Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2019 20:06 Ronaldo hefur staðfastlega neitað ásökunum á hendur sér. Vísir/Getty Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Þetta sögðu Bandarískir saksóknarar sem höfðu ásakanir á hendur honum til umfjöllunar í yfirlýsingu sem gefin var út í dag. Kathryn Mayorga hafði áður sakað Ronaldo um að hafa nauðgað sér á hóteli í Las Vegas í Bandaríkjunum árið 2009. Í yfirlýsingu saksóknara kom fram að ekki væri unnt að sanna sekt Ronaldo í málinu og það því fellt niður. „Engar ákærur eru í burðarliðunum,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Það var í lok september síðastliðinn sem Mayorga steig fram í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel þar sem hún sakaði Cristiano Ronaldo um að hafa nauðgað sér. Hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað árið 2009 og á Ronaldo að hafa greitt henni um 43 milljónir króna árið 2010 fyrir að segja ekki frá málinu opinberlega. Ronaldo, sem spilar með ítalska liðinu Juventus, hefur staðfastlega hafnað ásökununum. „Nauðgun er viðbjóðslegt brot sem stríðir gegn öllu því sem ég er og allt sem ég trúi á,“ sagði Ronaldo á Twitter, skömmu eftir að ásakanir Mayorga komu fram.I firmly deny the accusations being issued against me. Rape is an abominable crime that goes against everything that I am and believe in. Keen as I may be to clear my name, I refuse to feed the media spectacle created by people seeking to promote themselves at my expense. — Cristiano Ronaldo (@Cristiano) October 3, 2018 Bandaríkin Fótbolti Kynferðisofbeldi Portúgal Þýskaland Tengdar fréttir Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15 Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54 Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46 Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira
Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Þetta sögðu Bandarískir saksóknarar sem höfðu ásakanir á hendur honum til umfjöllunar í yfirlýsingu sem gefin var út í dag. Kathryn Mayorga hafði áður sakað Ronaldo um að hafa nauðgað sér á hóteli í Las Vegas í Bandaríkjunum árið 2009. Í yfirlýsingu saksóknara kom fram að ekki væri unnt að sanna sekt Ronaldo í málinu og það því fellt niður. „Engar ákærur eru í burðarliðunum,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Það var í lok september síðastliðinn sem Mayorga steig fram í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel þar sem hún sakaði Cristiano Ronaldo um að hafa nauðgað sér. Hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað árið 2009 og á Ronaldo að hafa greitt henni um 43 milljónir króna árið 2010 fyrir að segja ekki frá málinu opinberlega. Ronaldo, sem spilar með ítalska liðinu Juventus, hefur staðfastlega hafnað ásökununum. „Nauðgun er viðbjóðslegt brot sem stríðir gegn öllu því sem ég er og allt sem ég trúi á,“ sagði Ronaldo á Twitter, skömmu eftir að ásakanir Mayorga komu fram.I firmly deny the accusations being issued against me. Rape is an abominable crime that goes against everything that I am and believe in. Keen as I may be to clear my name, I refuse to feed the media spectacle created by people seeking to promote themselves at my expense. — Cristiano Ronaldo (@Cristiano) October 3, 2018
Bandaríkin Fótbolti Kynferðisofbeldi Portúgal Þýskaland Tengdar fréttir Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15 Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54 Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46 Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar Sjá meira
Mayorga stígur fram: Ég öskraði á hann Í fyrra var Cristiano Ronaldo sakaður um nauðgun á Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009 en Kathryn hefur nú komið fram til þess að lýsa atburðinum frekar. 30. september 2018 10:15
Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54
Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. 5. október 2018 20:46
Forsætisráðherra Portúgals kemur Ronaldo til varnar vegna nauðgunarásakana Portúgalski forsætisráðherrann, Antonio Costa hefur komið landa sínum, Cristiano Ronaldo til varnar eftir ásakanir á hendur þess síðarnefnda um nauðgun í Las Vegas fyrir níu árum. 7. október 2018 11:30