Slökkvilið Grindavíkur barðist við eldinn en erfiðlega reyndist að koma slökkvibílum að vettvangi að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Samskipti áhafnar, slökkviliðsmanna og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar gengu afar vel fyrir sig að því er segir í tilkynningunni og lauk aðgerðum þyrlunnar á tíunda tímanum um kvöldið.
Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar hafa nokkrum sinnum í sumar æft viðbrögð við gróðureldum þar sem slökkviskjólan er notuð. Áhöfnin á TF-LIF tók mynd úr lofti af svæðinu eftir að slökkvistarfi lauk en græna slikjan sýnir svæðið þar sem vatn fór á óbrunninn mosann og hefti útbreiðslu eldsins, líkt og sjá má á myndinni efst í fréttinni.