Tónleikagestir til fyrirmyndar þrátt fyrir tvær handtökur Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 10:09 Þorri tónleikagesti þótti haga sér vel á tónleikum Ed Sheeran um helgina. Vísir/vilhelm Lögreglan handtók tvo tónleikagesti í Laugardal í gærkvöld. Þrátt fyrir að þess sé ekki getið í dagbók lögreglu má ætla að þar hafi verið á ferð fólk sem hugðist hlýða á Ed Sheeran, sem hélt fjölmenna tónleika á Laugardalsvelli um helgina. Lögreglan segist þegar hafa handtekið einn áður en enski söngvarinn steig á svið um klukkan 21 í gærkvöldi. Það er sögð hafa verið ung kona sem grunuð er um ofbeldi og að hafa verið uppi með hótanir. Því var hún flutt í fangaklefa á sjöunda tímanum þar sem hún hefur mátt verja nóttinni. Síðari handtakan átti sér stað eftir að Sheeran hafði hafið upp raust sína. Aftur var það einstaklingur í annarlegu ástandi, karl að þessu sinni, sem einnig var vistaður í fangaklefa í nótt þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna. Þrátt fyrir þessar handtökur telur lögreglan að tónleikar Ed Sheeran, þangað sem rúmlega 20 þúsund manns lögðu leið sína í gærkvöldi, hafi farið í „alla staði mjög vel fram“ eins og það er orðað í pósti frá kynningarfulltrúa lögreglunnar. Þar segir jafnframt að tónleikagestir hafi verið „til mikillar fyrirmyndar.“ „Engin teljandi vandamál komu upp á tónleikunum og var vaktin hjá lögreglumönnum á svæðinu með rólegasta móti,“ sagði í pósti kynningarfulltrúans sem sendur var út á tólfta tímanum í gærkvöld. Ed Sheeran á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira
Lögreglan handtók tvo tónleikagesti í Laugardal í gærkvöld. Þrátt fyrir að þess sé ekki getið í dagbók lögreglu má ætla að þar hafi verið á ferð fólk sem hugðist hlýða á Ed Sheeran, sem hélt fjölmenna tónleika á Laugardalsvelli um helgina. Lögreglan segist þegar hafa handtekið einn áður en enski söngvarinn steig á svið um klukkan 21 í gærkvöldi. Það er sögð hafa verið ung kona sem grunuð er um ofbeldi og að hafa verið uppi með hótanir. Því var hún flutt í fangaklefa á sjöunda tímanum þar sem hún hefur mátt verja nóttinni. Síðari handtakan átti sér stað eftir að Sheeran hafði hafið upp raust sína. Aftur var það einstaklingur í annarlegu ástandi, karl að þessu sinni, sem einnig var vistaður í fangaklefa í nótt þar sem hann hefur fengið að sofa úr sér vímuna. Þrátt fyrir þessar handtökur telur lögreglan að tónleikar Ed Sheeran, þangað sem rúmlega 20 þúsund manns lögðu leið sína í gærkvöldi, hafi farið í „alla staði mjög vel fram“ eins og það er orðað í pósti frá kynningarfulltrúa lögreglunnar. Þar segir jafnframt að tónleikagestir hafi verið „til mikillar fyrirmyndar.“ „Engin teljandi vandamál komu upp á tónleikunum og var vaktin hjá lögreglumönnum á svæðinu með rólegasta móti,“ sagði í pósti kynningarfulltrúans sem sendur var út á tólfta tímanum í gærkvöld.
Ed Sheeran á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira