Ekki verið tilkynnt um tillögu um Fjarðarheiðargöng Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2019 17:57 Samgöngur til og frá Seyðisfjarðar um Fjarðarheiði geta verið strembnar á öllum árstímum. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar segist ekki hafa verið tilkynnt um að jarðgöng undir Fjarðarheiði hafi orðið ofan á hjá nefnd sem kannaði hvernig best væri að tengja Seyðisfjörð við aðra byggð á Austurlandi. Ríkisútvarpið sagði frá því í dag að nefndin legði til langlengstu jarðgöng á landinu á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Göngin yrðu 13,5 kílómetrar að lengd og kostuðu 25 milljarðar króna samkvæmt kostnaðarmati í samgönguáætlun. RÚV segir að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, ætli að kynna skýrslu nefndarinnar á miðvikudag en að það hafi heimildir fyrir því að nefndin leggi til göng undir Fjarðarheiði. Í samtali við Vísi segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, að bæjarstjórninni hafi ekki verið tilkynnt um neina niðurstöðu formlega. Mikil leynd hafi hvílt yfir störfum nefndarinnar og segist hún bíða niðurstöðurnar, sem ráðherra geri væntanlega grein fyrir á fundi í næstu viku, spennt. „Þetta er það sem við höfum sagt að við viljum allan tímann. Auðvitað vona ég að það verði ofan á,“ segir hún um möguleg göng undir Fjarðarheiði.Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Lokast og verður illfær að vetri Íbúar á Seyðisfirði hafa verið ósáttir við samgöngur sínar en Fjarðarheiði, einn hæsti þjóðvegur landsins, lokast eða verður illfær reglulega að vetri. Heiðin er 640 metrar þar sem hún er hæst og er sá kafli um tíu kílómetrar að lengd. Aðalheiður segir að því séu aðstæður oft erfiðar á heiðinni. Það eigi ekki aðeins við á veturna því erfitt geti verið fyrir þá sem ekki þekkja til að keyra hana í blindaþoku sem gjarnan gerir þar. Margir treysti sér ekki til að aka heiðina. „Þetta er talsverður farartálmi,“ segir hún. Að sögn RÚV leggur nefndin til að eftir Fjarðarheiðargöng væri hægt að ráðast í framkvæmdir við önnur göng frá Seyðifirði til Mjóafjarðar og þaðan áfram til Norðfjarðar. Þá væri hægt að keyra um Austfirði án þess að fara yfir heiðar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa 673 manns á Seyðisfirði. Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar segist ekki hafa verið tilkynnt um að jarðgöng undir Fjarðarheiði hafi orðið ofan á hjá nefnd sem kannaði hvernig best væri að tengja Seyðisfjörð við aðra byggð á Austurlandi. Ríkisútvarpið sagði frá því í dag að nefndin legði til langlengstu jarðgöng á landinu á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Göngin yrðu 13,5 kílómetrar að lengd og kostuðu 25 milljarðar króna samkvæmt kostnaðarmati í samgönguáætlun. RÚV segir að Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, ætli að kynna skýrslu nefndarinnar á miðvikudag en að það hafi heimildir fyrir því að nefndin leggi til göng undir Fjarðarheiði. Í samtali við Vísi segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, að bæjarstjórninni hafi ekki verið tilkynnt um neina niðurstöðu formlega. Mikil leynd hafi hvílt yfir störfum nefndarinnar og segist hún bíða niðurstöðurnar, sem ráðherra geri væntanlega grein fyrir á fundi í næstu viku, spennt. „Þetta er það sem við höfum sagt að við viljum allan tímann. Auðvitað vona ég að það verði ofan á,“ segir hún um möguleg göng undir Fjarðarheiði.Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Lokast og verður illfær að vetri Íbúar á Seyðisfirði hafa verið ósáttir við samgöngur sínar en Fjarðarheiði, einn hæsti þjóðvegur landsins, lokast eða verður illfær reglulega að vetri. Heiðin er 640 metrar þar sem hún er hæst og er sá kafli um tíu kílómetrar að lengd. Aðalheiður segir að því séu aðstæður oft erfiðar á heiðinni. Það eigi ekki aðeins við á veturna því erfitt geti verið fyrir þá sem ekki þekkja til að keyra hana í blindaþoku sem gjarnan gerir þar. Margir treysti sér ekki til að aka heiðina. „Þetta er talsverður farartálmi,“ segir hún. Að sögn RÚV leggur nefndin til að eftir Fjarðarheiðargöng væri hægt að ráðast í framkvæmdir við önnur göng frá Seyðifirði til Mjóafjarðar og þaðan áfram til Norðfjarðar. Þá væri hægt að keyra um Austfirði án þess að fara yfir heiðar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa 673 manns á Seyðisfirði.
Fljótsdalshérað Samgöngur Seyðisfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira