Varð fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að bjarga ungabarni sínu Sylvía Hall skrifar 4. ágúst 2019 23:43 Mikill fjöldi fólks hefur lagt blóm við veginn nærri Walmart versluninni þar sem skotárásin varð. vísir/epa Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius hefur verið handtekinn grunaður um árásina. Jordan var ein þeirra sem lést í árásinni og eiginmanns hennar er enn saknað. Í það minnsta tuttugu létust í skotárásinni sem var sú 250. í ár þar sem fleiri en fjórir slasast eða láta lífið.Sjá einnig: Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart Elizabeth Terry, ættingi fjölskyldunnar, segir hana hafa orðið fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að hlífa tveggja mánaða gömlum syni sínum frá skothríðinni. Sonur hennar slasaðist í árásinni en hann var dreginn undan líki hennar þegar viðbragðsaðilar mættu á vettvang. „Barnið var útatað í blóði hennar [þegar þeir komu á vettvang]. Þú fylgist með þessum atburðum og þú sérð þessa atburði og þú trúir því aldrei að þetta gæti komið fyrir þína eigin fjölskyldu,“ segir Terry í samtali við CNN. „Hvernig getur það gerst að foreldrar fari að kaupa skólaföng og láta lífið við að hlífa börnum sínum frá byssukúlum?“ Halda í vonina að eiginmaðurinn finnist á lífi Andre og Jordan Anchondo áttu þrjú börn saman, tveggja mánaða gamlan son sem var með þeim í versluninni og tvö önnur börn, tveggja og fimm ára gömul. Þau höfðu skutlað dóttur sinni á klappstýruæfingu á leið sinni í verslunina. Fyrsta tilkynning um árásarmanninn barst lögreglu klukkan 10:39 að staðartíma og hófu ættingjar hjónanna að reyna að ná í þau. Þegar þau svöruðu ekki síma fóru þau að hafa áhyggjur. „Við höldum enn í vonina að við finnum Andre á lífi. Við munum halda í vonina á meðan við getum,“ segir Terry en enn er verið að bera kennsl á lík þeirra sem létust í árásinni. Mikil samstaða myndaðist í El Paso eftir árásina.Vísir/APÞrjár skotárásir á einni viku Innan við sólarhring eftir árásina í El Paso varð önnur skotárás í Daytonborg í Ohio þar sem níu manns létu lífið. Á meðal fórnarlambanna var systir árásarmannsins en hann var skotinn til bana af lögreglu.Sjá einnig: Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímumÞá létust fjórir og þrettán særðust þegar árásarmaður lét til skarar skríða á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki síðustu helgi. Á meðal þeirra sem létust var hinn sex ára gamli Steven Romero. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina í El Paso í gær og sagði að hún væri verk heiguls. Enginn ástæða eða afsökun gæti réttlétt dráp á saklausu fólki.Today’s shooting in El Paso, Texas, was not only tragic, it was an act of cowardice. I know that I stand with everyone in this Country to condemn today’s hateful act. There are no reasons or excuses that will ever justify killing innocent people.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2019 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Jordan Anchondo og eiginmaður hennar Andre voru að versla skólaföng í Walmart þegar maður hóf skothríð í versluninni í El Paso í Texasríki í gær. Hinn 21 árs gamli Patrick Crusius hefur verið handtekinn grunaður um árásina. Jordan var ein þeirra sem lést í árásinni og eiginmanns hennar er enn saknað. Í það minnsta tuttugu létust í skotárásinni sem var sú 250. í ár þar sem fleiri en fjórir slasast eða láta lífið.Sjá einnig: Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart Elizabeth Terry, ættingi fjölskyldunnar, segir hana hafa orðið fyrir skoti árásarmannsins þegar hún reyndi að hlífa tveggja mánaða gömlum syni sínum frá skothríðinni. Sonur hennar slasaðist í árásinni en hann var dreginn undan líki hennar þegar viðbragðsaðilar mættu á vettvang. „Barnið var útatað í blóði hennar [þegar þeir komu á vettvang]. Þú fylgist með þessum atburðum og þú sérð þessa atburði og þú trúir því aldrei að þetta gæti komið fyrir þína eigin fjölskyldu,“ segir Terry í samtali við CNN. „Hvernig getur það gerst að foreldrar fari að kaupa skólaföng og láta lífið við að hlífa börnum sínum frá byssukúlum?“ Halda í vonina að eiginmaðurinn finnist á lífi Andre og Jordan Anchondo áttu þrjú börn saman, tveggja mánaða gamlan son sem var með þeim í versluninni og tvö önnur börn, tveggja og fimm ára gömul. Þau höfðu skutlað dóttur sinni á klappstýruæfingu á leið sinni í verslunina. Fyrsta tilkynning um árásarmanninn barst lögreglu klukkan 10:39 að staðartíma og hófu ættingjar hjónanna að reyna að ná í þau. Þegar þau svöruðu ekki síma fóru þau að hafa áhyggjur. „Við höldum enn í vonina að við finnum Andre á lífi. Við munum halda í vonina á meðan við getum,“ segir Terry en enn er verið að bera kennsl á lík þeirra sem létust í árásinni. Mikil samstaða myndaðist í El Paso eftir árásina.Vísir/APÞrjár skotárásir á einni viku Innan við sólarhring eftir árásina í El Paso varð önnur skotárás í Daytonborg í Ohio þar sem níu manns létu lífið. Á meðal fórnarlambanna var systir árásarmannsins en hann var skotinn til bana af lögreglu.Sjá einnig: Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímumÞá létust fjórir og þrettán særðust þegar árásarmaður lét til skarar skríða á matarhátíð í borginni Gilroy í Kaliforníuríki síðustu helgi. Á meðal þeirra sem létust var hinn sex ára gamli Steven Romero. Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um árásina í El Paso í gær og sagði að hún væri verk heiguls. Enginn ástæða eða afsökun gæti réttlétt dráp á saklausu fólki.Today’s shooting in El Paso, Texas, was not only tragic, it was an act of cowardice. I know that I stand with everyone in this Country to condemn today’s hateful act. There are no reasons or excuses that will ever justify killing innocent people.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 4, 2019
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10 Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02 Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41 Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Systir árásarmannsins í Dayton meðal látinna Systir árásarmannsins sem varð níu manns að bana í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki er meðal þeirra sem létust í árásinni. Hún hét Megan Betts og var 22 ára. 4. ágúst 2019 21:10
Tuttugu látnir eftir skotárás í Walmart: Trump segir ekkert geta réttlætt dráp á saklausu fólki Skjáskot úr eftirlitsmyndavélum hafa verið sýnd í fjölmiðlum þar sem árásarmaðurinn sést í svörtum stuttermabol, með heyrnarhlífar og árásarriffil. 4. ágúst 2019 08:02
Níu látnir eftir aðra skotárásina á 13 tímum Níu eru látnir og 16 særðust í skotárás í borginni Dayton í Ohio-ríki í nótt. Lögreglan í Dayton segir að auk hinna níu fórnarlamba sé árásarmaðurinn látinn. 4. ágúst 2019 09:41
Öldungadeildarþingmaður Ohio gefur lítið fyrir bænir stjórnvalda "Bænir duga skammt,“ segir Sherrod Brown öldungadeildarþingmaður Ohio, eftir að níu létust í skotárás í borginni Dayton í ríkinu í nótt. 4. ágúst 2019 14:33