Siðareglur til endurskoðunar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. ágúst 2019 08:00 Aðkoma forsætisnefndar þingsins að framkvæmd siðareglna hefur verið umdeild. Fréttablaðið/Stefán Forseti Alþingis undirbýr nú endurskoðun siðareglna fyrir alþingismenn í samvinnu við Helgu Völu Helgadóttur, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. „Við erum búin að kasta á milli okkar hugmyndum og höfum verið að sanka að okkur gögnum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. „Nú er komin ákveðin reynsla á framkvæmdina og búið að reyna á ýmislegt og það er nú aðallega sú umgjörð sem við erum að skoða og framkvæmd reglnanna,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki eiga von á því að sjálfar hátternisreglurnar verði teknar upp heldur aðallega framkvæmd þeirra og farvegur kvartana. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna aðkomu forsætisnefndar að framkvæmd siðareglnanna og var raunar varað við því í umsögnum um siðareglurnar áður en þær voru samþykktar á Alþingi. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa fyrirkomulagið er Guðjón Brjánsson, fyrsti varaforseti Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Það fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við slíka afgreiðslu hefur reynst gallað, enda var það gagnrýnt á sínum tíma í umsögnum um þingsályktunartillöguna um siðareglur Alþingis,“ segir í bókun Guðjóns við niðurstöðu forsætisnefndar í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem talin var hafa brotið siðareglur með ummælum um meint refsivert athæfi Ásmundar Friðrikssonar. Nokkur mál um meint brot á siðareglum hafa verið tekin til athugunar frá því þær tóku gildi og töluvert af gögnum því orðið til við þá framkvæmd. Steingrímur segir þau geta reynst gagnleg við endurskoðunina enda ýmsar spurningar vaknað í ferlinu sem reynt hafi verið að svara eftir því sem á þær reyni. Málið er á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar Alþingis sem fer fram á Hólum í Hjaltadal um miðjan ágúst. „Við erum að miða við að geta lagt einhverjar tillögur fyrir þingið þegar það kemur saman í haust,“ segir Steingrímur. Aðspurður um aðkomu þingflokka segir Steingrímur þá hafa sinn fulltrúa í forsætisnefnd, en siðareglurnar eru á málefnasviði hennar. Lögð verði áhersla á að ná sem bestri samstöðu um málið á vettvangi forsætisnefndar áður en tillaga verði lögð fram. Meðal annarra mála á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar eru nýlegar breytingar á upplýsingalögum sem fela í sér að stjórnsýsla Alþingis hefur nú verið felld undir gildissvið laganna. Það hefur í för með sér að gera þarf breytingar á þingsköpum. Fyrirhuguð nýbygging og breytingar á Alþingisvefnum verða einnig til umfjöllunar á sumarfundi nefndarinnar auk annarra venjubundinna dagskrárliða; starfsáætlunar komandi vetrar, fjárhagsáætlunar þingsins og starfsemi eftirlitsstofnana þess; Umboðsmanns Alþingis og Ríkisendurskoðunar. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Forseti Alþingis undirbýr nú endurskoðun siðareglna fyrir alþingismenn í samvinnu við Helgu Völu Helgadóttur, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. „Við erum búin að kasta á milli okkar hugmyndum og höfum verið að sanka að okkur gögnum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. „Nú er komin ákveðin reynsla á framkvæmdina og búið að reyna á ýmislegt og það er nú aðallega sú umgjörð sem við erum að skoða og framkvæmd reglnanna,“ segir Steingrímur. Hann segist ekki eiga von á því að sjálfar hátternisreglurnar verði teknar upp heldur aðallega framkvæmd þeirra og farvegur kvartana. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna aðkomu forsætisnefndar að framkvæmd siðareglnanna og var raunar varað við því í umsögnum um siðareglurnar áður en þær voru samþykktar á Alþingi. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa fyrirkomulagið er Guðjón Brjánsson, fyrsti varaforseti Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. „Það fyrirkomulag að forsætisnefnd sé milliliður við slíka afgreiðslu hefur reynst gallað, enda var það gagnrýnt á sínum tíma í umsögnum um þingsályktunartillöguna um siðareglur Alþingis,“ segir í bókun Guðjóns við niðurstöðu forsætisnefndar í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem talin var hafa brotið siðareglur með ummælum um meint refsivert athæfi Ásmundar Friðrikssonar. Nokkur mál um meint brot á siðareglum hafa verið tekin til athugunar frá því þær tóku gildi og töluvert af gögnum því orðið til við þá framkvæmd. Steingrímur segir þau geta reynst gagnleg við endurskoðunina enda ýmsar spurningar vaknað í ferlinu sem reynt hafi verið að svara eftir því sem á þær reyni. Málið er á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar Alþingis sem fer fram á Hólum í Hjaltadal um miðjan ágúst. „Við erum að miða við að geta lagt einhverjar tillögur fyrir þingið þegar það kemur saman í haust,“ segir Steingrímur. Aðspurður um aðkomu þingflokka segir Steingrímur þá hafa sinn fulltrúa í forsætisnefnd, en siðareglurnar eru á málefnasviði hennar. Lögð verði áhersla á að ná sem bestri samstöðu um málið á vettvangi forsætisnefndar áður en tillaga verði lögð fram. Meðal annarra mála á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar eru nýlegar breytingar á upplýsingalögum sem fela í sér að stjórnsýsla Alþingis hefur nú verið felld undir gildissvið laganna. Það hefur í för með sér að gera þarf breytingar á þingsköpum. Fyrirhuguð nýbygging og breytingar á Alþingisvefnum verða einnig til umfjöllunar á sumarfundi nefndarinnar auk annarra venjubundinna dagskrárliða; starfsáætlunar komandi vetrar, fjárhagsáætlunar þingsins og starfsemi eftirlitsstofnana þess; Umboðsmanns Alþingis og Ríkisendurskoðunar.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent