Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. ágúst 2019 19:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir augljóslega aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Hann segir mikla ábyrgð fylgja því fyrir Ísland að vera í forystu Norðurskautsráðsins um þessar mundir. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Bandaríkjaforseti er á leið í opinbera heimsókn til Danmerkur í byrjun september en mun ekki aðeins hitta Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen forsætisráðherra, heldur einnig leiðtoga Grænlands og Færeyja. Það segja fréttaskýrendur lýsa aukinni áherslu Bandaríkjamanna á þennan heimshluta.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, verður í sviðsljósi fréttamiðla heimsins á fundinum með Donald Trump í Kaupmannahöfn í byrjun september..Vísir / AFPÁhugi fjölmiðla á fundinum í Kaupmannahöfn mun ekki síst beinast að því sem fram fer milli Trumps og Kims Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, sem síðastliðið haust landaði stórum fjárstyrk frá Dönum til flugvallauppbyggingar og fékk um leið vilyrði frá Bandaríkjamönnum um þátttöku. „Það er augljóst að það er aukinn áhugi og áhersla stórveldanna, og svo sem margra fleiri, á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi. Það kemur ekki til af góðu. Það kemur meðal annars til út af loftlagsbreytingum,“ segir Guðlaugur Þór.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor.Vísir/EPAHann segir að opnun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir, með styttingu leiða um 40 prósent, megi líkja við opnun Súez- og Panamaskurðanna. Fyrirhugaða endurnýjun varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli segir ráðherrann að megi einnig skoða í þessu samhengi. „Það kemur sömuleiðis ekki út af góðu. Það kemur út af auknum hernaðarumsvifum, eða hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Það er svona stærsta einstaka ástæðan. Þannig að allt hangir þetta saman,“ segir ráðherrann. Ísland fer um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. Utanríkisráðherra vonast þó til að það sé ekki að verða vettvangur vaxandi spennu.Guðlaugur Þór tók við keflinu af finnskum starfsbróður sínum á fundinum í maí.utanríkisráðuneytið„Okkar markmið er alveg skýrt. Við sjáum Norðurskautið sem sjálfbært, - friðsamt. En ekkert gerist af sjálfu sér. Fram til þessa hefur þetta verið friðsamt. Það hefur ekki verið mikil hernaðaruppbygging á þessum svæðum. Og við leggjum á það áherslu að það verði áfram.“ Kastljósið virðist beinast í auknum mæli að Norðurskautsráðinu. „Já, það er enginn vafi. Og því fylgir mikil ábyrgð að vera í forystu í Norðurskautsráðinu og við höfum undirbúið það mjög vel og tökum þá formennsku mjög alvarlega,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Donald Trump Grænland NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir augljóslega aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Hann segir mikla ábyrgð fylgja því fyrir Ísland að vera í forystu Norðurskautsráðsins um þessar mundir. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Bandaríkjaforseti er á leið í opinbera heimsókn til Danmerkur í byrjun september en mun ekki aðeins hitta Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen forsætisráðherra, heldur einnig leiðtoga Grænlands og Færeyja. Það segja fréttaskýrendur lýsa aukinni áherslu Bandaríkjamanna á þennan heimshluta.Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, verður í sviðsljósi fréttamiðla heimsins á fundinum með Donald Trump í Kaupmannahöfn í byrjun september..Vísir / AFPÁhugi fjölmiðla á fundinum í Kaupmannahöfn mun ekki síst beinast að því sem fram fer milli Trumps og Kims Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, sem síðastliðið haust landaði stórum fjárstyrk frá Dönum til flugvallauppbyggingar og fékk um leið vilyrði frá Bandaríkjamönnum um þátttöku. „Það er augljóst að það er aukinn áhugi og áhersla stórveldanna, og svo sem margra fleiri, á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi. Það kemur ekki til af góðu. Það kemur meðal annars til út af loftlagsbreytingum,“ segir Guðlaugur Þór.Fulltrúar aðildarríkja Norðurskautsráðsins á fundinum í Finnlandi síðastliðið vor.Vísir/EPAHann segir að opnun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir, með styttingu leiða um 40 prósent, megi líkja við opnun Súez- og Panamaskurðanna. Fyrirhugaða endurnýjun varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli segir ráðherrann að megi einnig skoða í þessu samhengi. „Það kemur sömuleiðis ekki út af góðu. Það kemur út af auknum hernaðarumsvifum, eða hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Það er svona stærsta einstaka ástæðan. Þannig að allt hangir þetta saman,“ segir ráðherrann. Ísland fer um þessar mundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. Utanríkisráðherra vonast þó til að það sé ekki að verða vettvangur vaxandi spennu.Guðlaugur Þór tók við keflinu af finnskum starfsbróður sínum á fundinum í maí.utanríkisráðuneytið„Okkar markmið er alveg skýrt. Við sjáum Norðurskautið sem sjálfbært, - friðsamt. En ekkert gerist af sjálfu sér. Fram til þessa hefur þetta verið friðsamt. Það hefur ekki verið mikil hernaðaruppbygging á þessum svæðum. Og við leggjum á það áherslu að það verði áfram.“ Kastljósið virðist beinast í auknum mæli að Norðurskautsráðinu. „Já, það er enginn vafi. Og því fylgir mikil ábyrgð að vera í forystu í Norðurskautsráðinu og við höfum undirbúið það mjög vel og tökum þá formennsku mjög alvarlega,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Donald Trump Grænland NATO Norðurslóðir Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. 3. ágúst 2019 08:19
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent