Besta körfuboltalið allra tíma vann Ólympíugull á þessum degi fyrir 27 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 23:30 Larry Bird, Scottie Pippen, Michael Jordan, Clyde Drexler og Karl Malone á verðlaunapallinum 8. ágúst 1992. Getty/Richard Mackson 8. ágúst 1992 stigu tólf stoltir bandarískir körfuboltamenn upp á verðlaunapall á Ólympíuleikunum í Barcelona. Þeir höfðu myndað fyrsta draumalið körfuboltans og höfðu boðið upp á tveggja vikna körfuboltasýningu á leikunum. Draumalið Bandaríkjanna á ÓL 1992 var skipað ellefu af bestu körfuboltamönnum allra tíma og einum háskólaleikmanni, Christian Laettner. Þetta var í fyrsta sinn sem atvinnumenn fengu að spila á Ólympíuleikunum og í framhaldi varð NBA-körfuboltinn gríðarlega vinsæll út um allan heim. Í aðalhlutverkum í bandaríska liðinu voru menn eins og Michael Jordan, Magic Johnson, Karl Malone, Charles Barkley, Chris Mullin og Larry Bird.Twenty-seven years ago today, the "Dream Team"—featuring NBA players for the first time—won gold at the '92 Olympics The team: Magic Charles Barkley Chris Mullin John Stockton Karl Malone Clyde MJ Scottie Pippen Larry Bird Patrick Ewing Christian Laettner David Robinson pic.twitter.com/Ch7YMd5nHA — Bleacher Report (@BleacherReport) August 8, 2019 Þarna voru líka frábærir leikmenn eins og þeir Clyde Drexler, Patrick Ewing, Scottie Pippen, David Robinson og John Stockton. Bandaríska liðið vann alla leiki sína á Ólympíuleikunum og það með 44 stigum að meðaltali í leik. Í úrslitaleiknum mætti bandaríska liðið Króatíu og vann leikinn með 32 stigum, 117-85. Bandaríkjamenn höfðu unnið Króatana með 33 stigum í riðlinum, 103-70. Stærsti sigurinn var á móti Angóla í fyrsta leik en Bandaríkjamenn unnu hann með 68 stiga mun eða 116-48.On this day in 1992, The Dream Team won gold at the Olympics in Barcelona Greatest basketball team ever assembled? pic.twitter.com/PuDJnruTxY — Yahoo Sports (@YahooSports) August 8, 2019 Charles Barkley var stigahæsti leikmaður bandaríska liðsins á leikunum en hann skorað 18,0 stig að meðaltali í leik á leikunum. Barkley nýtti 71 prósent skota sinna þar af 7 af 8 þriggja stiga skotum (87,5%). Michael Jordan var bæði næst stigahæstur (14,9 stig í leik) og þriðji stoðsendingahæstur (4,8 stoðsendingar í leik). Scottie Pippen gaf flestar stoðsendingar eða 5,9 í leik en Magic Johnson var með 5,5 stoðsendingar að meðaltali. Auk Barkley og Jordan voru þrír aðrir leikmenn með meira en tíu stig að meðaltali í leik eða þeir Karl Malone (13,0), Chris Mullin (12,9) og Clyde Drexler (10,5). Allir leikmenn nema Christian Laettner og John Stockton voru með meira en átta stig að meðaltali í leik. Patrick Ewing og Karl Malone tóku flest fráköst eða 5,3 að meðaltali en Barkley og David Robinson komu næstir með 4,1 frákast í leik.27 years ago today, the "Greatest Team of All-Time" won Gold in the 1992 Olympics. The DREAM TEAM went undefeated, winning by an average of 44 points (68 was the largest margin of victory): https://t.co/KobIWQqhOEpic.twitter.com/JYCcsK7qD0 — Ballislife.com (@Ballislife) August 8, 2019 Bandaríkin NBA Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
8. ágúst 1992 stigu tólf stoltir bandarískir körfuboltamenn upp á verðlaunapall á Ólympíuleikunum í Barcelona. Þeir höfðu myndað fyrsta draumalið körfuboltans og höfðu boðið upp á tveggja vikna körfuboltasýningu á leikunum. Draumalið Bandaríkjanna á ÓL 1992 var skipað ellefu af bestu körfuboltamönnum allra tíma og einum háskólaleikmanni, Christian Laettner. Þetta var í fyrsta sinn sem atvinnumenn fengu að spila á Ólympíuleikunum og í framhaldi varð NBA-körfuboltinn gríðarlega vinsæll út um allan heim. Í aðalhlutverkum í bandaríska liðinu voru menn eins og Michael Jordan, Magic Johnson, Karl Malone, Charles Barkley, Chris Mullin og Larry Bird.Twenty-seven years ago today, the "Dream Team"—featuring NBA players for the first time—won gold at the '92 Olympics The team: Magic Charles Barkley Chris Mullin John Stockton Karl Malone Clyde MJ Scottie Pippen Larry Bird Patrick Ewing Christian Laettner David Robinson pic.twitter.com/Ch7YMd5nHA — Bleacher Report (@BleacherReport) August 8, 2019 Þarna voru líka frábærir leikmenn eins og þeir Clyde Drexler, Patrick Ewing, Scottie Pippen, David Robinson og John Stockton. Bandaríska liðið vann alla leiki sína á Ólympíuleikunum og það með 44 stigum að meðaltali í leik. Í úrslitaleiknum mætti bandaríska liðið Króatíu og vann leikinn með 32 stigum, 117-85. Bandaríkjamenn höfðu unnið Króatana með 33 stigum í riðlinum, 103-70. Stærsti sigurinn var á móti Angóla í fyrsta leik en Bandaríkjamenn unnu hann með 68 stiga mun eða 116-48.On this day in 1992, The Dream Team won gold at the Olympics in Barcelona Greatest basketball team ever assembled? pic.twitter.com/PuDJnruTxY — Yahoo Sports (@YahooSports) August 8, 2019 Charles Barkley var stigahæsti leikmaður bandaríska liðsins á leikunum en hann skorað 18,0 stig að meðaltali í leik á leikunum. Barkley nýtti 71 prósent skota sinna þar af 7 af 8 þriggja stiga skotum (87,5%). Michael Jordan var bæði næst stigahæstur (14,9 stig í leik) og þriðji stoðsendingahæstur (4,8 stoðsendingar í leik). Scottie Pippen gaf flestar stoðsendingar eða 5,9 í leik en Magic Johnson var með 5,5 stoðsendingar að meðaltali. Auk Barkley og Jordan voru þrír aðrir leikmenn með meira en tíu stig að meðaltali í leik eða þeir Karl Malone (13,0), Chris Mullin (12,9) og Clyde Drexler (10,5). Allir leikmenn nema Christian Laettner og John Stockton voru með meira en átta stig að meðaltali í leik. Patrick Ewing og Karl Malone tóku flest fráköst eða 5,3 að meðaltali en Barkley og David Robinson komu næstir með 4,1 frákast í leik.27 years ago today, the "Greatest Team of All-Time" won Gold in the 1992 Olympics. The DREAM TEAM went undefeated, winning by an average of 44 points (68 was the largest margin of victory): https://t.co/KobIWQqhOEpic.twitter.com/JYCcsK7qD0 — Ballislife.com (@Ballislife) August 8, 2019
Bandaríkin NBA Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira