Mennta- og menningarmálaráðherra Íslands, Lilja Dögg Alfreðsdóttir var heiðursgestur Íslendingahátíðarinnar í bænum Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum sem fram fór í 120. skipti í ár. Þetta kemur fram á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Hefð hefur skapast fyrir því að fulltrúi íslenskra stjórnvalda sæki íslendingahátíðir í Mountain og í Gimli í Manitoba heim, en hátíðirnar fara báðar fram nú um Verslunarmannahelgi. Að hátíðinni Deuce of August í Mountain í N-Dakóta standa afkomendur Vesturfara sem héldu frá Íslandi til Norður-Ameríku á árunum 1875-1914. Talið er að milli 15.000-20.000 Íslendingar hafi flust búferlum og hafið nýtt líf í Vesturheimi, þar á meðal í Norður-Dakóta.
Ráðherra flutti ávarp og tók þátt í skrúðgöngu í bænum Mountain. Í ávarpi sínu færði ráðherra færði Vestur Íslendingum kærar kveðjur frá íslensku þjóðinni og lagði meðal annars áherslu á mikilvægi samskiptanna. Vísaði ráðherra þar einkum til Snorraverkefnisins sem er meðal annars ætlað ungmennum af íslenskum uppruna Í Norður-Ameríku til þess að koma til Íslands og kynnast uppruna sínum.
Þá heimsótti ráðherra einnig minnisvarða um ljóðskáldin og Vesturfaranna Stephan G. Stephansson og Kristján Níels Jónssonar eða Káinn.

