Samþykktu að halda áfram fjárveitingu til aðstandenda og eftirlifenda árásanna 11. september Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 22:13 Nafnarnir tveir, John Stewart og John Feal, hafa talað fyrir frumvarpinu. Vísir/Getty Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem kveður á um að styrktarsjóður ætlaður þeim sem slösuðust og fjölskyldum þeirra sem létust í árásunum á Tvíburaturnana 11. september 2001 verði fjármagnaður næstu áratugina. Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifi undir frumvarpið og þar með verði það leitt í lög. 97 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en tveir á móti. Sjóðnum var komið á fót árið 2001, skömmu eftir árásirnar, og greiddi fram til ársins 2004 um 7 milljarða dollara til eftirlifenda og aðstandenda þeirra sem létust. Sjóðurinn var síðan endurvakinn árið 2011 og árið 2015 samþykkti þingið að veita fé til sjóðsins til næstu fimm ára. Sjóðurinn hefði því verið lagður niður í desember á næsta ári, ef ekki væri fyrir nýsamþykkt frumvarp, sem gerir ráð fyrir fjárveitingum til sjóðsins allt til ársins 2090. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir frumvarpinu eru grínistinn Jon Stewart og pólitíski aktívistinn John Feal. Sá síðarnefndi var hluti af viðbragðsaðgerðum eftir árásirnar og slasaðist þegar stálbiti lenti á fæti hans. Honum voru þó ekki greiddar bætur þar sem slysið átti sér rétt utan þeirra 96 klukkustunda sem gátu liðið áður en fólk ætti ekki lengur rétt á bótum. Eftir það gerðist Feal talsmaður þeirra sem höfðu slasast í viðbragðsaðgerðum á Ground Zero, þar sem turnarnir stóðu áður. Í samtali við CNN sagðist Feal vera í sjöunda himni með ákvörðun þingsins. „Hjarta mitt er við það að springa úr gleði, vegna þeirra tuga þúsunda fólks sem beðið hefur eftir niðurstöðu í þessu máli, vitandi það að svo margir munu nú fá hjálp. Við fengum allt sem við báðum um,“ sagði Feal. Hann segist hafa tileinkað fimmtán árum af lífi sínu málstaðnum og að það myndi breyta honum ef frumvarpið yrði að lögum. „Sár mín geta loks fengið að gróa, andlega sem og líkamlega.“ Frumvarpið er nefnt eftir James Zadroga, Luis Alvarex og Ray Pfeifer. Fyrrnefndu tveir voru lögreglumenn en Pfeifer var slökkviliðsmaður. Þeir voru á meðal viðbragðsaðila á vettvangi eftir að árásirnar áttu sér stað. Þeir eru allir látnir en andlát þeirra eru rakin til heilsufarsvandamála sökum vinnu þeirra við Ground Zero. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem kveður á um að styrktarsjóður ætlaður þeim sem slösuðust og fjölskyldum þeirra sem létust í árásunum á Tvíburaturnana 11. september 2001 verði fjármagnaður næstu áratugina. Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifi undir frumvarpið og þar með verði það leitt í lög. 97 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en tveir á móti. Sjóðnum var komið á fót árið 2001, skömmu eftir árásirnar, og greiddi fram til ársins 2004 um 7 milljarða dollara til eftirlifenda og aðstandenda þeirra sem létust. Sjóðurinn var síðan endurvakinn árið 2011 og árið 2015 samþykkti þingið að veita fé til sjóðsins til næstu fimm ára. Sjóðurinn hefði því verið lagður niður í desember á næsta ári, ef ekki væri fyrir nýsamþykkt frumvarp, sem gerir ráð fyrir fjárveitingum til sjóðsins allt til ársins 2090. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir frumvarpinu eru grínistinn Jon Stewart og pólitíski aktívistinn John Feal. Sá síðarnefndi var hluti af viðbragðsaðgerðum eftir árásirnar og slasaðist þegar stálbiti lenti á fæti hans. Honum voru þó ekki greiddar bætur þar sem slysið átti sér rétt utan þeirra 96 klukkustunda sem gátu liðið áður en fólk ætti ekki lengur rétt á bótum. Eftir það gerðist Feal talsmaður þeirra sem höfðu slasast í viðbragðsaðgerðum á Ground Zero, þar sem turnarnir stóðu áður. Í samtali við CNN sagðist Feal vera í sjöunda himni með ákvörðun þingsins. „Hjarta mitt er við það að springa úr gleði, vegna þeirra tuga þúsunda fólks sem beðið hefur eftir niðurstöðu í þessu máli, vitandi það að svo margir munu nú fá hjálp. Við fengum allt sem við báðum um,“ sagði Feal. Hann segist hafa tileinkað fimmtán árum af lífi sínu málstaðnum og að það myndi breyta honum ef frumvarpið yrði að lögum. „Sár mín geta loks fengið að gróa, andlega sem og líkamlega.“ Frumvarpið er nefnt eftir James Zadroga, Luis Alvarex og Ray Pfeifer. Fyrrnefndu tveir voru lögreglumenn en Pfeifer var slökkviliðsmaður. Þeir voru á meðal viðbragðsaðila á vettvangi eftir að árásirnar áttu sér stað. Þeir eru allir látnir en andlát þeirra eru rakin til heilsufarsvandamála sökum vinnu þeirra við Ground Zero.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira