Uppselt á fyrstu tvær sýningar Héraðsins á Sauðárkróki Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2019 12:56 Mér finnst þessi mynd alls ekki leggjast illa í fólk, segir rekstrarstjóri Króksbíós. FBL/PJETUR Sauðkrækingar eru afar spenntir fyrir nýjustu mynd leikstjórans Gríms Hákonarsonar, Héraðið, ef marka má miðapantanir á fyrstu tvær sýningar myndarinnar í Króksbíói. Myndin verður frumsýnd í Króksbíói í kvöld en löngu er uppselt á þá sýningu. Rekstraraðilar kvikmyndahússins ákváðu í gær að bæta við sýningu á fimmtudag og var orðið uppselt á hana í gærkvöldi. Því hefur þriðju sýningunni verið bætt við næstkomandi sunnudagskvöld en enn er lausir miðar á þá sýningu. Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni.Grímur Hákonarson hefur sjálfur sagt frá því að upphaflega ætlaði hann sér að gera heimildarmynd um Kaupfélag Skagfirðinga. Þegar hann fann fyrir því að margir voru feimnir að tjá sig opinberlega um málefni Kaupfélags Skagfirðinga ákvað hann að safna saman þeim sögum sem hann hafði fengið frá Sauðárkróki og Skagafirði og gera leikna mynd sem er Héraðið.Arndís Hrönn Egilsdóttir og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum í Héraðinu.HéraðiðAtburðir myndarinnar gerist í sveitarfélaginu Erpsfirði sem ekki er til á Íslandi, og fær kaupfélagið heitið Kaupfélag Erpsfirðinga. Króksbíó reka hjónin Bára Jónsdóttir og Sigurbjörn Björnsson ásamt Guðbrandi Guðbrandssyni. Hafa þau rekið bíóið undir nafninu Króksbíó frá árinu 2005 en þar á undan hafði Sigurbjörn rekið bíóið frá árinu 1992 undir nafninu Sauðárkróksbíó. Bára segir í samtali við Vísi að húsið taki 92 gesti í sæti en hún segir mikinn áhuga á myndinni á Sauðárkróki. „Mér finnst þessi mynd alls ekki leggjast illa í fólk. Þvert á móti finnst mér það sýna henni mikinn áhuga,“ segir Bára í samtali við Vísi. Kvikmyndahúsið á Sauðárkróki er eitt af elstu kvikmyndahúsum landsins en þar var byrjað að sýna kvikmyndir á þriðja áratug síðustu aldar. Bára segir að þau sé ekki að reka bíóið í dag í einhverri von um gróða. „Það eru ekki feitir launtékkar hérna. Við erum meira að þessu af því okkur finnst þetta gaman og lítum á þetta sem samfélagsskyldu. Við viljum að það sé starfrækt bíó á Króknum Skagafjörður Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Sauðkrækingar eru afar spenntir fyrir nýjustu mynd leikstjórans Gríms Hákonarsonar, Héraðið, ef marka má miðapantanir á fyrstu tvær sýningar myndarinnar í Króksbíói. Myndin verður frumsýnd í Króksbíói í kvöld en löngu er uppselt á þá sýningu. Rekstraraðilar kvikmyndahússins ákváðu í gær að bæta við sýningu á fimmtudag og var orðið uppselt á hana í gærkvöldi. Því hefur þriðju sýningunni verið bætt við næstkomandi sunnudagskvöld en enn er lausir miðar á þá sýningu. Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni.Grímur Hákonarson hefur sjálfur sagt frá því að upphaflega ætlaði hann sér að gera heimildarmynd um Kaupfélag Skagfirðinga. Þegar hann fann fyrir því að margir voru feimnir að tjá sig opinberlega um málefni Kaupfélags Skagfirðinga ákvað hann að safna saman þeim sögum sem hann hafði fengið frá Sauðárkróki og Skagafirði og gera leikna mynd sem er Héraðið.Arndís Hrönn Egilsdóttir og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum í Héraðinu.HéraðiðAtburðir myndarinnar gerist í sveitarfélaginu Erpsfirði sem ekki er til á Íslandi, og fær kaupfélagið heitið Kaupfélag Erpsfirðinga. Króksbíó reka hjónin Bára Jónsdóttir og Sigurbjörn Björnsson ásamt Guðbrandi Guðbrandssyni. Hafa þau rekið bíóið undir nafninu Króksbíó frá árinu 2005 en þar á undan hafði Sigurbjörn rekið bíóið frá árinu 1992 undir nafninu Sauðárkróksbíó. Bára segir í samtali við Vísi að húsið taki 92 gesti í sæti en hún segir mikinn áhuga á myndinni á Sauðárkróki. „Mér finnst þessi mynd alls ekki leggjast illa í fólk. Þvert á móti finnst mér það sýna henni mikinn áhuga,“ segir Bára í samtali við Vísi. Kvikmyndahúsið á Sauðárkróki er eitt af elstu kvikmyndahúsum landsins en þar var byrjað að sýna kvikmyndir á þriðja áratug síðustu aldar. Bára segir að þau sé ekki að reka bíóið í dag í einhverri von um gróða. „Það eru ekki feitir launtékkar hérna. Við erum meira að þessu af því okkur finnst þetta gaman og lítum á þetta sem samfélagsskyldu. Við viljum að það sé starfrækt bíó á Króknum
Skagafjörður Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein