Óttast stanslaust gelt og óþrif af hundagerði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. ágúst 2019 09:45 Hundagerðinu var ætlaður staður rétt ofan við Fossvogskóla, þar sem stígar mætast og byggðin er hvað þéttust í Fossvogsdal. Fréttablaðiið/Ernir „Við getum átt von á stanslaust geltandi hundum allan sólarhringinn,“ segir í einu mótmælabréfi vegna áforma hjá Kópavogsbæ um að setja upp hundagerði í Fossvogsdal neðan íbúagötunnar Álfatúns og ofan Fossvogsskóla. Eins og kom fram í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag hættu bæjaryfirvöld í Kópavogi við að koma fyrir hundagerði með tíu bílastæðum á umræddum stað vegna athugasemda íbúa í dalnum við tillöguna. Finna á nýjan stað fyrir gerðið. Alls skrifa 183 undir mótmælaskjöl. Þar af eru f lestir í Álfatúni. Eitt mótmælabréf barst frá íbúum í Haðalandi sem er Reykjavíkurmegin í Fossvogsdal. Meginstefin í athugasemdunum eru ónæði vegna aukinnar umferðar og ónæði vegna hávaða og óþrifnaðar frá hundunum sjálfum. Miðað við gagnrýni íbúanna myndi litlu breyta þótt hundasvæðinu yrði valinn staður annar staðar í dalnum „Við mótmælum öll,“ segir í samþykkt húsfélagsins Álfatún 17-25. „Við ætlumst til að bæjaryfirvöld finni slíkri hundagirðingu annan stað en á hlaðvarpanum okkar eða annarra íbúa bæjarins.“ Því sé andmælt að nokkrir íbúar beri hitann og þungann af sérstöku hundasvæði með tilheyrandi ónæði og óþrifnaði. Þrenn hjón við Haðaland segja í sínu bréfi að ljóst sé að umferð að hundagerðinu muni að miklu leyti verða um Haðaland að bílastæðum við Fossvogsskóla. Hundgá muni valda ónæði og óþrifnaður og smitsjúkdómahætta fylgja. „Hundagerðið mun því þjóna litlum hluta íbúa en verða mörgum til ama,“ segja þau. Umferð gangandi og hjólandi verði torvelduð og vistumhverfi dalsins rofið. Íbúi í Álfatúni lýsir áhyggjum af því að hundagerðinu eigi að fylgja tíu bílastæði neðan götunnar sem sé rólegur botnlangi. Viðbótarumferð muni skapa hættu, sérstaklega fyrir börn. „Önnur ástæða þess að ég vil mótmæla þessum aðgerðum er sóðaskapurinn og lætin sem stafa af hundum og ég kæri mig ekki um að búa hér við stanslaust gelt og köll allan sólarhringinn,“ segir þessi íbúi. „Gildi Fossvogsdalsins sem útivistarsvæðis fyrir börn minnkar og sömuleiðis torveldar það aðgengi hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda um Dalinn þar sem aðalsamgöngukerfi Dalsins – göngustígakerf i – verður rof ið með hundagerðinu svo tilheyrandi sveigjur og beygjur koma til og skerða lífsgæði íbúa við Dalinn,“ segir í einu bréfanna sem barst í mörgum eintökum og fjölmargir undirrita. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kópavogur Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
„Við getum átt von á stanslaust geltandi hundum allan sólarhringinn,“ segir í einu mótmælabréfi vegna áforma hjá Kópavogsbæ um að setja upp hundagerði í Fossvogsdal neðan íbúagötunnar Álfatúns og ofan Fossvogsskóla. Eins og kom fram í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag hættu bæjaryfirvöld í Kópavogi við að koma fyrir hundagerði með tíu bílastæðum á umræddum stað vegna athugasemda íbúa í dalnum við tillöguna. Finna á nýjan stað fyrir gerðið. Alls skrifa 183 undir mótmælaskjöl. Þar af eru f lestir í Álfatúni. Eitt mótmælabréf barst frá íbúum í Haðalandi sem er Reykjavíkurmegin í Fossvogsdal. Meginstefin í athugasemdunum eru ónæði vegna aukinnar umferðar og ónæði vegna hávaða og óþrifnaðar frá hundunum sjálfum. Miðað við gagnrýni íbúanna myndi litlu breyta þótt hundasvæðinu yrði valinn staður annar staðar í dalnum „Við mótmælum öll,“ segir í samþykkt húsfélagsins Álfatún 17-25. „Við ætlumst til að bæjaryfirvöld finni slíkri hundagirðingu annan stað en á hlaðvarpanum okkar eða annarra íbúa bæjarins.“ Því sé andmælt að nokkrir íbúar beri hitann og þungann af sérstöku hundasvæði með tilheyrandi ónæði og óþrifnaði. Þrenn hjón við Haðaland segja í sínu bréfi að ljóst sé að umferð að hundagerðinu muni að miklu leyti verða um Haðaland að bílastæðum við Fossvogsskóla. Hundgá muni valda ónæði og óþrifnaður og smitsjúkdómahætta fylgja. „Hundagerðið mun því þjóna litlum hluta íbúa en verða mörgum til ama,“ segja þau. Umferð gangandi og hjólandi verði torvelduð og vistumhverfi dalsins rofið. Íbúi í Álfatúni lýsir áhyggjum af því að hundagerðinu eigi að fylgja tíu bílastæði neðan götunnar sem sé rólegur botnlangi. Viðbótarumferð muni skapa hættu, sérstaklega fyrir börn. „Önnur ástæða þess að ég vil mótmæla þessum aðgerðum er sóðaskapurinn og lætin sem stafa af hundum og ég kæri mig ekki um að búa hér við stanslaust gelt og köll allan sólarhringinn,“ segir þessi íbúi. „Gildi Fossvogsdalsins sem útivistarsvæðis fyrir börn minnkar og sömuleiðis torveldar það aðgengi hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda um Dalinn þar sem aðalsamgöngukerfi Dalsins – göngustígakerf i – verður rof ið með hundagerðinu svo tilheyrandi sveigjur og beygjur koma til og skerða lífsgæði íbúa við Dalinn,“ segir í einu bréfanna sem barst í mörgum eintökum og fjölmargir undirrita.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kópavogur Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira