvæðingin eigi ekki aðeins við um láglaunastörf, störf lögfræðinga og lækna gætu horfið. VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. Í vor setti VR á laggirnar framtíðarnefnd og tekur hún til starfa í ágúst. Ástæðan er fjórða iðnbyltingin og aukin sjálfvirkni í atvinnulífinu. Friðrik Boði Ólafsson, nefndarmaður og tölvunarfræðingur, segir meginhlutverk framtíðarnefndarinnar að gæta þess að fjórða iðnbyltingin verði ekki aðeins atvinnurekendum til hagsbóta. „Eftir því sem tækninni fleytir fram, á síauknum hraða, verður erfiðara að finna jafnvægi á vinnumarkaði,“ segir Friðrik. „Fjöldi starfa mun glatast og önnur skapast í staðinn. Það þarf að greina hvaða störf þetta eru og aðstoða fólk við að laga sig að því.“ Eiginleg stefnumótun nefndarinnar hefur ekki farið fram en að sögn Friðriks standa vonir til þess að hún muni hafa leiðandi áhrif á störf félagsins á komandi árum. Önnur verkalýðsfélög hafa ekki enn stigið þetta skref en þessi málefni voru þó rædd á síðasta þingi Alþýðusambandsins. Fyrir rúmu ári setti ríkisstjórnin slíka nefnd á laggirnar til að takast á við tæknibreytingar. „Það sem við munum leggja áherslu á er að sjálfvæðingin skili sér í þágu launafólks. Til dæmis í styttingu vinnuvikunnar,“ segir Friðrik. Launaþróun mun einnig horfa til verri vegar fyrir verkafólk verði ekkert að gert, það sýni sagan. „Hraðinn á sjálfvæðingunni núna er hins vegar fordæmalaus og við þurfum að grípa þá sem finna sig ekki í þessu breytta hagkerfi.“ Friðrik segir að einhæf störf séu í mestri hættu á að hverfa fyrst. Þetta eru til dæmis afgreiðslustörf og sú þróun er þegar hafin í stórverslunum, með sjálfsafgreiðslukössum. Hafa ber í huga að afgreiðslufólk hefur í áratugi verið bakbeinið í VR. „Það sem kemur kannski á óvart er að þessi störf eru alls ekki alltaf láglaunastörf,“ segir Friðrik. „Þetta á við um til dæmis fólk sem starfar í lögfræðigeiranum og lækna. Stór hluti þeirra vinnu mun verða sjálfvæddur í framtíðinni.“ Ef störf sem glatast verða mun fleiri en þau sem skapast mun verða mikið atvinnuleysi. Friðrik bendir á að svörtustu spár segi að 28 prósent íslensks vinnumarkaðar eigi verulega á hættu að verða sjálfvæddur á næstu 15 árum og önnur 60 prósent séu í nokkurri hættu. „Hér má ekki myndast samfélag þar sem yfirstéttin þarf ekki á starfsfólki að halda og aðrir verði bæði atvinnulausir og valdalausir,“ segir Friðrik. „Ég sé ekki hvernig hægt er að hafa samfélagslegan stöðugleika með svo hátt atvinnuleysi.“ Leiðir til að takast á við fjórðu iðnbyltinguna, að mati Friðriks, eru endurmenntun og að gefa starfsfólki meiri rödd á vinnustöðunum. Sjálfvæðingin verði að vera innleidd á þann hátt að starfsfólk geti aðlagast henni. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
VR stofnaði nýlega framtíðarnefnd sem mun takast á við fjórðu iðnbyltinguna. Nefndarmaður segir að aðlaga verði vinnumarkaðinn og passa upp á að launafólk njóti góðs af sjálfvæðingunni. Í vor setti VR á laggirnar framtíðarnefnd og tekur hún til starfa í ágúst. Ástæðan er fjórða iðnbyltingin og aukin sjálfvirkni í atvinnulífinu. Friðrik Boði Ólafsson, nefndarmaður og tölvunarfræðingur, segir meginhlutverk framtíðarnefndarinnar að gæta þess að fjórða iðnbyltingin verði ekki aðeins atvinnurekendum til hagsbóta. „Eftir því sem tækninni fleytir fram, á síauknum hraða, verður erfiðara að finna jafnvægi á vinnumarkaði,“ segir Friðrik. „Fjöldi starfa mun glatast og önnur skapast í staðinn. Það þarf að greina hvaða störf þetta eru og aðstoða fólk við að laga sig að því.“ Eiginleg stefnumótun nefndarinnar hefur ekki farið fram en að sögn Friðriks standa vonir til þess að hún muni hafa leiðandi áhrif á störf félagsins á komandi árum. Önnur verkalýðsfélög hafa ekki enn stigið þetta skref en þessi málefni voru þó rædd á síðasta þingi Alþýðusambandsins. Fyrir rúmu ári setti ríkisstjórnin slíka nefnd á laggirnar til að takast á við tæknibreytingar. „Það sem við munum leggja áherslu á er að sjálfvæðingin skili sér í þágu launafólks. Til dæmis í styttingu vinnuvikunnar,“ segir Friðrik. Launaþróun mun einnig horfa til verri vegar fyrir verkafólk verði ekkert að gert, það sýni sagan. „Hraðinn á sjálfvæðingunni núna er hins vegar fordæmalaus og við þurfum að grípa þá sem finna sig ekki í þessu breytta hagkerfi.“ Friðrik segir að einhæf störf séu í mestri hættu á að hverfa fyrst. Þetta eru til dæmis afgreiðslustörf og sú þróun er þegar hafin í stórverslunum, með sjálfsafgreiðslukössum. Hafa ber í huga að afgreiðslufólk hefur í áratugi verið bakbeinið í VR. „Það sem kemur kannski á óvart er að þessi störf eru alls ekki alltaf láglaunastörf,“ segir Friðrik. „Þetta á við um til dæmis fólk sem starfar í lögfræðigeiranum og lækna. Stór hluti þeirra vinnu mun verða sjálfvæddur í framtíðinni.“ Ef störf sem glatast verða mun fleiri en þau sem skapast mun verða mikið atvinnuleysi. Friðrik bendir á að svörtustu spár segi að 28 prósent íslensks vinnumarkaðar eigi verulega á hættu að verða sjálfvæddur á næstu 15 árum og önnur 60 prósent séu í nokkurri hættu. „Hér má ekki myndast samfélag þar sem yfirstéttin þarf ekki á starfsfólki að halda og aðrir verði bæði atvinnulausir og valdalausir,“ segir Friðrik. „Ég sé ekki hvernig hægt er að hafa samfélagslegan stöðugleika með svo hátt atvinnuleysi.“ Leiðir til að takast á við fjórðu iðnbyltinguna, að mati Friðriks, eru endurmenntun og að gefa starfsfólki meiri rödd á vinnustöðunum. Sjálfvæðingin verði að vera innleidd á þann hátt að starfsfólk geti aðlagast henni.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira