Lögreglan

Fréttamynd

Sam­fé­lagið á sögu­lega erfiðum stað

Afbrotafræðingur segir samfélagið á mjög erfiðum stað í sögulegu samhengi. Áföll sem ekki er unnið úr geti verið einn helsti áhættuþátturinn fyrir því að ungmenni leiti í ofbeldisfulla öfgahyggju. 

Innlent
Fréttamynd

NEL telur orð­færi lög­reglu­manna ekki til­efni til endur­upp­töku

Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar.

Innlent
Fréttamynd

Ó­lík­legt að hættustigið verði lækkað á komandi árum

Hætta á hryðjuverkum hér á landi hefur aukist lítillega frá fyrra ári samkvæmt greiningardeild ríkislögreglustjóra. Innræting hægri öfgahyggju á netinu sé áhyggjuefni og lögreglan hefur vitneskju um að íslensk ungmenni séu virk inn á síðum þar sem hvatt er til hryðjuverka.

Innlent
Fréttamynd

Menn hér á landi verið tengdir hryðju­verka­sam­tökum

Á undanförnum árum hefur lögreglunni hér á landi borist upplýsingar um erlenda menn hér á landi með tengsl við hryðjuverkasamtök. Þá hefur það gerst að erlendir einstaklingar hér á landi hafi lýst sig fylgismenn hryðjuverkasamtaka íslamista.

Innlent
Fréttamynd

Á­frýja og stofna fé­lag um réttinn til að mót­mæla

Mótmælendur sem stefndu íslenska ríkinu vegna valdbeitingar á mótmælum við Skuggasund í Reykjavík í fyrra hafa áfrýjað sýknudómi í héraði til Landsréttar. Þá hafa þau stofnað félag í kringum málið með þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega.

Innlent
Fréttamynd

Borgara­legur víg­búnaður

Undanfarin misseri hefur íslensk samfélagsumræða um öryggis- og varnarmál verið fyrirferðameiri en áður. Þar sem Ísland hefur, enn sem komið er, ekki sett á laggirnar her þá hefur athyglin beinst að því hvaða stofnanir innanlands kunni að koma að vörnum landsins á hættutímum.

Skoðun
Fréttamynd

Ung­lingur hrækti á lög­reglu­mann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Sex manns gista í fangaklefa og 64 mál voru skráð í dagbók lögreglunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Saka lög­regluna um að rægja Kín­verja

Talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi gagnrýnir fullyrðingar fulltrúa ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja og sakar hann um að dreifa rógburði um Kína. Þótt talsmaðurinn segi sendiráðið á móti ummælum hans hafnar hann þeim ekki berum orðum.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi á Ís­landi í breyttri heims­mynd

Hvernig tryggir lítil þjóð öryggi sitt og varnir í heimi vaxandi spennu? Hver er staða Íslands í alþjóðlegu öryggis- og varnarsamstarfi í dag? Ísland hefur lengi búið við þá forréttindastöðu að vera eitt friðsælasta og öruggasta land í heim og því getur verið fjarri okkur að þurfa að leita svara við slíkum spurningum.

Skoðun
Fréttamynd

Lög­regla muni reyna að vera orðvarari í sam­ræðum á vett­vangi

Aðstoðarlögreglustjóri segir niðurstöðu héraðsdóms í máli níu mótmælenda ramma vel inn það sem má og má ekki á mótmælum. Lögregla hafi í kjölfarið tekið orðfæri lögreglumanna til skoðunar og ekki sé líklegt að álíka mál komi aftur upp. Miklu máli skipti þó að valdbeiting lögreglunnar hafi verið dæmd lögmæt.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglu­menn megi grínast sín á milli eins og aðrir

Lögreglumenn mega tala af alvöruleysi sín á milli eins og aðrir, og ekki á að túlka slík orðaskipti bókstaflega. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli níu mótmælenda sem lutu í lægra haldi gegn ríkinu í dag. Lögmaður mótmælendanna segir ýmis atriði í dómnum stinga í stúf.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu

Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf.

Innlent
Fréttamynd

Nefndin skoði lög­reglu en ekki blaða­menn

Blaðamannafélagið hefur sent bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem fram kemur að ef nefndin ákveði að taka fyrir mál í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun um framferði starfsfólks Samherja á árinu 2021 þurfi nefndin að beina sjónum sínum að viðbrögðum lögreglu í málinu og rannsókn hennar á þeim sex blaðamönnum sem fengu réttarstöðu sakbornings.

Innlent
Fréttamynd

Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun

Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglumaður í samfélagslöggæslu, segir lögreglu síðustu ár hafa orðið vör við aukið ofbeldi meðal barna. Gerendur ráðist á jafnaldra sína oft án tilefnis. Foreldrar í Breiðholti hafa kallað eftir því að brugðist verði við ástandinu í hverfinu, en þó sagt jákvætt að lögregla hafi aukið samfélagslöggæslu í Breiðholti.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­menn á tveimur stöðum veikst vegna myglu

Dæmi eru um að starfsfólk Ríkislögreglustjóra hafi veikst vegna myglu á tveimur mismunandi starfsstöðvum. Flytja hefur þurft starfsemi sérsveitarinnar í nýtt húsnæði, en ríkislögreglustjóri segir aðstöðu hennar hafa verið ómögulega um árabil.

Innlent
Fréttamynd

Margrét fer fyrir eftir­liti með störfum lög­reglu

Dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, hefur verið skipuð formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu næstu fjögur árin. Lögmennirnir Flosi Hrafn Sigurðsson og Kristín Edwald lögmaður verða með Margréti í nefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenskar löggæslustofnanir sem lög­mæt skot­mörk

Að undanförnu hefur umræða um varnar- og öryggismál orðið háværari, af ástæðum sem óþarfi er að rekja hér. Í því samhengi hefur verið rætt um hvernig Ísland geti styrkt eigin varnir. Utanríkisráðherra hefur ekki útilokað varanlega viðveru varnarliðs og vill efla innlenda greiningargetu.

Skoðun