Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 10:34 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra. Norska lögreglan Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. Fjölskyldan segir að mannræningjarnir fullyrði þar að Anne-Elisabeth sé á lífi. Engin staðfesting hafi þó enn fengist þess efnis.Sjá einnig: Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, boðaði til í Ósló klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma. Holden upplýsti blaðamenn um að mánudaginn 8. júlí síðastliðinn hefðu hinir meintu mannræningjar svarað skilaboðum sem fjölskyldan sendi þeim í maí og þar hafi verið að finna frekari upplýsingar um hvarf Anne-Elisabeth. Holden vildi þó ekki fara nánar út í þessar upplýsingar á blaðamannafundinum. Í skilaboðunum sem bárust fjölskyldynni 8. júlí hafi jafnframt komið skýrt fram að Anne-Elisabeth væri á lífi. „En okkur hefur ekki borist staðfesting á því að það sé rétt,“ sagði Holden. „Það kæmi mér á óvart ef lögregla útilokaði nú að Hagen gæti verið á lífi,“ bætti hann við. Holden kvað fjölskylduna nú vænta þess að skrið kæmist á málið. Næsta útspil yrði hjá hinum meintu mannræningjum. Holden vildi ekki tjá sig um það hvenær síðast hefði verið haft samband við þá en upplýsti að öll samskipti færu fram á norsku. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um hvort þeir væru norskir.Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar.Vísir/EPAEkkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, norska milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en hinir meintu mannræningjar kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í byrjun ágúst hafði norska dagblaðið VG eftir heimildarmönnum sínum að Hagen-fjölskyldunni hefði borist ný lausnargjaldskrafa í júlí. Þá hefði eiginmaður hennar greitt yfir tíu milljónir norskra króna, um 136 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá staðfestingu á því að hún væri á lífi. Slík staðfesting hefði ekki borist, þrátt fyrir greiðslurnar. Í lok júní gaf lögregla það út að hún teldi að Anne- Elisabeth hefði verið myrt. Þannig væri ekki gengið lengur út frá því að henni hefði verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hefði mannránið verið sett á svið. Þetta var m.a. byggt á því að ekki hafði fundist lífsmark með Anne-Elisabeth þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu hennar, auk þess sem ekkert hafði þá heyrst frá hinum meintu ræningjum síðustu mánuði. Holden gagnrýndi lögreglu fyrir þessa stefnubreytingu á sínum tíma. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar í Lillestrøm í dag vegna hvarfs Anne-Elisabeth. Fundurinn hefst klukkan tólf á hádegi að íslenskum tíma. Í spilaranum hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundi Holden í dag. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38 Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14 Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. Fjölskyldan segir að mannræningjarnir fullyrði þar að Anne-Elisabeth sé á lífi. Engin staðfesting hafi þó enn fengist þess efnis.Sjá einnig: Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, boðaði til í Ósló klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma. Holden upplýsti blaðamenn um að mánudaginn 8. júlí síðastliðinn hefðu hinir meintu mannræningjar svarað skilaboðum sem fjölskyldan sendi þeim í maí og þar hafi verið að finna frekari upplýsingar um hvarf Anne-Elisabeth. Holden vildi þó ekki fara nánar út í þessar upplýsingar á blaðamannafundinum. Í skilaboðunum sem bárust fjölskyldynni 8. júlí hafi jafnframt komið skýrt fram að Anne-Elisabeth væri á lífi. „En okkur hefur ekki borist staðfesting á því að það sé rétt,“ sagði Holden. „Það kæmi mér á óvart ef lögregla útilokaði nú að Hagen gæti verið á lífi,“ bætti hann við. Holden kvað fjölskylduna nú vænta þess að skrið kæmist á málið. Næsta útspil yrði hjá hinum meintu mannræningjum. Holden vildi ekki tjá sig um það hvenær síðast hefði verið haft samband við þá en upplýsti að öll samskipti færu fram á norsku. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um hvort þeir væru norskir.Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar.Vísir/EPAEkkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, norska milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en hinir meintu mannræningjar kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í byrjun ágúst hafði norska dagblaðið VG eftir heimildarmönnum sínum að Hagen-fjölskyldunni hefði borist ný lausnargjaldskrafa í júlí. Þá hefði eiginmaður hennar greitt yfir tíu milljónir norskra króna, um 136 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá staðfestingu á því að hún væri á lífi. Slík staðfesting hefði ekki borist, þrátt fyrir greiðslurnar. Í lok júní gaf lögregla það út að hún teldi að Anne- Elisabeth hefði verið myrt. Þannig væri ekki gengið lengur út frá því að henni hefði verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hefði mannránið verið sett á svið. Þetta var m.a. byggt á því að ekki hafði fundist lífsmark með Anne-Elisabeth þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu hennar, auk þess sem ekkert hafði þá heyrst frá hinum meintu ræningjum síðustu mánuði. Holden gagnrýndi lögreglu fyrir þessa stefnubreytingu á sínum tíma. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar í Lillestrøm í dag vegna hvarfs Anne-Elisabeth. Fundurinn hefst klukkan tólf á hádegi að íslenskum tíma. Í spilaranum hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundi Holden í dag.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38 Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14 Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38
Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14
Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44