Segir umræðu um tjáningarfrelsi forréttindamiðaða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 21. júlí 2019 13:03 Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræðum, segir að auka þurfi fræðslu og umræðu í samfélaginu um hatursglæpi. Lög um hatursorðræðu voru sett á árið 1973 og eru því ekki ný af nálinni bendir fyrrverandi lögreglufulltrúi á, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hugsi þetta oft sem eitthvað nýtilkomið hugtak en að svo sé ekki. Að hennar mati þurfi að skýra lögin hvað varðar haturorðræðu, haturstjáningu og hatursglæpi. Þunn lína sé á milli þess að vera með fordóma eða haturstjáningu. Umræðan um hatursorðræðu spratt upp eftir að lögreglan fékk til rannsóknar mál þriggja múslímskra kvenna sem áreittar voru í verslunarkjarna í Breiðholti í síðustu viku, vegna uppruna síns. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þær, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Lögreglan rannsakar málið sem hatursglæp. Eyrún Eyþórsdóttir, fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé bannað með lögum að vera með fordóma eða tjá sig á neikvæðan hátt um einhvern. Munur sé milli haturorðræðu og tjáningarfrelsis. „Með þessum lögum er verið að reyna að fanga þegar þessi neikvæðu viðhorf eru komin í almannarými og sett fram með neikvæðum hætti. Þetta er orðið brot þegar annað hvort er verið að upphefja einn hóp fram yfir annan eða þegar verið er að rógbera og smána. Fyrr á árinu lagði Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, fram frumvarp að þrengja ætti gildissvið laga um haturorðræðu. Eyrún telur að þar hafi of mikil áhersla verið lögð á tjáningarfrelsi en allt of lítið rætt um afleiðingar haturstjáningar. „Mér finnst þessi umræða um tjáningarfrelsi vera forréttindamiðuð. Hún snýst alltaf um þennan rétt fólks til og verið er að setja það fram með þeim hætti að þín frjálsa tjáning sé mikilvægari en réttindi fólks til friðhelgi einkalífsins.“ „Það þarf enginn að tjá sig með hatursfullum hætti. Það er hægt að segja alla hluti án þess að beina því beint gegn fólki með hatursfullum hætti gagnvart fólki sem er kannski jaðarsett eða í viðkvæmri stöðu í samfélaginu, sagði Eyrún.“ Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. 16. júlí 2019 22:41 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Lög um hatursorðræðu voru sett á árið 1973 og eru því ekki ný af nálinni bendir fyrrverandi lögreglufulltrúi á, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hugsi þetta oft sem eitthvað nýtilkomið hugtak en að svo sé ekki. Að hennar mati þurfi að skýra lögin hvað varðar haturorðræðu, haturstjáningu og hatursglæpi. Þunn lína sé á milli þess að vera með fordóma eða haturstjáningu. Umræðan um hatursorðræðu spratt upp eftir að lögreglan fékk til rannsóknar mál þriggja múslímskra kvenna sem áreittar voru í verslunarkjarna í Breiðholti í síðustu viku, vegna uppruna síns. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þær, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Lögreglan rannsakar málið sem hatursglæp. Eyrún Eyþórsdóttir, fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé bannað með lögum að vera með fordóma eða tjá sig á neikvæðan hátt um einhvern. Munur sé milli haturorðræðu og tjáningarfrelsis. „Með þessum lögum er verið að reyna að fanga þegar þessi neikvæðu viðhorf eru komin í almannarými og sett fram með neikvæðum hætti. Þetta er orðið brot þegar annað hvort er verið að upphefja einn hóp fram yfir annan eða þegar verið er að rógbera og smána. Fyrr á árinu lagði Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, fram frumvarp að þrengja ætti gildissvið laga um haturorðræðu. Eyrún telur að þar hafi of mikil áhersla verið lögð á tjáningarfrelsi en allt of lítið rætt um afleiðingar haturstjáningar. „Mér finnst þessi umræða um tjáningarfrelsi vera forréttindamiðuð. Hún snýst alltaf um þennan rétt fólks til og verið er að setja það fram með þeim hætti að þín frjálsa tjáning sé mikilvægari en réttindi fólks til friðhelgi einkalífsins.“ „Það þarf enginn að tjá sig með hatursfullum hætti. Það er hægt að segja alla hluti án þess að beina því beint gegn fólki með hatursfullum hætti gagnvart fólki sem er kannski jaðarsett eða í viðkvæmri stöðu í samfélaginu, sagði Eyrún.“
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. 16. júlí 2019 22:41 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18
Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. 16. júlí 2019 22:41
Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45
Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15