Lögreglumaður sem sagði að skjóta þyrfti þingkonu rekinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 14:34 Ocasio-Cortez er á meðal róttækra þingmanna demókrata sem náðu kjöri í þingkosningum í fyrra. Vísir/EPA Yfirvöld í Louisiana í Bandaríkjunum ráku tvo lögreglumenn vegna Facebook-færslu um að Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona Demókrataflokksins, ætti skilið að vera skotin. Ocasio-Cortez er ein fjögurra þingkvenna sem Donald Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarnar vikur og sagt að snúa til síns heima. Annar lögreglumaðurinn frá bænum Gretna skrifaði færslu á Facebook um grein þar sem var ranglega haft eftir Ocasio-Cortez að bandarískir hermenn væru ofaldir af launum sínum. Þar sagði hann að þingkonan þyrfti á „skoti“ að halda. Hinn lögreglumaðurinn sem var rekinn líkaði við færsluna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessi ógeðslegi hálfviti á skilið skot…og ég meina ekki þá tegund sem hún bar einu sinni fram,“ skrifaði lögregluþjónninn og vísaði þar til þess að Ocasio-Cortez var barþjónn í New York áður en hún komst inn á þing í fyrra. Lögreglustjórinn Í Gretna sagði að málið væri vandræðalegt fyrir embættið. Lögregluþjónarnir hefðu hagað sér ófagmannlega með því að tala um að beita sitjandi þingkonu ofbeldi.Bandarískum borgurum sagt að fara „heim“ Þrátt fyrir að Ocasio-Cortez sé fædd og alin í Bandaríkjunum var hún ein þeirra þingkvenna demókrata sem Trump tísti um að ætti að fara til síns heima fyrir rúmri viku. Rasísk ummæli forsetans hafa orðið að hitamáli vestanhafs síðan en hann hefur haldið áfram að vega að þingkonunum fjórum og vænt þær um að hata Bandaríkin og gyðinga. Þingkonurnar hafa brugðist við af krafti. Ocasio-Cortez tísti meðal annars að Trump væri „hvatvís rasisti“ sem láti flokk sinn vandræðast við að afsaka fordóma hans. Stuðningsmenn Trump kölluðu eftir því að hann ræki Ilhan Omar, þingkonu demókrata frá Minnesota, úr landi á kosningafundi á miðvikudag. Omar er eina þingkonan af þeim fjórum sem Trump gagnrýndi sem fæddist utan Bandaríkjanna. Hún flúði Sómalíu sem barn og settist að í Bandaríkjunum ung að árum. Ocasio-Cortez var einnig skotspónn landamæravarða í leynilegum Facebook-hópi sem upplýst var um fyrr í þessum mánuði. Usu þeir yfir hana svívirðingum og deildu unnum myndum sem sýndu hana í kynferðislegu ljósi, meðal annars með Trump forseta. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 „Ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. 18. júlí 2019 22:04 Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Sjá meira
Yfirvöld í Louisiana í Bandaríkjunum ráku tvo lögreglumenn vegna Facebook-færslu um að Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona Demókrataflokksins, ætti skilið að vera skotin. Ocasio-Cortez er ein fjögurra þingkvenna sem Donald Trump forseti hefur gagnrýnt linnulítið undanfarnar vikur og sagt að snúa til síns heima. Annar lögreglumaðurinn frá bænum Gretna skrifaði færslu á Facebook um grein þar sem var ranglega haft eftir Ocasio-Cortez að bandarískir hermenn væru ofaldir af launum sínum. Þar sagði hann að þingkonan þyrfti á „skoti“ að halda. Hinn lögreglumaðurinn sem var rekinn líkaði við færsluna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þessi ógeðslegi hálfviti á skilið skot…og ég meina ekki þá tegund sem hún bar einu sinni fram,“ skrifaði lögregluþjónninn og vísaði þar til þess að Ocasio-Cortez var barþjónn í New York áður en hún komst inn á þing í fyrra. Lögreglustjórinn Í Gretna sagði að málið væri vandræðalegt fyrir embættið. Lögregluþjónarnir hefðu hagað sér ófagmannlega með því að tala um að beita sitjandi þingkonu ofbeldi.Bandarískum borgurum sagt að fara „heim“ Þrátt fyrir að Ocasio-Cortez sé fædd og alin í Bandaríkjunum var hún ein þeirra þingkvenna demókrata sem Trump tísti um að ætti að fara til síns heima fyrir rúmri viku. Rasísk ummæli forsetans hafa orðið að hitamáli vestanhafs síðan en hann hefur haldið áfram að vega að þingkonunum fjórum og vænt þær um að hata Bandaríkin og gyðinga. Þingkonurnar hafa brugðist við af krafti. Ocasio-Cortez tísti meðal annars að Trump væri „hvatvís rasisti“ sem láti flokk sinn vandræðast við að afsaka fordóma hans. Stuðningsmenn Trump kölluðu eftir því að hann ræki Ilhan Omar, þingkonu demókrata frá Minnesota, úr landi á kosningafundi á miðvikudag. Omar er eina þingkonan af þeim fjórum sem Trump gagnrýndi sem fæddist utan Bandaríkjanna. Hún flúði Sómalíu sem barn og settist að í Bandaríkjunum ung að árum. Ocasio-Cortez var einnig skotspónn landamæravarða í leynilegum Facebook-hópi sem upplýst var um fyrr í þessum mánuði. Usu þeir yfir hana svívirðingum og deildu unnum myndum sem sýndu hana í kynferðislegu ljósi, meðal annars með Trump forseta.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15 „Ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. 18. júlí 2019 22:04 Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Stuðningsmenn báðu Trump um að reka þingkonu úr landi Bandaríkjaforseti hélt áfram árásum á fjórar frjálslyndar þingkonur. Stuðningsmenn hans svöruðu með því að kyrja um að hann ætti að reka eina þeirra úr landi. 18. júlí 2019 07:32
Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. 16. júlí 2019 23:15
„Ég sagði þetta ekki, þeir gerðu það“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst óánægður með stuðningsmenn sína sem kyrjuðu að forsetinn ætti að reka svarta þingkonu úr landi á baráttufundi í Norður-Karólínu í gærkvöldi. 18. júlí 2019 22:04
Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45
Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. 15. júlí 2019 14:31