Martröð foreldra Kolbrún Baldursdóttir skrifar 30. júlí 2019 07:00 Martröð foreldra er að börn þeirra leiðist út í fíkniefnaneyslu. Langoftast er einhver aðdragandi sem birtist á heimilinu og í skólanum. Barn sem byrjar að neyta harðra efna fer oft hratt niður. Hefja þarf því greiningarferlið strax og meðferð í kjölfarið. Hér getur verið spurning um líf eða dauða. Þegar kemur að raunveruleikanum í þessum efnum eru ýmsar hindranir og úrræðaleysi.Greining og meðferð Fyrsta hindrunin er að komast í greiningu. Án greiningar, sem oftast samanstendur af vitsmunaþroskamati, mati á líðan og ADHD skimun, fæst ekki aðgangur að BUGL. Landspítalinn þjónustar ekki ungmenni í neyslu- og fíknivanda, veitir þeim hvorki afeitrunarmeðferð né bráðameðferð þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra hafi falið Landspítalanum að sinna börnum í neyslu. Af hverju hefur Landspítalanum ekki tekist að fylgja fyrirmælum ráðherra? Ráðherra hefur samið við SÁÁ um að annast meðferð fyrir börn en í kjölfarið tekur ekkert við. Álagið á fjölskyldur barna í neyslu er gríðarlegt og að baki einu barni er fjölskylda í angist. Hægagangur og andvaraleysi stjórnvalda Íslenskt samfélag, borg og ríki hafa staðið sig illa í þessum málum. Barn á grunnskólaaldri á rétt á að fá vanda sinn greindan eins og Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla kveður á um. En biðlistar eru langir og dæmi eru um að börn séu enn á biðlista þegar þau ljúka grunnskóla. Þeir foreldrar sem hafa efni á, grípa til þess ráðs að kaupa greiningu hjá einkaaðila fyrir að lágmarki 150.000 kr. Hjá Reykjavíkurborg hefur málaflokkurinn ekki verið í forgangi. Í staðinn fyrir að fjölga sálfræðingum hefur meirihlutinn í borgarstjórn ákveðið að draga úr greiningum. Ráðamenn í borginni hafa í mörg ár staðið sig illa þegar kemur að greiningum og sálfræðiþjónustu við börn. Fjármagni hefur frekar verið varið í aðra hluti en að auka og tryggja þjónustu við börn á hinum ýmsu sviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Martröð foreldra er að börn þeirra leiðist út í fíkniefnaneyslu. Langoftast er einhver aðdragandi sem birtist á heimilinu og í skólanum. Barn sem byrjar að neyta harðra efna fer oft hratt niður. Hefja þarf því greiningarferlið strax og meðferð í kjölfarið. Hér getur verið spurning um líf eða dauða. Þegar kemur að raunveruleikanum í þessum efnum eru ýmsar hindranir og úrræðaleysi.Greining og meðferð Fyrsta hindrunin er að komast í greiningu. Án greiningar, sem oftast samanstendur af vitsmunaþroskamati, mati á líðan og ADHD skimun, fæst ekki aðgangur að BUGL. Landspítalinn þjónustar ekki ungmenni í neyslu- og fíknivanda, veitir þeim hvorki afeitrunarmeðferð né bráðameðferð þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra hafi falið Landspítalanum að sinna börnum í neyslu. Af hverju hefur Landspítalanum ekki tekist að fylgja fyrirmælum ráðherra? Ráðherra hefur samið við SÁÁ um að annast meðferð fyrir börn en í kjölfarið tekur ekkert við. Álagið á fjölskyldur barna í neyslu er gríðarlegt og að baki einu barni er fjölskylda í angist. Hægagangur og andvaraleysi stjórnvalda Íslenskt samfélag, borg og ríki hafa staðið sig illa í þessum málum. Barn á grunnskólaaldri á rétt á að fá vanda sinn greindan eins og Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla kveður á um. En biðlistar eru langir og dæmi eru um að börn séu enn á biðlista þegar þau ljúka grunnskóla. Þeir foreldrar sem hafa efni á, grípa til þess ráðs að kaupa greiningu hjá einkaaðila fyrir að lágmarki 150.000 kr. Hjá Reykjavíkurborg hefur málaflokkurinn ekki verið í forgangi. Í staðinn fyrir að fjölga sálfræðingum hefur meirihlutinn í borgarstjórn ákveðið að draga úr greiningum. Ráðamenn í borginni hafa í mörg ár staðið sig illa þegar kemur að greiningum og sálfræðiþjónustu við börn. Fjármagni hefur frekar verið varið í aðra hluti en að auka og tryggja þjónustu við börn á hinum ýmsu sviðum.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar