Kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar 150 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2019 14:23 Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion. Kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar H. Ólafsonar nemur 150 milljónum króna. Greint er frá þessu í reikningsskilum Arion banka fyrir annan ársfjórðung árið 2019 en Mbl.is sagði fyrst frá. Höskuldur ákvað að segja starfi sínu lausu í apríl síðastliðnum en þá hafði hann stýrt bankanum í níu ár. Þegar Höskuldur sagði starfi sínu laus hafði Arion-banki tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri vegna gjaldþrota kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air síðastliðinn vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Þá tók Arion á sig þó nokkuð tap vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Wikileaks gegn Valitor. Þegar Höskuldur hafði sagt starfi sínu lausu fór hann í viðtal við Ríkisútvarpið þar sem hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið vel undir hans stjórn. Bankinn hafi verið með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW air hafi verið undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Líkt og áður segir er kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar 150 milljónir króna en ekki eru um að ræða eingreiðslu heldur greiðist sú upphæð yfir nokkurra mánaða tímabil og eru launatengd gjöld þar með talin. Ekki var gerður eiginlegur starfslokasamningur við Höskuld heldur stuðst við samning sem var gerður við hann árið 2017. Laun og árangurstengdar greiðslur til Höskuldar námu alls 71,2 milljónum árið 2017. Íslenskir bankar United Silicon WOW Air Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sjá meira
Kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar H. Ólafsonar nemur 150 milljónum króna. Greint er frá þessu í reikningsskilum Arion banka fyrir annan ársfjórðung árið 2019 en Mbl.is sagði fyrst frá. Höskuldur ákvað að segja starfi sínu lausu í apríl síðastliðnum en þá hafði hann stýrt bankanum í níu ár. Þegar Höskuldur sagði starfi sínu laus hafði Arion-banki tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri vegna gjaldþrota kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air síðastliðinn vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Þá tók Arion á sig þó nokkuð tap vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Wikileaks gegn Valitor. Þegar Höskuldur hafði sagt starfi sínu lausu fór hann í viðtal við Ríkisútvarpið þar sem hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið vel undir hans stjórn. Bankinn hafi verið með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW air hafi verið undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Líkt og áður segir er kostnaður Arion vegna starfsloka Höskuldar 150 milljónir króna en ekki eru um að ræða eingreiðslu heldur greiðist sú upphæð yfir nokkurra mánaða tímabil og eru launatengd gjöld þar með talin. Ekki var gerður eiginlegur starfslokasamningur við Höskuld heldur stuðst við samning sem var gerður við hann árið 2017. Laun og árangurstengdar greiðslur til Höskuldar námu alls 71,2 milljónum árið 2017.
Íslenskir bankar United Silicon WOW Air Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sjá meira