Fjögur ár frá viðskiptaþvingunum Rússa: „Mikilvægt fyrir alla að alþjóðalög haldi“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. ágúst 2019 20:30 Utanríkisráðherra segir að allir, og sérstaklega smáríki, eigi mikið undir því að alþjóðalög séu virt. Því sé óskynsamlegt að rjúfa samstöðu með öðrum vestrænum ríkjum. Mynd/Skjáskot Fjögur ár eru í dag frá því að Rússar settu viðskiptabann á Ísland. Þvingunaraðgerðir vestrænna ríkja komu til árið 2014 vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga og stríðsins í Úkraínu. 13 ágúst ári síðar lögðu Rússar viðskiptabann á Ísland ásamt öðrum ríkjum sem svar við aðgerðum vestrænu ríkjanna. Þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi snúa meðal annars að stjórnmálamönnum, auðmönnum og vopnaviðskiptum en viðskiptabann Rússa er á venjulegan varning, fyrst og fremst matvæli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Ísland standi áfram með öðrum þjóðum sem vilja að alþjóðalög séu virt. Því sé það óráðið að gefa eftir í þvingunum gegn Rússlandi nú.„Alþjóðalög voru brotin mjög gróflega„ segir Guðlaugur. „Við sáum landamærum breytt með vopnavaldi sem við höfum ekki séð gert frá dögum seinni heimsstyrjaldarinnar.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sjá hins vegar ekki séð að hægt sé að færa rök fyrir áframhaldandi þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum þar sem tap af þeim nemi háum upphæðum. Frá þessu greina samtökin á vef sínum í tilefni af fjögurra ára tímamótunum. Þar segir að Ísland hafi hlutfallslega orðið verst út úr viðskiptabanninu. Verðmæti vöruviðskipta, án þjónustuviðskipta og notaðra skipa, til Rússlands hefur dregist verulega saman og þar munar mest um sjávarútveginn. Verðmæti útflutnings vöruviðskipta til Rússlands var 26 milljarðar króna árið 2014 en hefur dregist saman eftir a Rússar komu á viðskiptabanni. Síðast í fyrra nam verðmæti vöruútflutnings um fjórum milljörðum og fer aðeins upp á við.Verðmæti vöruútflutninga til Rússlands. Tölur án þjónustuviðskipa og notaðra skipa.Mynd/SkjáskotÞarna vegur hlutdeild sjávarútvegsins langmest. SFS segir að þó að þrátt fyrir að aðrir markaðir hafi fundist fyrir vörur sem áður fóru til Rússlands sé virðisaukinn mun minni. Guðlaugur Þór segir að horfa verði á heildarmyndina í þessu samhengi. „Engin atvinnugrein, eða allavega mjög fáar, eiga jafn mikið undir því að alþjóðalög séu virt eins og sjávarútvegurinn. Það er ekki hægt að taka þetta úr samhengi. Það hagnast allir á því að alþjóðalög séu haldin en þó sérstaklega þeir minnstu,“ og nefnir hann Ísland í því samhengi. Vöruviðskipti í Rússlandi aukast þó á öðrum sviðum en í sjávarútvegi. Hátæknifyrirtæki munu til dæmis líklega koma til með að auka gjaldeyristekjur töluvert með nýlegum samningum við rússnesk matvælafyrirtæki. „Við höfum unnið hörðum höndum að því frá því þegar ég kom í utanríkisráðuneytið og ábyggilega fyrir þann tíma að auka viðskipti milli Íslands og Rússlands og sem betur fer erum við að sjá árangur á því sviði og mikla aukningu á milli ára þó að það sé ekki á sömu sviðum og það var áður en þeir lögðu á okkur viðskiptabann.“ Rússland Utanríkismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fjögur ár eru í dag frá því að Rússar settu viðskiptabann á Ísland. Þvingunaraðgerðir vestrænna ríkja komu til árið 2014 vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga og stríðsins í Úkraínu. 13 ágúst ári síðar lögðu Rússar viðskiptabann á Ísland ásamt öðrum ríkjum sem svar við aðgerðum vestrænu ríkjanna. Þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi snúa meðal annars að stjórnmálamönnum, auðmönnum og vopnaviðskiptum en viðskiptabann Rússa er á venjulegan varning, fyrst og fremst matvæli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Ísland standi áfram með öðrum þjóðum sem vilja að alþjóðalög séu virt. Því sé það óráðið að gefa eftir í þvingunum gegn Rússlandi nú.„Alþjóðalög voru brotin mjög gróflega„ segir Guðlaugur. „Við sáum landamærum breytt með vopnavaldi sem við höfum ekki séð gert frá dögum seinni heimsstyrjaldarinnar.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sjá hins vegar ekki séð að hægt sé að færa rök fyrir áframhaldandi þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum þar sem tap af þeim nemi háum upphæðum. Frá þessu greina samtökin á vef sínum í tilefni af fjögurra ára tímamótunum. Þar segir að Ísland hafi hlutfallslega orðið verst út úr viðskiptabanninu. Verðmæti vöruviðskipta, án þjónustuviðskipta og notaðra skipa, til Rússlands hefur dregist verulega saman og þar munar mest um sjávarútveginn. Verðmæti útflutnings vöruviðskipta til Rússlands var 26 milljarðar króna árið 2014 en hefur dregist saman eftir a Rússar komu á viðskiptabanni. Síðast í fyrra nam verðmæti vöruútflutnings um fjórum milljörðum og fer aðeins upp á við.Verðmæti vöruútflutninga til Rússlands. Tölur án þjónustuviðskipa og notaðra skipa.Mynd/SkjáskotÞarna vegur hlutdeild sjávarútvegsins langmest. SFS segir að þó að þrátt fyrir að aðrir markaðir hafi fundist fyrir vörur sem áður fóru til Rússlands sé virðisaukinn mun minni. Guðlaugur Þór segir að horfa verði á heildarmyndina í þessu samhengi. „Engin atvinnugrein, eða allavega mjög fáar, eiga jafn mikið undir því að alþjóðalög séu virt eins og sjávarútvegurinn. Það er ekki hægt að taka þetta úr samhengi. Það hagnast allir á því að alþjóðalög séu haldin en þó sérstaklega þeir minnstu,“ og nefnir hann Ísland í því samhengi. Vöruviðskipti í Rússlandi aukast þó á öðrum sviðum en í sjávarútvegi. Hátæknifyrirtæki munu til dæmis líklega koma til með að auka gjaldeyristekjur töluvert með nýlegum samningum við rússnesk matvælafyrirtæki. „Við höfum unnið hörðum höndum að því frá því þegar ég kom í utanríkisráðuneytið og ábyggilega fyrir þann tíma að auka viðskipti milli Íslands og Rússlands og sem betur fer erum við að sjá árangur á því sviði og mikla aukningu á milli ára þó að það sé ekki á sömu sviðum og það var áður en þeir lögðu á okkur viðskiptabann.“
Rússland Utanríkismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira