Íseyjan Davíð Stefánsson skrifar 6. ágúst 2019 08:00 Heimurinn breytist hraðar en við flest gerum okkur grein fyrir. Kínverjar eiga enn langt í land með að ná þeim kaupmætti og lífsgæðum sem tíðkast hér á Vesturlöndum. Þeir eru engu að síður að slá hvert efnahagsmetið á fætur öðru. Utanríkisráðuneytið íslenska hefur ítrekað bent á þessa breyttu heimsmynd: Kínverska millistéttin er orðin fjölmennari en íbúar Bandaríkjanna og Kanada samanlagt. Þessi bættu lífskjör og kaupgeta Kínverja þýðir ekki síst að þeir hafa meiri áhuga á ferðalögum. Í dag áætlar ferðamannastofnun Sameinuðu þjóðanna að Kínverjar beri ábyrgð á fimmtungi heildarneyslu allra ferðamanna heimsins. Það er því fyllsta ástæða til að huga vel að því hvernig þessi vöxtur kínverska efnahagslífsins kann að gefa Íslendingum tækifæri. Hvar liggja þau og hvað ber að varast? Tækifærin eru til staðar en þau eru ekki sjálfgefin, um þau verður keppt. Það að Íslendingar nái árangri í þeirri keppni er undir okkur sjálfum komið. Ferðamálastofa hér á landi fer með stjórnsýslu ferðamála, fylgist með og stuðlar að þróun greinarinnar með samræmingu, greiningum og rannsóknum. Samkvæmt tölum stofunnar, horft til síðustu tólf mánaða, eru Kínverjar fjórði fjölmennasti hópur ferðamanna á Íslandi, á eftir Bandaríkjamönnum, Bretum og Þjóðverjum, eða 93.829. Það eru 4,3 prósent af heildar ferðamannafjölda síðustu 12 mánaða. Kínverskum ferðamönnum hefur fjölgað um 12,6 prósent frá fyrra ári. Þetta eru verðmætir ferðamenn. Mælingar á útgjöldum ferðamanna frá janúar til apríl á þessu ári gefa til kynna að útgjöld kínverskra ferðamanna séu um 4,3 prósent af heildarútgjöldum, eða um 4,1 milljarður króna. Meðalútgjöld Kínverja á þessum vormánuðum voru um 336 þúsund krónur. Það eru talsvert hærri meðalútgjöld en annarra þjóða. Ferðamálastofa segir þetta að stærstum hluta unga Kínverja. Þeir gisti að mestu á hótelum og gistiheimilum, um helmingur fer á bílaleigubíl, helmingur sækir íslensk söfn, tæpur þriðjungur fer í hellaskoðun og hvalaskoðun. Mikilvægt er að meirihlutinn er hér utan háannatíma. Það er ánægjulegt að 86 prósent aðspurðra ætli sér að koma aftur og um 79 prósent segjast mæla með landinu sem áningarstað. Spár um fjölgun kínverskra ferðamanna eru flestar á einn veg. Þeim mun fjölga mjög. Það kallar á skýra stefnumörkun, og undirbúning hvað varðar þýðingu upplýsinga, menntun í tungumálum og menningu. Það kallar líka á að íslenska ferðaþjónustan fylgi nýjustu straumum í fjártækni. Greiðsluhegðun kínverskra ferðamanna, ekki síst þeirra yngri, er ólík flestum öðrum. Kreditkortanotkun þeirra er minni en annarra og meira er greitt með reiðufé. Meirihluti þeirra notar rafrænar greiðslulausnir með síma. Sé horft á heimskort Kínverja er Ísland við ystu mörk, landið sem á kínversku ber hið ljóðræna heiti „Bing dao“ eða Íseyjan. Undir norðurljósum togar Íseyjan á heimsenda í æ ríkari mæli til sín kínverska ferðalanga. Tökum vel á móti þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Stefánsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Heimurinn breytist hraðar en við flest gerum okkur grein fyrir. Kínverjar eiga enn langt í land með að ná þeim kaupmætti og lífsgæðum sem tíðkast hér á Vesturlöndum. Þeir eru engu að síður að slá hvert efnahagsmetið á fætur öðru. Utanríkisráðuneytið íslenska hefur ítrekað bent á þessa breyttu heimsmynd: Kínverska millistéttin er orðin fjölmennari en íbúar Bandaríkjanna og Kanada samanlagt. Þessi bættu lífskjör og kaupgeta Kínverja þýðir ekki síst að þeir hafa meiri áhuga á ferðalögum. Í dag áætlar ferðamannastofnun Sameinuðu þjóðanna að Kínverjar beri ábyrgð á fimmtungi heildarneyslu allra ferðamanna heimsins. Það er því fyllsta ástæða til að huga vel að því hvernig þessi vöxtur kínverska efnahagslífsins kann að gefa Íslendingum tækifæri. Hvar liggja þau og hvað ber að varast? Tækifærin eru til staðar en þau eru ekki sjálfgefin, um þau verður keppt. Það að Íslendingar nái árangri í þeirri keppni er undir okkur sjálfum komið. Ferðamálastofa hér á landi fer með stjórnsýslu ferðamála, fylgist með og stuðlar að þróun greinarinnar með samræmingu, greiningum og rannsóknum. Samkvæmt tölum stofunnar, horft til síðustu tólf mánaða, eru Kínverjar fjórði fjölmennasti hópur ferðamanna á Íslandi, á eftir Bandaríkjamönnum, Bretum og Þjóðverjum, eða 93.829. Það eru 4,3 prósent af heildar ferðamannafjölda síðustu 12 mánaða. Kínverskum ferðamönnum hefur fjölgað um 12,6 prósent frá fyrra ári. Þetta eru verðmætir ferðamenn. Mælingar á útgjöldum ferðamanna frá janúar til apríl á þessu ári gefa til kynna að útgjöld kínverskra ferðamanna séu um 4,3 prósent af heildarútgjöldum, eða um 4,1 milljarður króna. Meðalútgjöld Kínverja á þessum vormánuðum voru um 336 þúsund krónur. Það eru talsvert hærri meðalútgjöld en annarra þjóða. Ferðamálastofa segir þetta að stærstum hluta unga Kínverja. Þeir gisti að mestu á hótelum og gistiheimilum, um helmingur fer á bílaleigubíl, helmingur sækir íslensk söfn, tæpur þriðjungur fer í hellaskoðun og hvalaskoðun. Mikilvægt er að meirihlutinn er hér utan háannatíma. Það er ánægjulegt að 86 prósent aðspurðra ætli sér að koma aftur og um 79 prósent segjast mæla með landinu sem áningarstað. Spár um fjölgun kínverskra ferðamanna eru flestar á einn veg. Þeim mun fjölga mjög. Það kallar á skýra stefnumörkun, og undirbúning hvað varðar þýðingu upplýsinga, menntun í tungumálum og menningu. Það kallar líka á að íslenska ferðaþjónustan fylgi nýjustu straumum í fjártækni. Greiðsluhegðun kínverskra ferðamanna, ekki síst þeirra yngri, er ólík flestum öðrum. Kreditkortanotkun þeirra er minni en annarra og meira er greitt með reiðufé. Meirihluti þeirra notar rafrænar greiðslulausnir með síma. Sé horft á heimskort Kínverja er Ísland við ystu mörk, landið sem á kínversku ber hið ljóðræna heiti „Bing dao“ eða Íseyjan. Undir norðurljósum togar Íseyjan á heimsenda í æ ríkari mæli til sín kínverska ferðalanga. Tökum vel á móti þeim.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun