Segir útlit fyrir eindæmagott berjasumar Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. ágúst 2019 08:30 Bláber og aðalbláber í Reykhólasveit eru komin nokkuð vel á veg. Mynd/Sigþrúður Gunnarsdóttir „Þetta lítur með eindæmum vel út núna,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður, um berjasumarið. Fregnir hafi borist af bláberjum og krækiberjum víða af vestanverðu landinu, allt frá Borgarfirði og norður í Reykhólasveit. Sjálfur segist Sveinn Rúnar aðeins hafa verið í Borgarfirði og á Mýrum en þar séu þúfurnar orðnar bláar og svartar. „Þetta er auðvitað óvenju snemmt, það er ekki liðin vika af ágúst. Þessi blíða sem er búin að vera hérna í þrjá mánuði er auðvitað með eindæmum og það er nú annað hvort að lyngið skili sínu.“ Hann segir berin enn í smærra lagi en að þau eigi eftir að stækka. „Það er líka óvenjulegt að vera þetta snemma að úða í sig bláberjum sem eru orðin sæt eins og ég fékk hjá vinafólki í Borgarnesi um daginn.“ Þá segir hann að einnig sé við mjög góðu að búast á sunnanverðu landinu. Í fyrra varð nánast berjabrestur á Suður- og Vesturlandi en fín spretta á Norður- og Austurlandi. Sveinn Rúnar segist hræddur um að sprettan gæti orðið frekar treg á Austurlandi en gæti orðið þokkaleg á Norðurlandi, þótt berin þar verði eitthvað seinna á ferðinni. Hann minnir á að það þurfi ekki að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu til að komast í ber og nefnir til dæmis Kjósina, Esjuna, Grímsnes og Grafning. Eitthvað af berjum sé komið á þessa staði en berin eigi eftir að stækka. „En það er ekkert of snemmt að fara í skoðunarferðir og tína upp í sig. Það er samt kannski of snemmt að fara að taka tínuna og stóru ílátin. Menn fara ekki að tína í bala núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
„Þetta lítur með eindæmum vel út núna,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður, um berjasumarið. Fregnir hafi borist af bláberjum og krækiberjum víða af vestanverðu landinu, allt frá Borgarfirði og norður í Reykhólasveit. Sjálfur segist Sveinn Rúnar aðeins hafa verið í Borgarfirði og á Mýrum en þar séu þúfurnar orðnar bláar og svartar. „Þetta er auðvitað óvenju snemmt, það er ekki liðin vika af ágúst. Þessi blíða sem er búin að vera hérna í þrjá mánuði er auðvitað með eindæmum og það er nú annað hvort að lyngið skili sínu.“ Hann segir berin enn í smærra lagi en að þau eigi eftir að stækka. „Það er líka óvenjulegt að vera þetta snemma að úða í sig bláberjum sem eru orðin sæt eins og ég fékk hjá vinafólki í Borgarnesi um daginn.“ Þá segir hann að einnig sé við mjög góðu að búast á sunnanverðu landinu. Í fyrra varð nánast berjabrestur á Suður- og Vesturlandi en fín spretta á Norður- og Austurlandi. Sveinn Rúnar segist hræddur um að sprettan gæti orðið frekar treg á Austurlandi en gæti orðið þokkaleg á Norðurlandi, þótt berin þar verði eitthvað seinna á ferðinni. Hann minnir á að það þurfi ekki að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu til að komast í ber og nefnir til dæmis Kjósina, Esjuna, Grímsnes og Grafning. Eitthvað af berjum sé komið á þessa staði en berin eigi eftir að stækka. „En það er ekkert of snemmt að fara í skoðunarferðir og tína upp í sig. Það er samt kannski of snemmt að fara að taka tínuna og stóru ílátin. Menn fara ekki að tína í bala núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira