Pogba á forsíðu AS í morgun: „Þegiðu og spilaðu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 09:00 Paul Pogba á forsíðu AS. Forsíða AS Paul Pogba er enn leikmaður Manchester United og fyrsti leikur liðsins er gegn Chelsea um næstu helgi. Solskjær heldur því statt og stöðugt fram að Pogba sé ekki á förum frá Old Trafford. Umboðsmaður Pogba er samt ekki búinn að gefast upp. Forsíðufrétt spænska miðilsins AS er um Paul Pogba og stöðu mála. Félagaskiptaglugganum á Englandi verður lokað á fimmtudaginn kemur og það er óhugsandi að United láti Pogba fara eftir það. Því eru aðeins nokkrir dagar til stefnu. Paul Pogba er að sussa á forsíðu AS í morgun og yfir myndinni stendur „Silencio, se juega" eða „Þegiðu og spilaðu“ á íslensku. Þetta táknar óánægju Pogba á Old Trafford og pressuna sem hann hefur sett til að komast til síns óskaliðs. Þetta mál er enn eitt dæmið um hvernig bestu leikmenn heims reyna að þvinga fram nær ómöguleg félagaskipti og því verður mjög fróðlegt að hlera fréttir úr herbúðum United fram á fimmtudaginn.¡Muy buenos días! Esta es la #PortadaAS de hoy, martes 6 de agosto "Silencio, se juega" pic.twitter.com/8S0m5HSWZb — AS (@diarioas) August 6, 2019 Mikið hefur verið gert úr óánægju Paul Pogba hjá Manchester United og að hann vilji komast til Meistaradeildarliðs. Real Madrid er þar efst á blaði og það er mikill áhugi hjá Zinedine Zidane að fá franska miðjumanninn á Bernabéu. Pogba vill helst fara til Zidane vitandi það að franski stjórinn er hrifinn af honum. Pogba hefur líka taugar til Juventus þar sem hann varð að „manni“ á knattspyrnuvellinum og spilaði nokkur mjög góð ár áður en Manchester United keypti hann. Blaðamenn AS halda því aftur á móti fram að umræddur Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, sé hins vegar meira að nota Juventus til að auk pressuna á Real Madrid því ítalska félagið hefur væntanlega ekki efni á að kaupa feitan bita eins og Pogba. Það nýjasta er þó að Juventus sé tilbúið að bjóða þrjá leikmenn í skiptum fyrir Pogba. Real Madrid þarf síðan að bjóða miklu betur en hingað til. Fjölmiðlar sögðu frá hálf dapurlegu fyrsta tilboði Real Madrid í Pogba sem United hafnaði um leið. Real Madrid átti að hafa boðið 27,6 milljónir punda plús kólumbíska landsliðsmanninn James Rodriguez.El United ha rechazado una oferta del Madrid de James más 30M€ por Pogba El club inglés, que está empeñado en no vender al francés por debajo de los 170 millones de euros, han considerado escasa la propuestahttps://t.co/ojR6OJ9Nkk — AS (@diarioas) August 6, 2019 Manchester United hefur sagt að Pogba sé ekki til sölu en ef að félagið ætlaði að selja hann þá færi hann aldrei fyrir minna en 150 milljónir punda. Real Madrid er þegar búið að eyða 250 milljónum punda í sumar og eina leiðin til að eiga fyrir Pogba væri að selja Gareth Bale fyrir stóra upphæð. Það lítur því allt út fyrir það að stuðningsmenn United þurfi að upplifa óvissuástand allt fram á fimmtudaginn. Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, er í Manchester en hann var að ganga frá kaupum Everton á Moise Kean. Nú fer hann væntanlega á fullt í að losa Pogba úr „prísundinni“ eins fáránlega og það hljómar í augum stuðningsmanna Manchester United. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sjá meira
Paul Pogba er enn leikmaður Manchester United og fyrsti leikur liðsins er gegn Chelsea um næstu helgi. Solskjær heldur því statt og stöðugt fram að Pogba sé ekki á förum frá Old Trafford. Umboðsmaður Pogba er samt ekki búinn að gefast upp. Forsíðufrétt spænska miðilsins AS er um Paul Pogba og stöðu mála. Félagaskiptaglugganum á Englandi verður lokað á fimmtudaginn kemur og það er óhugsandi að United láti Pogba fara eftir það. Því eru aðeins nokkrir dagar til stefnu. Paul Pogba er að sussa á forsíðu AS í morgun og yfir myndinni stendur „Silencio, se juega" eða „Þegiðu og spilaðu“ á íslensku. Þetta táknar óánægju Pogba á Old Trafford og pressuna sem hann hefur sett til að komast til síns óskaliðs. Þetta mál er enn eitt dæmið um hvernig bestu leikmenn heims reyna að þvinga fram nær ómöguleg félagaskipti og því verður mjög fróðlegt að hlera fréttir úr herbúðum United fram á fimmtudaginn.¡Muy buenos días! Esta es la #PortadaAS de hoy, martes 6 de agosto "Silencio, se juega" pic.twitter.com/8S0m5HSWZb — AS (@diarioas) August 6, 2019 Mikið hefur verið gert úr óánægju Paul Pogba hjá Manchester United og að hann vilji komast til Meistaradeildarliðs. Real Madrid er þar efst á blaði og það er mikill áhugi hjá Zinedine Zidane að fá franska miðjumanninn á Bernabéu. Pogba vill helst fara til Zidane vitandi það að franski stjórinn er hrifinn af honum. Pogba hefur líka taugar til Juventus þar sem hann varð að „manni“ á knattspyrnuvellinum og spilaði nokkur mjög góð ár áður en Manchester United keypti hann. Blaðamenn AS halda því aftur á móti fram að umræddur Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, sé hins vegar meira að nota Juventus til að auk pressuna á Real Madrid því ítalska félagið hefur væntanlega ekki efni á að kaupa feitan bita eins og Pogba. Það nýjasta er þó að Juventus sé tilbúið að bjóða þrjá leikmenn í skiptum fyrir Pogba. Real Madrid þarf síðan að bjóða miklu betur en hingað til. Fjölmiðlar sögðu frá hálf dapurlegu fyrsta tilboði Real Madrid í Pogba sem United hafnaði um leið. Real Madrid átti að hafa boðið 27,6 milljónir punda plús kólumbíska landsliðsmanninn James Rodriguez.El United ha rechazado una oferta del Madrid de James más 30M€ por Pogba El club inglés, que está empeñado en no vender al francés por debajo de los 170 millones de euros, han considerado escasa la propuestahttps://t.co/ojR6OJ9Nkk — AS (@diarioas) August 6, 2019 Manchester United hefur sagt að Pogba sé ekki til sölu en ef að félagið ætlaði að selja hann þá færi hann aldrei fyrir minna en 150 milljónir punda. Real Madrid er þegar búið að eyða 250 milljónum punda í sumar og eina leiðin til að eiga fyrir Pogba væri að selja Gareth Bale fyrir stóra upphæð. Það lítur því allt út fyrir það að stuðningsmenn United þurfi að upplifa óvissuástand allt fram á fimmtudaginn. Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, er í Manchester en hann var að ganga frá kaupum Everton á Moise Kean. Nú fer hann væntanlega á fullt í að losa Pogba úr „prísundinni“ eins fáránlega og það hljómar í augum stuðningsmanna Manchester United.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sjá meira