Óheilbrigðiskerfið Þorsteinn Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Núverandi heilbrigðisráðherra lagði upp með það markmið að bjarga heilbrigðiskerfinu. Á skömmum tíma í embætti hefur ráðherranum tekist að skaða kerfið svo um munar. Á skammri stund hefur ráðherranum einnig tekist að búa til tvöfalt heilbrigðiskerfi á landinu, eitt fyrir þá sem betur mega og annað fyrir hina. Með þessu hefur ráðherrann skotið fyrrverandi heilbrigðisráðherrum Sjálfstæðisflokksins ref fyrir rass. Hið sorglega er að þetta tvöfalda kerfi er orðið til vegna þeirra tilburða ráðherrans að steypa alla heilbrigðisþjónustu í sama ríkismótið. Það hefur mistekist hrapallega. Fórnarlömbin eru viðskiptavinir heilbrigðiskerfisins, sjúklingar og aðstandendur þeirra. Áður en lengra er haldið er rétt og skylt að taka fram að greinarhöfundur hefur mikla trú og traust á öllum þeim fjölda frábærra starfsmanna sem vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu og vinna störf sín af alúð og ábyrgð þó núverandi ráðherra geri þeim erfitt um vik. Heilbrigðisráðherra hefur kosið að efna til átaka við sjálfstætt starfandi lækna, draga lappirnar í samningagerð við þá og jafnframt sigað aðstoðarmanni sínum á þá. Hafa sjálfstætt starfandi læknar þannig þurft að sitja undir köpuryrðum og aðdróttunum um að þeir hugsi fyrst og fremst um sína hagsmuni en ekki sjúklinga sinna. Þessi framkoma ráðherrans og aðstoðarmanns hennar í garð sérfræðilækna er óboðleg. Fjölmargar stofnanir og sjálfstæð félög sem sinna heilbrigðismálum eru nú rekin án samninga og „framlengd“ frá mánuði til mánaðar. Þar má nefna sem dæmi Reykjalund sem hefur ekki haft langtímasamning um nokkra hríð. Loks nú fyrir skömmu skrifaði ráðherra undir nýjan samning við RKÍ um rekstur sjúkrabíla eftir að hafa dregið nauðsynlega endurnýjun bílanna allt frá því að hún settist í hástól sinn og haldið Rauða krossinum í óvissu með örstuttum framlengingum til að halda uppá 90 ára rekstur RKÍ á sjúkrabílum. Plássleysið og úrræðaleysið tekur á sig nýja og nýja mynd. Nú síðast að konur sem hafa orðið fyrir fósturmissi og/eða hafa látið eyða fóstri sitja nú í sömu biðstofu og verðandi mæður. Þvílík grimmd. Nú í sumar eru fáheyrðar lokanir á Landspítalanum sem koma harðast niður á geðsjúkum og þeim sem skipa biðlista eftir aðgerðum. Við þessar kringumstæður hefur ráðherra kosið að hrúga verkefnum inn á spítalann vitandi að Landspítalinn ræður ekki við þau. Ráðherra hefur hingað til þvertekið fyrir að nauðsynlegar aðgerðir s.s. liðskiptaaðgerðir séu gerðar á sjúkrastofnunum í einkarekstri. Jafnframt hefur ráðherra nýlega endað samstarf við sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem sinnt hafa augasteinaaðgerðum með góðum árangri og mikilli heilsubót fyrir stóran hóp sjúklinga. Afleiðingar þessa eru biðlistar sem eru óþolandi langir og valda sjúklingum þjáningum yfir langan tíma sem auðveldlega væri hægt að stytta svo um munar. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur ráðherra ákveðið að fært sé að senda sjúklinga til aðgerða á sjálfstætt starfandi sjúkrastofnun í útlöndum með margföldum kostnaði fyrir ríkissjóð ásamt óþægindum fyrir sjúklinga. Þversumman af öllu þessu er sú að þeir sem geta borgað sjálfir fyrir aðgerðir borga sig þannig fram fyrir í röðinni. Þeir sem þola álagið sem fylgir utanlandsferð vegna aðgerðar leggja það á sig en eftir sitja þeir sem eru veikburða og aldraðir ásamt þeim sem minnst hafa milli handanna. Þetta er óþolandi ástand og til álita hlýtur að koma að kanna hvort ákvarðanir ráðherra standist sjúklingalög og lög um fjárreiður ríkisins. Það er mjög brýnt að bjarga heilbrigðiskerfinu. Einmitt núna er mikilvægast að bjarga því frá heilbrigðisráðherra.Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Núverandi heilbrigðisráðherra lagði upp með það markmið að bjarga heilbrigðiskerfinu. Á skömmum tíma í embætti hefur ráðherranum tekist að skaða kerfið svo um munar. Á skammri stund hefur ráðherranum einnig tekist að búa til tvöfalt heilbrigðiskerfi á landinu, eitt fyrir þá sem betur mega og annað fyrir hina. Með þessu hefur ráðherrann skotið fyrrverandi heilbrigðisráðherrum Sjálfstæðisflokksins ref fyrir rass. Hið sorglega er að þetta tvöfalda kerfi er orðið til vegna þeirra tilburða ráðherrans að steypa alla heilbrigðisþjónustu í sama ríkismótið. Það hefur mistekist hrapallega. Fórnarlömbin eru viðskiptavinir heilbrigðiskerfisins, sjúklingar og aðstandendur þeirra. Áður en lengra er haldið er rétt og skylt að taka fram að greinarhöfundur hefur mikla trú og traust á öllum þeim fjölda frábærra starfsmanna sem vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu og vinna störf sín af alúð og ábyrgð þó núverandi ráðherra geri þeim erfitt um vik. Heilbrigðisráðherra hefur kosið að efna til átaka við sjálfstætt starfandi lækna, draga lappirnar í samningagerð við þá og jafnframt sigað aðstoðarmanni sínum á þá. Hafa sjálfstætt starfandi læknar þannig þurft að sitja undir köpuryrðum og aðdróttunum um að þeir hugsi fyrst og fremst um sína hagsmuni en ekki sjúklinga sinna. Þessi framkoma ráðherrans og aðstoðarmanns hennar í garð sérfræðilækna er óboðleg. Fjölmargar stofnanir og sjálfstæð félög sem sinna heilbrigðismálum eru nú rekin án samninga og „framlengd“ frá mánuði til mánaðar. Þar má nefna sem dæmi Reykjalund sem hefur ekki haft langtímasamning um nokkra hríð. Loks nú fyrir skömmu skrifaði ráðherra undir nýjan samning við RKÍ um rekstur sjúkrabíla eftir að hafa dregið nauðsynlega endurnýjun bílanna allt frá því að hún settist í hástól sinn og haldið Rauða krossinum í óvissu með örstuttum framlengingum til að halda uppá 90 ára rekstur RKÍ á sjúkrabílum. Plássleysið og úrræðaleysið tekur á sig nýja og nýja mynd. Nú síðast að konur sem hafa orðið fyrir fósturmissi og/eða hafa látið eyða fóstri sitja nú í sömu biðstofu og verðandi mæður. Þvílík grimmd. Nú í sumar eru fáheyrðar lokanir á Landspítalanum sem koma harðast niður á geðsjúkum og þeim sem skipa biðlista eftir aðgerðum. Við þessar kringumstæður hefur ráðherra kosið að hrúga verkefnum inn á spítalann vitandi að Landspítalinn ræður ekki við þau. Ráðherra hefur hingað til þvertekið fyrir að nauðsynlegar aðgerðir s.s. liðskiptaaðgerðir séu gerðar á sjúkrastofnunum í einkarekstri. Jafnframt hefur ráðherra nýlega endað samstarf við sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem sinnt hafa augasteinaaðgerðum með góðum árangri og mikilli heilsubót fyrir stóran hóp sjúklinga. Afleiðingar þessa eru biðlistar sem eru óþolandi langir og valda sjúklingum þjáningum yfir langan tíma sem auðveldlega væri hægt að stytta svo um munar. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur ráðherra ákveðið að fært sé að senda sjúklinga til aðgerða á sjálfstætt starfandi sjúkrastofnun í útlöndum með margföldum kostnaði fyrir ríkissjóð ásamt óþægindum fyrir sjúklinga. Þversumman af öllu þessu er sú að þeir sem geta borgað sjálfir fyrir aðgerðir borga sig þannig fram fyrir í röðinni. Þeir sem þola álagið sem fylgir utanlandsferð vegna aðgerðar leggja það á sig en eftir sitja þeir sem eru veikburða og aldraðir ásamt þeim sem minnst hafa milli handanna. Þetta er óþolandi ástand og til álita hlýtur að koma að kanna hvort ákvarðanir ráðherra standist sjúklingalög og lög um fjárreiður ríkisins. Það er mjög brýnt að bjarga heilbrigðiskerfinu. Einmitt núna er mikilvægast að bjarga því frá heilbrigðisráðherra.Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar