Slökkviliðið í Grindavík óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna elds sem logar í mosa í hrauninu við Grindavík. Talið er að eldurinn logi í námunda við Kleifarvatn en allt tiltækt slökkvilið Grindavíkurbæjar hefur verið kallað út.
Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, hefur TF-Lif verið send á vettvang með búnað til að slökkva eldinn.
Uppfært klukkan 20:45:
Slökkvistarf gengur mjög vel samkvæmt upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. „Eldurinn minnkar við hverja fötu sem þeir hella yfir svæðið og miðað við ganginn ætti slökkvistarfi að ljúka von bráðar“, segir Ásgeir.
