Mótmæla harðlega að þeir sem eru með athyglisbrest séu útilokaðir frá lögreglunni Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2019 15:14 Fullyrða samtökin að þetta sé í fyrsta sinn hérlendis sem þrengt er verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD. Vísir/Vilhelm ADHD-samtökin mótmæla harðlega breyttum inntökuskilyrðum sem Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar hefur verið upplýst um. Fullyrða samtökin að þetta sé í fyrsta sinn hérlendis sem þrengt er verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD.Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar vakti athygli á því í síðasta mánuði að læknisfræðileg viðmið vegna ADHD-ADD voru uppfærð. Þar kom fram að greiningin ADHD/ADD geri verið útilokandi þáttur, sérstaklega hjá einstaklingum sem eru á lyfjameðferð vegna ADHD. Hafi umsækjandi fyrri sögu um slíka greiningu þarf viðkomandi að leggja fram vottorð sérfæðilæknis sem lögð verður til grundvallar mati trúnaðarlæknis í hverju tilviki. „Að mati ADHD samtakanna byggja þessar breyttu reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu, úreltum hugmyndum og stangast beinlínis á við lög og vísindalega þekkingu um ADHD og virkni ADHD lyfja,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Telja þau þekkingu höfunda reglnanna á málaflokknum sé alvarlega ábótavant sem megi meðal annars sjá af orðalagi þess hluta leiðbeininganna sem fjallar um læknisvottorð. „ADHD samtökin benda jafnframt á að nýverið afnámu yfirvöld hermála í Noregi sambærilegar takmarkanir á inntöku einstaklinga með ADHD í norska herinn enda talið fráleitt að setja svo alvarlegar og almennar skorður við atvinnufrelsi fólks með ADHD, líkt og nýjar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar gera ráð fyrir,“ segir í tilkynningunni. Skora samtökin á mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, ríkislögreglustjóra og ráðherra málaflokksins, að afturkalla nýju inntökureglurnar nú þegar, þar sem markmið þeirra virðist það eitt að útiloka fólk með ADHD frá störfum innan lögreglunnar. Einnig má færa rök fyrir því að reglurnar gætu orðið til þess að þeir lögreglumenn sem eru nú þegar starfandi og eru með greint eða ógreint ADHD veigri sér við að leita sér aðstoðar, sem svo aftur getur haft neikvæð áhrif á starfsgetu þeirra innan lögreglunnar. „ADHD samtökin munu aldrei sætta sig við hinar nýju reglur og heita því að berjast gegn slíkri mismunun, hérlendis og annars staðar þar sem slíkar reglur eru enn í gildi. Um það hefur þegar tekist samstarf við systursamtök ADHD samtakanna á Norðurlöndunum.“ Lögreglan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
ADHD-samtökin mótmæla harðlega breyttum inntökuskilyrðum sem Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar hefur verið upplýst um. Fullyrða samtökin að þetta sé í fyrsta sinn hérlendis sem þrengt er verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD.Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar vakti athygli á því í síðasta mánuði að læknisfræðileg viðmið vegna ADHD-ADD voru uppfærð. Þar kom fram að greiningin ADHD/ADD geri verið útilokandi þáttur, sérstaklega hjá einstaklingum sem eru á lyfjameðferð vegna ADHD. Hafi umsækjandi fyrri sögu um slíka greiningu þarf viðkomandi að leggja fram vottorð sérfæðilæknis sem lögð verður til grundvallar mati trúnaðarlæknis í hverju tilviki. „Að mati ADHD samtakanna byggja þessar breyttu reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu, úreltum hugmyndum og stangast beinlínis á við lög og vísindalega þekkingu um ADHD og virkni ADHD lyfja,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Telja þau þekkingu höfunda reglnanna á málaflokknum sé alvarlega ábótavant sem megi meðal annars sjá af orðalagi þess hluta leiðbeininganna sem fjallar um læknisvottorð. „ADHD samtökin benda jafnframt á að nýverið afnámu yfirvöld hermála í Noregi sambærilegar takmarkanir á inntöku einstaklinga með ADHD í norska herinn enda talið fráleitt að setja svo alvarlegar og almennar skorður við atvinnufrelsi fólks með ADHD, líkt og nýjar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar gera ráð fyrir,“ segir í tilkynningunni. Skora samtökin á mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, ríkislögreglustjóra og ráðherra málaflokksins, að afturkalla nýju inntökureglurnar nú þegar, þar sem markmið þeirra virðist það eitt að útiloka fólk með ADHD frá störfum innan lögreglunnar. Einnig má færa rök fyrir því að reglurnar gætu orðið til þess að þeir lögreglumenn sem eru nú þegar starfandi og eru með greint eða ógreint ADHD veigri sér við að leita sér aðstoðar, sem svo aftur getur haft neikvæð áhrif á starfsgetu þeirra innan lögreglunnar. „ADHD samtökin munu aldrei sætta sig við hinar nýju reglur og heita því að berjast gegn slíkri mismunun, hérlendis og annars staðar þar sem slíkar reglur eru enn í gildi. Um það hefur þegar tekist samstarf við systursamtök ADHD samtakanna á Norðurlöndunum.“
Lögreglan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira