„Yfirvöld koma fram við börnin eins og þau séu farangur en ekki manneskjur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 14:00 Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Elsta barnið er á fimmta ári. Talskona No Borders á Íslandi segir yfirvöld ekki koma fram við börnin eins og manneskjur heldur eins og þau séu farangur foreldrana.Við sögðum í fréttum í gær frá máli georgískrar fjölskyldu sem ætlar að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun á grundvelli þess að sonur þeirra hafi átt óslitna búsetu hér á landi frá fæðingu en í lögum um útlendinga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur hér eða hafi átt frá fæðingu óslitið heima hér. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá samtökunum No Borders segir að tvær aðrar fjölskyldur séu í nákvæmlega sömu stöðu. Hjón frá Senegal eigi tvö börn sem hafi fæðst hér á landi á árunum 2014 og hitt 2017 og svo fjölskylda frá Albaníu sem eigi dóttur sem hafi fæðst hér árið 2017.„Þess má helst geta að í þessum málum að yfirvöld og Útlendingastofnun koma fram við börn eins og þau séu farangur frekar en manneskjur. Það kemur t.d. berlega í ljós í tilfelli barnsins sem er fætt 2014 og er orðið fimm ára en samt á að vísa því úr landi,“ segir Elínborg. Elínborg segir að hjónin frá Senegal sé að kæra úrskurð Útlendingastofnunar til dómstóla og mál albönsku stúlkunnar fari fyrir Landsrétt en það sé gegn þjóðskrá sem hafi skráð börnin með svokallaða utangarðskennitölu. „Sem gerir þjóðskrá kleift að skrá þau ekki með búsetu hér sem Útlendingastofnun kleift að rökstyðja það að börnin hafi ekki átt óslitna búsetu hér þó þau hafi ekki farið neitt annað,“ segir Elínborg: Hún segir að þau málaferli byggi einnig á á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að það megi ekki mismuna börnum. „Mál þeirrar stúlku er á leið til Landsréttar en mögulega verður stúlkan farin úr landi þegar það verður tekið fyrir þar sem kærunefnd Útlendingamála sendi stúlkunni bréf fyrir nokkrum vikum að hún hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún ólögleg hér,“ segir Elínborg að lokum. Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Þrjár fjölskyldur hælisleitenda leita nú réttar síns vegna þess sem þau telja ólöglega brottvísun þar sem verið sé að vísa börnum þeirra sem hafi fæðst hér úr landi. Elsta barnið er á fimmta ári. Talskona No Borders á Íslandi segir yfirvöld ekki koma fram við börnin eins og manneskjur heldur eins og þau séu farangur foreldrana.Við sögðum í fréttum í gær frá máli georgískrar fjölskyldu sem ætlar að kæra ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun á grundvelli þess að sonur þeirra hafi átt óslitna búsetu hér á landi frá fæðingu en í lögum um útlendinga segir að óheimilt sé að vísa útlendingi úr landi sem sé fæddur hér eða hafi átt frá fæðingu óslitið heima hér. Elínborg Harpa Önundardóttir hjá samtökunum No Borders segir að tvær aðrar fjölskyldur séu í nákvæmlega sömu stöðu. Hjón frá Senegal eigi tvö börn sem hafi fæðst hér á landi á árunum 2014 og hitt 2017 og svo fjölskylda frá Albaníu sem eigi dóttur sem hafi fæðst hér árið 2017.„Þess má helst geta að í þessum málum að yfirvöld og Útlendingastofnun koma fram við börn eins og þau séu farangur frekar en manneskjur. Það kemur t.d. berlega í ljós í tilfelli barnsins sem er fætt 2014 og er orðið fimm ára en samt á að vísa því úr landi,“ segir Elínborg. Elínborg segir að hjónin frá Senegal sé að kæra úrskurð Útlendingastofnunar til dómstóla og mál albönsku stúlkunnar fari fyrir Landsrétt en það sé gegn þjóðskrá sem hafi skráð börnin með svokallaða utangarðskennitölu. „Sem gerir þjóðskrá kleift að skrá þau ekki með búsetu hér sem Útlendingastofnun kleift að rökstyðja það að börnin hafi ekki átt óslitna búsetu hér þó þau hafi ekki farið neitt annað,“ segir Elínborg: Hún segir að þau málaferli byggi einnig á á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að það megi ekki mismuna börnum. „Mál þeirrar stúlku er á leið til Landsréttar en mögulega verður stúlkan farin úr landi þegar það verður tekið fyrir þar sem kærunefnd Útlendingamála sendi stúlkunni bréf fyrir nokkrum vikum að hún hefði 15 daga til að fara úr landi ella væri hún ólögleg hér,“ segir Elínborg að lokum.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30