Jessi Combs átti þann draum að komast hraðar en nokkur önnur kona í sögunni og það tókst hjá henni í gær en með skelfilegum afleiðingum.
Hin 39 ára gamla Jessi Combs lést í gær eftir að hafa klesst kappakstursbíl sinn sem var á yfir 824 kílómetra hraða.
"She left this Earth driving faster than any other woman in history"
US race car driver and television personality Jessi Combs has been killed in a crash while attempting to set a new land speed record.
https://t.co/xlu4E6DimEpic.twitter.com/Xkzr16ZrFT
— BBC Sport (@BBCSport) August 29, 2019
Hún var að reyna að setja nýtt heimsmet yfir að koma ökutæki á sem mestum hraða á landi og notaði til þess sérstakan þotuhreyfil. Það var öllu til tjaldað til að ná heimsmetinu og um leið tók Jessi gríðarlega mikla áhættu.
Jessi hafði komist á 641 kílómetra hraða árið 2013 og var eftir það kölluð fljótasta konan á fjórum hjólum. Hún vildi hins vegar meira og þá sérstaklega met Kitty O'Neil frá árinu 1976. Kitty O'Neil hafði þá komið bíl sínum á 824 kílómetra hraða.
Heimsmetstilraunin og slysið átti sér stað í suðaustur Oregon fylkis en ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist og orsakaði það að hún klessti bílinn á svo miklum hraða.
Fjölskylda Jessi Combs gaf frá sér yfirlýsingu þar hún minnist Jessi sem brosandi og orkumikilli konu.
„Stærsti draumur Jessi var að verða hraðasta kona á jörðinni og það var draumur sem hún hefur verið að elta frá árinu 2012 .... og hún yfirgaf jörðina akandi á meiri hraða en nokkur önnur kona í sögunni,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu hennar sem má sjá alla hér fyrir neðan.