Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2019 20:40 Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu. Getty/MediaNewsGroup Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. AP greinir frá. Talið er líklegt að löggjöfinni verði skotið til dómstóla sem munu úrskurða hvort þau standist stjórnarskrá Bandaríkjanna. Úrskurði dómstólar á þá vegu að lögin þyki standast stjórnarskrá munu frambjóðendur þurfa að skila skattaskýrslum sínum fyrir síðustu fimm ár að minnsta kosti 98 dögum fyrir prófkjör síns flokks sem fram fer 3. mars næstkomandi. Skýrslurnar verða svo birtar almenningi á Internetinu. Gerð var tilraun til þess að setja samskonar löggjöf í Kaliforníu árið 2017 en þá beitti þáverandi ríkisstjóri, demókratinn Jerry Brown, neitunarvaldi sínu. Brown sagðist þá efast um að lögin stæðust stjórnarskrá og hafði áhyggjur af þeirri vegferð sem löggjafinn var á. Eins og áður sagði hafa lögin verið sögð hafa verið sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump, en sá hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki viljað birta gögn úr skattaskýrslum sínum. Framboð Trump hefur brugðist við lögunum og hefur sagt þau stangast á við stjórnarskrá, góð ástæða hafi verið fyrir því að Jerry Brown hafi beitt neitunarvaldi árið 2017. Enginn frambjóðandi sem talinn er líklegur til stórræða hefur boðið sig fram gegn Trump í Repúblikanaflokknum og því er talið að hann geti sleppt prófkjöri flokksins í Kaliforníu verði lögin í gildi þegar að því kemur. Talið er að sá fjöldi kjörmanna sem hann fengi í öðrum ríkjum Bandaríkjanna muni duga til þess að tryggja honum tilnefningu Repúblikanaflokksins öðru sinni. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. AP greinir frá. Talið er líklegt að löggjöfinni verði skotið til dómstóla sem munu úrskurða hvort þau standist stjórnarskrá Bandaríkjanna. Úrskurði dómstólar á þá vegu að lögin þyki standast stjórnarskrá munu frambjóðendur þurfa að skila skattaskýrslum sínum fyrir síðustu fimm ár að minnsta kosti 98 dögum fyrir prófkjör síns flokks sem fram fer 3. mars næstkomandi. Skýrslurnar verða svo birtar almenningi á Internetinu. Gerð var tilraun til þess að setja samskonar löggjöf í Kaliforníu árið 2017 en þá beitti þáverandi ríkisstjóri, demókratinn Jerry Brown, neitunarvaldi sínu. Brown sagðist þá efast um að lögin stæðust stjórnarskrá og hafði áhyggjur af þeirri vegferð sem löggjafinn var á. Eins og áður sagði hafa lögin verið sögð hafa verið sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump, en sá hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki viljað birta gögn úr skattaskýrslum sínum. Framboð Trump hefur brugðist við lögunum og hefur sagt þau stangast á við stjórnarskrá, góð ástæða hafi verið fyrir því að Jerry Brown hafi beitt neitunarvaldi árið 2017. Enginn frambjóðandi sem talinn er líklegur til stórræða hefur boðið sig fram gegn Trump í Repúblikanaflokknum og því er talið að hann geti sleppt prófkjöri flokksins í Kaliforníu verði lögin í gildi þegar að því kemur. Talið er að sá fjöldi kjörmanna sem hann fengi í öðrum ríkjum Bandaríkjanna muni duga til þess að tryggja honum tilnefningu Repúblikanaflokksins öðru sinni.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira