Segja kínverskt félag vera að bjóða Bale 156 milljónir króna í vikulaun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 08:30 Gareth Bale vann þennan glæsilega bikar fjórum sinnum með Real Madrid. Getty/ Etsuo Hara Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, talaði um það um helgina að Gareth Bale væri kominn hálfa leið út um dyrnar hjá Real Madrid því spænska félagið væri búið að finna kaupanda. Nú lítur út fyrir að Bale sé á leiðinni til Kína en ekki til Englands. Telegraph segir frá áhuga kínverska félagsins Beijing Guoan á að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid og gera hann um leið að launahæsta fótboltamanninum í sögu kínverska fótboltans.Exclusive: Beijing Guoan want to make Gareth Bale highest-paid player in Chinese football history | @Matt_Law_DThttps://t.co/VgENIweZRR — Telegraph Football (@TeleFootball) July 21, 2019 Góð laun Gareth Bale hjá Real Madrid, um 600 þúsund pund á viku eða 94 milljónir íslenskar, eru hluti af vandamáli spænska félagsins nú þegar Zinedine Zidane við losna við velsku stjörnuna. Það eiga fá félög möguleika á að greiða þessu laun. Kínverjarnir ætla hins vegar að koma til bjargar því þeir ætla að gera meira en að greiða Bale þessi laun. Beijing Guoan er sagt tilbúið að borga Gareth Bale eina milljón pund á viku eða 156 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Sú tala kom fram í frétt Mirror um tilboð Kínverjanna. Beijing Guoan er eitt ríkasta félagið í Asíu og þeir eru nýbúnir að kaupa Cedric Bakambu frá Villarreal en hann er sagður frá 300 þúsund pund í vikulaun eða 47 milljónir íslenskra króna.Is Gareth Bale about to become the highest-paid player in Chinese football history? Here's what the papers say: https://t.co/CnceWTdKxSpic.twitter.com/HMVyRq3lbq — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019 Launahæsti leikmaður kínversku deildarinnar í dag er Argentínumaðurinn Ezequiel Lavezzi sem Football Leaks segir að fái í 798 þúsund pund í vikulaun frá félaginu Hebei China Fortune eða 125 milljónir íslenskra króna. Carlos Tevez fékk 650 þúsund pund í vikulaun, 102 milljónir króna, frá Shanghai Shenhua á sínum tíma. Gareth Bale hefur spilað með Real Madrid síðan að spænska félagið keypti hann fyrir 86 milljónir punda frá Tottenham árið 2016. Hann hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum með félaginu. Af einhverjum ástæðum þá vill Zinedine Zidane ekki sjá hann og er ekkert að fela það. Umboðsmaður Bale, Jonathan Barnett, sagði það skammarlegt hvernig Frakkinn talaði um skjólstæðing sinn miðað við hvað Bale hefur gert fyrir Real Madrid á þessum sex árum. Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvað 156 milljónir króna á viku er mikill peningur. Bale fengi þá 22 milljónir á hverjum degi, 933 þúsund krónur á hverjum klukkutíma og 15 þúsund og fimm hundruð krónur fyrir hverja einustu mínútu.£1m-per-week £142,857-per-day £5,952-per-hour ?? £99-per-minute £52m-per-year to play in China - how can Gareth Bale say no?! https://t.co/J2LhVQ9K8A — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 21, 2019 Kína Spánn Spænski boltinn Wales Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, talaði um það um helgina að Gareth Bale væri kominn hálfa leið út um dyrnar hjá Real Madrid því spænska félagið væri búið að finna kaupanda. Nú lítur út fyrir að Bale sé á leiðinni til Kína en ekki til Englands. Telegraph segir frá áhuga kínverska félagsins Beijing Guoan á að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid og gera hann um leið að launahæsta fótboltamanninum í sögu kínverska fótboltans.Exclusive: Beijing Guoan want to make Gareth Bale highest-paid player in Chinese football history | @Matt_Law_DThttps://t.co/VgENIweZRR — Telegraph Football (@TeleFootball) July 21, 2019 Góð laun Gareth Bale hjá Real Madrid, um 600 þúsund pund á viku eða 94 milljónir íslenskar, eru hluti af vandamáli spænska félagsins nú þegar Zinedine Zidane við losna við velsku stjörnuna. Það eiga fá félög möguleika á að greiða þessu laun. Kínverjarnir ætla hins vegar að koma til bjargar því þeir ætla að gera meira en að greiða Bale þessi laun. Beijing Guoan er sagt tilbúið að borga Gareth Bale eina milljón pund á viku eða 156 milljónir íslenskra króna í vikulaun. Sú tala kom fram í frétt Mirror um tilboð Kínverjanna. Beijing Guoan er eitt ríkasta félagið í Asíu og þeir eru nýbúnir að kaupa Cedric Bakambu frá Villarreal en hann er sagður frá 300 þúsund pund í vikulaun eða 47 milljónir íslenskra króna.Is Gareth Bale about to become the highest-paid player in Chinese football history? Here's what the papers say: https://t.co/CnceWTdKxSpic.twitter.com/HMVyRq3lbq — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019 Launahæsti leikmaður kínversku deildarinnar í dag er Argentínumaðurinn Ezequiel Lavezzi sem Football Leaks segir að fái í 798 þúsund pund í vikulaun frá félaginu Hebei China Fortune eða 125 milljónir íslenskra króna. Carlos Tevez fékk 650 þúsund pund í vikulaun, 102 milljónir króna, frá Shanghai Shenhua á sínum tíma. Gareth Bale hefur spilað með Real Madrid síðan að spænska félagið keypti hann fyrir 86 milljónir punda frá Tottenham árið 2016. Hann hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum með félaginu. Af einhverjum ástæðum þá vill Zinedine Zidane ekki sjá hann og er ekkert að fela það. Umboðsmaður Bale, Jonathan Barnett, sagði það skammarlegt hvernig Frakkinn talaði um skjólstæðing sinn miðað við hvað Bale hefur gert fyrir Real Madrid á þessum sex árum. Það er athyglisvert að velta fyrir sér hvað 156 milljónir króna á viku er mikill peningur. Bale fengi þá 22 milljónir á hverjum degi, 933 þúsund krónur á hverjum klukkutíma og 15 þúsund og fimm hundruð krónur fyrir hverja einustu mínútu.£1m-per-week £142,857-per-day £5,952-per-hour ?? £99-per-minute £52m-per-year to play in China - how can Gareth Bale say no?! https://t.co/J2LhVQ9K8A — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 21, 2019
Kína Spánn Spænski boltinn Wales Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira