Áttfætlan langleggur fannst óvænt í Surtsey Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 10:45 Áttfætlan langleggur fannst í Surtsey í síðustu viku. erling ólafsson Farið var í árlegan leiðangur vísindamanna út í Surtsey í síðustu viku. Í leiðangrinum fundust þrjár nýjar tegundir, ein ný plöntutegund og tvær nýjar pöddutegundir. Fjallað er um leiðangurinn á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands en það eru líffræðingar stofnunarinnar sem fara árlega í eyjuna. Þá var sérfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands með í för sem og tveir fornleifafræðingar og landvörður frá Umhverfisstofnun. Nýja plöntutegundin sem fannst í leiðangrinum er hóffífill. Sölnuð laufblöð sýndu að fífillinn hefur einnig verið í eynni síðasta sumar og er talið líklegt að hann hafi borist með vindum til eyjarinnar. Þrátt fyrir þessa nýju tegund hefur fækkað um eina plöntutegund í Surtsey frá því í fyrra þar sem tvær tegundir, hnjáliðagras og ljónslappi fundust ekki á lífi nú. Hnjáliðagras hafði vaxið á eynni í áraraðir en ljónslappi fannst nýr árið 2015. Nýju pöddutegundirnar eru síðan annars vegar hvannuxi, bjöllutegund af ætt jötunuxa, og áttfætlan langleggur. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að mjög óvænt hafi verið að finna áttfætluna langlegg í Surtsey: „Þó hann sé algeng tegund á landinu og útbreidd var ólíklegt talið hann myndi berast svo langt á haf út til að nema nýtt land. Tvö eintök fundust og bendir það til þess að langleggurinn sé mættur til leiks í eynni,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar þar sem lesa má nánar um leiðangur vísindamannanna. Surtsey varð til í Surtseyjargosinu sem stóð frá því í nóvember 1963 þar til í júní 1967. Eyjan var friðlýst árið 1965 og fer Umhverfisstofnun með umsjón friðlandsins. Ekki er leyfilegt að fara í eyna eða að kafa við hana nema með leyfi stofnunarinnar. Dýr Surtsey Vísindi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Farið var í árlegan leiðangur vísindamanna út í Surtsey í síðustu viku. Í leiðangrinum fundust þrjár nýjar tegundir, ein ný plöntutegund og tvær nýjar pöddutegundir. Fjallað er um leiðangurinn á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands en það eru líffræðingar stofnunarinnar sem fara árlega í eyjuna. Þá var sérfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands með í för sem og tveir fornleifafræðingar og landvörður frá Umhverfisstofnun. Nýja plöntutegundin sem fannst í leiðangrinum er hóffífill. Sölnuð laufblöð sýndu að fífillinn hefur einnig verið í eynni síðasta sumar og er talið líklegt að hann hafi borist með vindum til eyjarinnar. Þrátt fyrir þessa nýju tegund hefur fækkað um eina plöntutegund í Surtsey frá því í fyrra þar sem tvær tegundir, hnjáliðagras og ljónslappi fundust ekki á lífi nú. Hnjáliðagras hafði vaxið á eynni í áraraðir en ljónslappi fannst nýr árið 2015. Nýju pöddutegundirnar eru síðan annars vegar hvannuxi, bjöllutegund af ætt jötunuxa, og áttfætlan langleggur. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að mjög óvænt hafi verið að finna áttfætluna langlegg í Surtsey: „Þó hann sé algeng tegund á landinu og útbreidd var ólíklegt talið hann myndi berast svo langt á haf út til að nema nýtt land. Tvö eintök fundust og bendir það til þess að langleggurinn sé mættur til leiks í eynni,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar þar sem lesa má nánar um leiðangur vísindamannanna. Surtsey varð til í Surtseyjargosinu sem stóð frá því í nóvember 1963 þar til í júní 1967. Eyjan var friðlýst árið 1965 og fer Umhverfisstofnun með umsjón friðlandsins. Ekki er leyfilegt að fara í eyna eða að kafa við hana nema með leyfi stofnunarinnar.
Dýr Surtsey Vísindi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira