Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2019 11:45 Seth Meyers, Stephen Colbert, Donald Trump, Jimmy Kimmel og Jimmy Fallon. Vísir Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleift að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. Kröfðust helstu spjallþáttastjórnendur ytra tafarlausra aðgerða frá yfirvöldum til þess að gera einstaklingum erfiðara um vik að eignast jafn öflug skotvopn og notuð hafa verið í skotárásum í Bandaríkjunum. Skotárásir eru tíðar þar í landi og fórnarlömbin orðin mörg á undanförnum árum. Samt sem áður næst lítill árangur í því að draga úr slíkum árásum. Repúblikinn Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings var í gærkvöldi aðalskotspónn spjallþáttastjórnenda á borð við Jimmy Kimmel, Jimmy Fallon, Stephen Colbert, Trevor Noah og Seth Meyers. McConnell hefur á þingi komið í veg fyrir að hertari skotvopnalöggjöf nái fram að ganga. Hann varð fyrir því ólani að axlarbrotna um helgina og var það oftar en ekki miðpunktur brandara háðfuglanna á hans kostnað, en ekki var mikið um grín þegar málið var tekið fyrir af þeim félögum um helgina. Meðal þess sem þeir tóku fyrir voru ummæli Donald Trump um að mögulega væri að hluta til hægt að kenna tölvuleikjum um þann mikla fjölda skotárása sem Bandaríkjamenn hafa mátt þola. „Það hljómar eins og ágætis röksemdarfærsla,“ sagði Trevor Noah, áður en hann reif hann í sundur með því að skipta út Crocs-skóm út fyrir tölvuleiki. Í þætti sínum fór hann einnig yfir það hversu ítarleg skref eru stigin til þess að auka öryggi í samgöngum og færði hann rök fyrir því að það sama ætti að gilda varðandi byssur. Seth Meyers lauk sínum þætti með því að biðla til þingmanna um að taka sig saman í andlitinu og grípa til aðgerða á meðan Jimmy Kimmel gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna harkalega og áherslu hans á að kenna mætti falsfréttum um sem flest sem aflaga er í Bandaríkjunum. „Vitið þið hvað er hægt að tengja við skotárásir. Byssur eru tengdar við skotárásir. Vandamálið er ekki falsfréttir, það eru alvöru byssur,“ sagði Kimmel en sjá má helstu atriði fimmenninga um skotárásirnar hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. 5. ágúst 2019 14:55 Gerðu harkalegt grín að Cohen og vitnisburði hans Það komst varla neitt annað að hjá spjallþáttastjórnendum í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi en vitnisburður Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjanna í gær. 28. febrúar 2019 19:45 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleift að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. Kröfðust helstu spjallþáttastjórnendur ytra tafarlausra aðgerða frá yfirvöldum til þess að gera einstaklingum erfiðara um vik að eignast jafn öflug skotvopn og notuð hafa verið í skotárásum í Bandaríkjunum. Skotárásir eru tíðar þar í landi og fórnarlömbin orðin mörg á undanförnum árum. Samt sem áður næst lítill árangur í því að draga úr slíkum árásum. Repúblikinn Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings var í gærkvöldi aðalskotspónn spjallþáttastjórnenda á borð við Jimmy Kimmel, Jimmy Fallon, Stephen Colbert, Trevor Noah og Seth Meyers. McConnell hefur á þingi komið í veg fyrir að hertari skotvopnalöggjöf nái fram að ganga. Hann varð fyrir því ólani að axlarbrotna um helgina og var það oftar en ekki miðpunktur brandara háðfuglanna á hans kostnað, en ekki var mikið um grín þegar málið var tekið fyrir af þeim félögum um helgina. Meðal þess sem þeir tóku fyrir voru ummæli Donald Trump um að mögulega væri að hluta til hægt að kenna tölvuleikjum um þann mikla fjölda skotárása sem Bandaríkjamenn hafa mátt þola. „Það hljómar eins og ágætis röksemdarfærsla,“ sagði Trevor Noah, áður en hann reif hann í sundur með því að skipta út Crocs-skóm út fyrir tölvuleiki. Í þætti sínum fór hann einnig yfir það hversu ítarleg skref eru stigin til þess að auka öryggi í samgöngum og færði hann rök fyrir því að það sama ætti að gilda varðandi byssur. Seth Meyers lauk sínum þætti með því að biðla til þingmanna um að taka sig saman í andlitinu og grípa til aðgerða á meðan Jimmy Kimmel gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna harkalega og áherslu hans á að kenna mætti falsfréttum um sem flest sem aflaga er í Bandaríkjunum. „Vitið þið hvað er hægt að tengja við skotárásir. Byssur eru tengdar við skotárásir. Vandamálið er ekki falsfréttir, það eru alvöru byssur,“ sagði Kimmel en sjá má helstu atriði fimmenninga um skotárásirnar hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. 5. ágúst 2019 14:55 Gerðu harkalegt grín að Cohen og vitnisburði hans Það komst varla neitt annað að hjá spjallþáttastjórnendum í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi en vitnisburður Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjanna í gær. 28. febrúar 2019 19:45 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. 5. ágúst 2019 14:55
Gerðu harkalegt grín að Cohen og vitnisburði hans Það komst varla neitt annað að hjá spjallþáttastjórnendum í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi en vitnisburður Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjanna í gær. 28. febrúar 2019 19:45
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent