Þrír starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna létust í sprengingu í Líbíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 12:07 Uppreisnarmenn í Líbíu fagna falli Gaddafi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Scott Peterson Fimm létu lífið eftir að bílsprengja sprakk í borginni Benghazi í Líbíu, þar á meðal þrír starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tveir aðrir sem voru meðlimir sendifararinnar á laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar eru nú að reyna að koma á vopnahléi í Trípólí, höfuðborg landsins, þar sem ríkisher Líbíu (LNA), sem heldur til í austurhluta landsins, framdi launárás í apríl. Fréttamaður Reuters var staddur á sjúkrahúsinu þar sem fórnarlömb árásarinnar voru færð, í Bengasí, og sá nafnalista yfir þá sem höfðu látið lífið. Hann staðfesti að þeir sem höfðu látist hafi verið meðlimir Stuðningssendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Líbíu (UNSMIL). Sameinuðu þjóðirnar veittu engar frekari upplýsingar og sögðu að sumir þeirra sem féllu hafi unnið í Bengasí en sendinefndin hefur haldið meira til þar undanfarið. Aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, fordæmdi árásina og sagði Stéphane Dujarric, talsmaður SÞ, í yfirlýsingu: „Aðalframkvæmdastjórinn biður alla aðildarmenn að bera virðingu fyrir mannúðarsamningum á meðan á Eid al-Adha og snúi aftur að samningaborðinu til að sækjast eftir friðsælu framtíðinni sem líbíska þjóðin á skilið.“Vopnahlé á meðan Eid al-Adah stendur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á að hittast bráðlega til að ræða nýjust vendingar í málum Líbíu. Talsmaður LNA, Ahmed al-Mismari sagði í samtali við fréttamenn að einstaklingarnir tveir sem hafi dáið hafi verið öryggisverðir UNSMIL. Þá hafi tíu manns slasast, þar á meðal börn. Jean El Alam, talsmaður UNSMIL, skrifaði í tölvupósti að stofnunin væri að safna upplýsingum um atvikið. Sprengingin gerðist fyrir utan verslunarmiðstöð og banka. Minnst einn bíll Sameinuðu þjóðanna sást á vettvangi, hann var brunninn til kaldra kola. LNA hefur ekki náð út fyrir úthverfin í suðurhluta Trípólí en þar heldur ríkisstjórnin, sem er alþjóðlega samþykkt, til. Um það leiti sem sprengingin varð tilkynnti Khalifa Haftar, stjórnandi LNA, að hlé yrði gert á hernaðaraðgerðir á meðan á Eid al-Adah, hátíð múslima, stæði. Hátíðin stendur yfir frá laugardegi fram á þriðjudag. Á föstudag sögðu yfirvöld í Trípólí að þau myndu taka tillögu SÞ um að vopnahlé yrði á meðan á hátíðinni stæði. Hins vegar er ekki vitað hvort átök í borginni hafi verið stöðvuð. Meira en 105 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Ríkisstjórnin í Trípólí segir UNSMIL bera ábyrgð á því að fylgjast með hvort vopnahléið verði brotið. Líbía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannfall í átökum við Trípólí Mannfall hefur orðið í átökum stríðandi fylkinga fyrir utan Trípólí höfuðborgar Afríkuríkisins Líbýu. 7. apríl 2019 16:15 Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. 8. apríl 2019 23:00 Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. 21. apríl 2019 13:58 Hart barist í Líbíu, þrátt fyrir friðarkall SÞ Átökin gætu endað í annarri borgarastyrjöld en mikil óöld hefur ríkt í Líbíu frá því Muammar Gaddafi var velt úr sessi árið 2011. 7. apríl 2019 22:17 Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna. 16. apríl 2019 12:41 Flóttamönnum sem var bjargað við strendur Líbíu komu hafnar á Möltu í dag Hópur flóttamanna sem var bjargað undan ströndum Líbíu á miðvikudag eru komnir í höfn á Möltu. 4. ágúst 2019 16:47 Segir að loftárásin gæti talist stríðsglæpur Yfir fjörutíu flóttamenn féllu í loftárásinni. 3. júlí 2019 16:08 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Fimm létu lífið eftir að bílsprengja sprakk í borginni Benghazi í Líbíu, þar á meðal þrír starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tveir aðrir sem voru meðlimir sendifararinnar á laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar eru nú að reyna að koma á vopnahléi í Trípólí, höfuðborg landsins, þar sem ríkisher Líbíu (LNA), sem heldur til í austurhluta landsins, framdi launárás í apríl. Fréttamaður Reuters var staddur á sjúkrahúsinu þar sem fórnarlömb árásarinnar voru færð, í Bengasí, og sá nafnalista yfir þá sem höfðu látið lífið. Hann staðfesti að þeir sem höfðu látist hafi verið meðlimir Stuðningssendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Líbíu (UNSMIL). Sameinuðu þjóðirnar veittu engar frekari upplýsingar og sögðu að sumir þeirra sem féllu hafi unnið í Bengasí en sendinefndin hefur haldið meira til þar undanfarið. Aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, fordæmdi árásina og sagði Stéphane Dujarric, talsmaður SÞ, í yfirlýsingu: „Aðalframkvæmdastjórinn biður alla aðildarmenn að bera virðingu fyrir mannúðarsamningum á meðan á Eid al-Adha og snúi aftur að samningaborðinu til að sækjast eftir friðsælu framtíðinni sem líbíska þjóðin á skilið.“Vopnahlé á meðan Eid al-Adah stendur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á að hittast bráðlega til að ræða nýjust vendingar í málum Líbíu. Talsmaður LNA, Ahmed al-Mismari sagði í samtali við fréttamenn að einstaklingarnir tveir sem hafi dáið hafi verið öryggisverðir UNSMIL. Þá hafi tíu manns slasast, þar á meðal börn. Jean El Alam, talsmaður UNSMIL, skrifaði í tölvupósti að stofnunin væri að safna upplýsingum um atvikið. Sprengingin gerðist fyrir utan verslunarmiðstöð og banka. Minnst einn bíll Sameinuðu þjóðanna sást á vettvangi, hann var brunninn til kaldra kola. LNA hefur ekki náð út fyrir úthverfin í suðurhluta Trípólí en þar heldur ríkisstjórnin, sem er alþjóðlega samþykkt, til. Um það leiti sem sprengingin varð tilkynnti Khalifa Haftar, stjórnandi LNA, að hlé yrði gert á hernaðaraðgerðir á meðan á Eid al-Adah, hátíð múslima, stæði. Hátíðin stendur yfir frá laugardegi fram á þriðjudag. Á föstudag sögðu yfirvöld í Trípólí að þau myndu taka tillögu SÞ um að vopnahlé yrði á meðan á hátíðinni stæði. Hins vegar er ekki vitað hvort átök í borginni hafi verið stöðvuð. Meira en 105 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Ríkisstjórnin í Trípólí segir UNSMIL bera ábyrgð á því að fylgjast með hvort vopnahléið verði brotið.
Líbía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannfall í átökum við Trípólí Mannfall hefur orðið í átökum stríðandi fylkinga fyrir utan Trípólí höfuðborgar Afríkuríkisins Líbýu. 7. apríl 2019 16:15 Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. 8. apríl 2019 23:00 Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. 21. apríl 2019 13:58 Hart barist í Líbíu, þrátt fyrir friðarkall SÞ Átökin gætu endað í annarri borgarastyrjöld en mikil óöld hefur ríkt í Líbíu frá því Muammar Gaddafi var velt úr sessi árið 2011. 7. apríl 2019 22:17 Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna. 16. apríl 2019 12:41 Flóttamönnum sem var bjargað við strendur Líbíu komu hafnar á Möltu í dag Hópur flóttamanna sem var bjargað undan ströndum Líbíu á miðvikudag eru komnir í höfn á Möltu. 4. ágúst 2019 16:47 Segir að loftárásin gæti talist stríðsglæpur Yfir fjörutíu flóttamenn féllu í loftárásinni. 3. júlí 2019 16:08 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Mannfall í átökum við Trípólí Mannfall hefur orðið í átökum stríðandi fylkinga fyrir utan Trípólí höfuðborgar Afríkuríkisins Líbýu. 7. apríl 2019 16:15
Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. 8. apríl 2019 23:00
Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. 21. apríl 2019 13:58
Hart barist í Líbíu, þrátt fyrir friðarkall SÞ Átökin gætu endað í annarri borgarastyrjöld en mikil óöld hefur ríkt í Líbíu frá því Muammar Gaddafi var velt úr sessi árið 2011. 7. apríl 2019 22:17
Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna. 16. apríl 2019 12:41
Flóttamönnum sem var bjargað við strendur Líbíu komu hafnar á Möltu í dag Hópur flóttamanna sem var bjargað undan ströndum Líbíu á miðvikudag eru komnir í höfn á Möltu. 4. ágúst 2019 16:47
Segir að loftárásin gæti talist stríðsglæpur Yfir fjörutíu flóttamenn féllu í loftárásinni. 3. júlí 2019 16:08