Fimm bíla árekstur varð á Kringlumýrarbraut, rétt við N1 í Fossvogi, í suðurátt upp úr klukkan hálf eitt í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins slasaðist enginn alvarlega en tveir voru þó teknir til skoðunar eftir þetta óhapp.
Dælubíll frá slökkviliðinu var sendur á vettvang til að stöðva umferð á vettvangi svo viðbragðsaðilar gætu athafnað sig á öruggan hátt á vettvangi en við það hægðist talsvert á umferð.
Aðgerðum á vettvangi er lokið núna og ætti umferð að vera komin í samt horf.

