Á göngu Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 08:30 Nútímamaðurinn kallar yfir sig alls kyns böl með kæruleysislegu líferni sínu. Hann kann sér ekki hóf og hámar í sig mat með þeim afleiðingum að hann tútnar út. Þannig er offita böl víða um heim, ekki síst meðal barna og unglinga. Þennan vanda má ekki alltaf ræða því um leið og ákveðnir einstaklingar heyra orðið offita rísa þeir upp og æpa: Fitusmánun! Það gól breytir samt ekki óþægilegum staðreyndum. Nútímamaðurinn er latur við að hreyfa sig. Það er segin saga að ef hann getur komist hjá því að ganga stekkur hann upp í bíl sinn sem hann ann hugástum. Hann er síðan háður alls kyns tækjum og tólum og fyllist gríðarlegum aðskilnaðarkvíða gleymi hann að taka með sér ástvin sinn, símann. Þar sem nútímamaðurinn sækir alla jafna ekki í frið og ró þá er ekkert einkennilegt að hann skuli þjást af streitu, kvíða og þunglyndi og leggist reglulega undir sæng til að vorkenna sjálfum sér sárlega – og taki síðan töflu til að ná að festa blund. Með reglulegu millibili vara læknar og sérfræðingar við hættunum af öllum þeim lífsstílstengdu sjúkdómum sem herja á nútímamanninn í velferðarsamfélagi. Þeir eru iðnir við að benda á að margt meinið megi laga með aðeins skárra líferni en á þá er ekki nægilega hlustað. Maðurinn hefur nefnilega sérstaklega mikla hæfileika til að gera sér lífið erfitt, án þess að átta sig á því. Leiðir sem hann telur í skammsýni vera þær auðveldustu og þægilegustu teyma hann í þveröfuga átt. Ef hann á nóg að borða þá borðar hann of mikið. Ef hann þarf að komast á milli staða fer hann á bílnum, það hvarflar ekki að honum að ganga því það tekur svo mikinn tíma. Hann eyðir ógrynni af tíma í snjalltækjum og á fjölda vina á Facebook sem hann hittir nær aldrei. Á sumum svokallaðra vina sinna þar kann hann lítil sem engin skil. Hann vill bara hafa sem flesta þarna svo hann geti safnað lækum og sannfærst um eigið ágæti. Skrýtið samt að hann skuli telja allt þetta uppskrift að hamingju. Margt í samtíma okkar er vanmetið. Eitt af því eru göngutúrar. Ef einhver skyldi hafa gleymt því skal rifjað upp að þeir fara þannig fram að einstaklingur gengur um leið og hann virðir fyrir sér umhverfið og horfir jafnvel til himins. Hann finnur hvernig þreyta hverfur og nýjar hugmyndir kvikna. Honum líður alveg ljómandi og víst er að hann þarf enga töflu til að festa svefn um kvöldið. Temji hann sér þennan lífsstíl og gæti um leið hófs í mataræði og helli ekki í sig áfengi eða seilist í dóp þá er ansi ólíklegt að hann muni þjást af fimm krónískum sjúkdómum um og eftir sjötugt, eins og hendir svo marga. Gríski læknirinn Hippókrates, sem kallaður er faðir læknisfræðinnar, mun hafa sagt að ganga væri besta meðalið. Hann lést um 377 fyrir Krist, en nútímalæknar munu varla geta haldið því fram að þarna hafi lærifaðir þeirra verið á villigötum. Einnig þeir mæla með hreyfingu því hún bætir heilsu, kveikir nýjar hugmyndir og lyftir andanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nútímamaðurinn kallar yfir sig alls kyns böl með kæruleysislegu líferni sínu. Hann kann sér ekki hóf og hámar í sig mat með þeim afleiðingum að hann tútnar út. Þannig er offita böl víða um heim, ekki síst meðal barna og unglinga. Þennan vanda má ekki alltaf ræða því um leið og ákveðnir einstaklingar heyra orðið offita rísa þeir upp og æpa: Fitusmánun! Það gól breytir samt ekki óþægilegum staðreyndum. Nútímamaðurinn er latur við að hreyfa sig. Það er segin saga að ef hann getur komist hjá því að ganga stekkur hann upp í bíl sinn sem hann ann hugástum. Hann er síðan háður alls kyns tækjum og tólum og fyllist gríðarlegum aðskilnaðarkvíða gleymi hann að taka með sér ástvin sinn, símann. Þar sem nútímamaðurinn sækir alla jafna ekki í frið og ró þá er ekkert einkennilegt að hann skuli þjást af streitu, kvíða og þunglyndi og leggist reglulega undir sæng til að vorkenna sjálfum sér sárlega – og taki síðan töflu til að ná að festa blund. Með reglulegu millibili vara læknar og sérfræðingar við hættunum af öllum þeim lífsstílstengdu sjúkdómum sem herja á nútímamanninn í velferðarsamfélagi. Þeir eru iðnir við að benda á að margt meinið megi laga með aðeins skárra líferni en á þá er ekki nægilega hlustað. Maðurinn hefur nefnilega sérstaklega mikla hæfileika til að gera sér lífið erfitt, án þess að átta sig á því. Leiðir sem hann telur í skammsýni vera þær auðveldustu og þægilegustu teyma hann í þveröfuga átt. Ef hann á nóg að borða þá borðar hann of mikið. Ef hann þarf að komast á milli staða fer hann á bílnum, það hvarflar ekki að honum að ganga því það tekur svo mikinn tíma. Hann eyðir ógrynni af tíma í snjalltækjum og á fjölda vina á Facebook sem hann hittir nær aldrei. Á sumum svokallaðra vina sinna þar kann hann lítil sem engin skil. Hann vill bara hafa sem flesta þarna svo hann geti safnað lækum og sannfærst um eigið ágæti. Skrýtið samt að hann skuli telja allt þetta uppskrift að hamingju. Margt í samtíma okkar er vanmetið. Eitt af því eru göngutúrar. Ef einhver skyldi hafa gleymt því skal rifjað upp að þeir fara þannig fram að einstaklingur gengur um leið og hann virðir fyrir sér umhverfið og horfir jafnvel til himins. Hann finnur hvernig þreyta hverfur og nýjar hugmyndir kvikna. Honum líður alveg ljómandi og víst er að hann þarf enga töflu til að festa svefn um kvöldið. Temji hann sér þennan lífsstíl og gæti um leið hófs í mataræði og helli ekki í sig áfengi eða seilist í dóp þá er ansi ólíklegt að hann muni þjást af fimm krónískum sjúkdómum um og eftir sjötugt, eins og hendir svo marga. Gríski læknirinn Hippókrates, sem kallaður er faðir læknisfræðinnar, mun hafa sagt að ganga væri besta meðalið. Hann lést um 377 fyrir Krist, en nútímalæknar munu varla geta haldið því fram að þarna hafi lærifaðir þeirra verið á villigötum. Einnig þeir mæla með hreyfingu því hún bætir heilsu, kveikir nýjar hugmyndir og lyftir andanum.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun