Gætu neitað þeim sem þiggja opinbera aðstoð um dvalarleyfi Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 15:23 Samkvæmt bandarískum lögum eiga þeir sem hafa haft varanlegt dvalarleyfi í fimm ár rétt á opinberum bótum. Nýju reglurnar gætu þýtt að þeim fækki sem eiga rétt á dvalarleyfi og síðar ríkisborgararétti. Vísir/EPA Löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem þiggja opinbera þjónustu eins og félagslegt húsnæði eða mataraðstoð gætu átt erfiðara með að fá ríkisborgararétt samkvæmt nýjum reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Reglunum er ætlað að fækka innflytjendum sem fá varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Reglurnar setja ný skilyrði fyrir því að fólk fái dvalarleyfi og ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. Þær eiga að taka gildi eftir tvo mánuði og fjalla um hvernig fólk geti misst rétt á því að dvelja í Bandaríkjunum sé það á framfæri þess opinbera, að sögn Washington Post. Lögð verður aukin áhersla á auð, menntun, aldur og enskufærni við mat á þeim sem sækja um græna kortið, varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Sérfræðingar sem bandaríska blaðið ræddi við segja nýju reglurnar líklegar til að fækka fólki sem kemur til Bandaríkjanna í gegnum fjölskyldutengsl, sérstaklega frá Mexíkó, Mið-Ameríku og Afríku þar sem fátækt er algeng. Lykilatriði í breytingum Trump-stjórnarinnar á reglunum er að skilgreiningin á því hverjir teljast á framfæri þess opinbera eða séu líklegir til þess að verða það verður víkkuð út. Skilgreiningin mun ekki lengur ná aðeins til beinnar opinberrar aðstoðar heldur einnig til þeirra sem þiggja opinbera heilbrigðisþjónustu, matarmiða, aðra mataraðstoð eða húsnæðisaðstoð. Á meðal þess sem innflytjendayfirvöld geta metið gegn umsækjendum um græna kortið er „læknisfræðilegt ástand“ þeirra sem geti haft áhrif á atvinnu- eða námsþátttöku, að þeir eigi ekki nægt sparifé til að standa straum af „fyrirsjáanlegum lækniskostnaði“ sem tengist því ástandi eða skuldir. Eins getur það að yfirvöld hafi samþykkt að umsækjandi sé gjaldgengur til að þiggja opinbera aðstoð verið ástæða til að synja honum um græna kortið jafnvel þó að hann hafi ekki þegið aðstoðina. Lélegt lánshæfismat umsækjanda, skortur á einkasjúkratryggingu, háskólagráðu eða nægilegri enskukunnáttu getur einnig verið notað gegn þeim sem sækjast eftir dvalarleyfi.Ken Cuccinelli, starfandi forstjóri borgara- og innflytjendaþjónustu Bandaríkjanna, kynnti nýju reglurnar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.Vísir/EPADraumur harðlínumanna Harðlínumenn í ríkisstjórn Trump hafa leynt og ljóst stefnt að því að fækka öllum innflytjendum til Bandaríkjanna, ekki aðeins þeim sem koma ólöglega til landsins. Sjálfur hefur Trump sagst vilja koma í veg fyrir að fólk frá Afríku og Mið-Ameríku komi til landsins og eitt hans fyrsta verk í embætti var að reyna að koma í veg fyrir að íbúar nokkurra múslimalandanna kæmust til Bandaríkjanna. Tilraun Hvíta hússins til að fá Bandaríkjaþing til að samþykkja nýja innflytjendastefnu sem byggðist frekar á „verðleikum“ fólks fór út um þúfur. Reglugerðarbreytingunni nú er sagt ætlað að komast í kringum pattstöðu í þinginu. Yfirvöld í New York og hugveitur í innflytjendamálum segja að óttinn við breytingarnar sem nú eru í burðarliðnum hafi þegar valdið því að mun færri innflytjendur sæki sér opinbera þjónustu sem þeir eiga rétt á en áður. Fólkið hafi áhyggjur af því að með því að þiggja aðstoðina skaði það möguleika sína á að fá dvalarleyfi og síðar ríkisborgararétt. Líklegt er talið að fjöldi dómsmála verði höfðaður til að koma í veg fyrir að reglurnar taki gildi. New York Times segir að tugir þúsunda neikvæðra athugasemda hafi borist við reglurnar undanfarna mánuði þegar þær voru í umsagnarferli. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum sem þiggja opinbera þjónustu eins og félagslegt húsnæði eða mataraðstoð gætu átt erfiðara með að fá ríkisborgararétt samkvæmt nýjum reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Reglunum er ætlað að fækka innflytjendum sem fá varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Reglurnar setja ný skilyrði fyrir því að fólk fái dvalarleyfi og ríkisborgararétt í Bandaríkjunum. Þær eiga að taka gildi eftir tvo mánuði og fjalla um hvernig fólk geti misst rétt á því að dvelja í Bandaríkjunum sé það á framfæri þess opinbera, að sögn Washington Post. Lögð verður aukin áhersla á auð, menntun, aldur og enskufærni við mat á þeim sem sækja um græna kortið, varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Sérfræðingar sem bandaríska blaðið ræddi við segja nýju reglurnar líklegar til að fækka fólki sem kemur til Bandaríkjanna í gegnum fjölskyldutengsl, sérstaklega frá Mexíkó, Mið-Ameríku og Afríku þar sem fátækt er algeng. Lykilatriði í breytingum Trump-stjórnarinnar á reglunum er að skilgreiningin á því hverjir teljast á framfæri þess opinbera eða séu líklegir til þess að verða það verður víkkuð út. Skilgreiningin mun ekki lengur ná aðeins til beinnar opinberrar aðstoðar heldur einnig til þeirra sem þiggja opinbera heilbrigðisþjónustu, matarmiða, aðra mataraðstoð eða húsnæðisaðstoð. Á meðal þess sem innflytjendayfirvöld geta metið gegn umsækjendum um græna kortið er „læknisfræðilegt ástand“ þeirra sem geti haft áhrif á atvinnu- eða námsþátttöku, að þeir eigi ekki nægt sparifé til að standa straum af „fyrirsjáanlegum lækniskostnaði“ sem tengist því ástandi eða skuldir. Eins getur það að yfirvöld hafi samþykkt að umsækjandi sé gjaldgengur til að þiggja opinbera aðstoð verið ástæða til að synja honum um græna kortið jafnvel þó að hann hafi ekki þegið aðstoðina. Lélegt lánshæfismat umsækjanda, skortur á einkasjúkratryggingu, háskólagráðu eða nægilegri enskukunnáttu getur einnig verið notað gegn þeim sem sækjast eftir dvalarleyfi.Ken Cuccinelli, starfandi forstjóri borgara- og innflytjendaþjónustu Bandaríkjanna, kynnti nýju reglurnar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.Vísir/EPADraumur harðlínumanna Harðlínumenn í ríkisstjórn Trump hafa leynt og ljóst stefnt að því að fækka öllum innflytjendum til Bandaríkjanna, ekki aðeins þeim sem koma ólöglega til landsins. Sjálfur hefur Trump sagst vilja koma í veg fyrir að fólk frá Afríku og Mið-Ameríku komi til landsins og eitt hans fyrsta verk í embætti var að reyna að koma í veg fyrir að íbúar nokkurra múslimalandanna kæmust til Bandaríkjanna. Tilraun Hvíta hússins til að fá Bandaríkjaþing til að samþykkja nýja innflytjendastefnu sem byggðist frekar á „verðleikum“ fólks fór út um þúfur. Reglugerðarbreytingunni nú er sagt ætlað að komast í kringum pattstöðu í þinginu. Yfirvöld í New York og hugveitur í innflytjendamálum segja að óttinn við breytingarnar sem nú eru í burðarliðnum hafi þegar valdið því að mun færri innflytjendur sæki sér opinbera þjónustu sem þeir eiga rétt á en áður. Fólkið hafi áhyggjur af því að með því að þiggja aðstoðina skaði það möguleika sína á að fá dvalarleyfi og síðar ríkisborgararétt. Líklegt er talið að fjöldi dómsmála verði höfðaður til að koma í veg fyrir að reglurnar taki gildi. New York Times segir að tugir þúsunda neikvæðra athugasemda hafi borist við reglurnar undanfarna mánuði þegar þær voru í umsagnarferli.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent